Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2025 09:31 Guðni Eiríksson vill sjá FH keppa af fullum krafti um Íslandsmeistaratitilinn á næstu leiktíð. Sýn Sport Bræðurnir Guðni og Hlynur Svan Eiríkssynir hafa gert magnaða hluti með kvennalið FH sem lauk keppni í Bestu deildinni í 2. sæti nú um helgina og leikur því í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Guðni segir stjórn FH nú verða að sýna sama metnað og þjálfararnir sem annars gætu hugsað sér til hreyfings. Guðni mætti í beina útsendingu í uppgjörsþætti Bestu markanna á laugardaginn og var þá spurður út í framhaldið hjá FH-ingum. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Guðni setur kröfur á stjórn FH „Í þessum tröppugangi okkar, á þeim stað sem við erum akkúrat í dag, þá er bara ein trappa eftir. Til þess að stíga þá tröppu þá þarf að spýta í lófana. Við þjálfarar getum bara gert svo og svo mikið. Stjórn knattspyrnudeildar FH þarf að stíga þetta skref með okkur,“ sagði Guðni. „Endurskoða hlutina“ ef stjórnin stefnir ekki eins hátt „Ég held að við höfum maxað það sem við erum með í höndunum,“ sagði Guðni sem vonast eftir því að stjórn FH styrki núna leikmannahópinn þannig að hægt verði að keppa af fullum þunga um Íslandsmeistaratitilinn á næstu leiktíð. „Það verður að koma í ljós núna hvort að þeir séu með okkur eða ekki. Við bræður erum algjörlega þar að ef að stjórn er ekki tilbúin í að bakka okkur upp til að fara upp þessa tröppu þá förum við bara að endurskoða hlutina,“ sagði Guðni og hljómaði eins og þeir bræður myndu hreinlega hætta ef ekki yrði nóg lagt í að gera FH samkeppnishæft í titilbaráttu á næstu leiktíð. Myndi hann segja já við Breiðablik? Helena Ólafsdóttir, sem var einnig með Nik Chamberlain fráfarandi þjálfara Breiðabliks í heimsókn, spurði Guðna hreinlega hvað hann myndi gera ef að Blikar hefðu samband, í leit sinni að arftaka Niks: „Góð spurning. Ég er rosalegur FH-ingur. Það er bara svarthvítt blóð í mér. Ég er ekki bara þjálfari hjá FH heldur líka stuðningsmaður. Þetta eru flóknar tilfinningar. En fórnarkostnaðurinn er mikill í því að vera þjálfari,“ sagði Guðni og svaraði spurningunni svo sem ekki afdráttarlaust en bætti við: „Ég verð að sjá eitthvað drive í því sem maður er að gera. Ég fer ekki inn í neitt verkefni með hálfum hug. Þetta hefur allt saman gengið upp, við höfum breytt FH sem knattspyrnuliði kvennamegin og gert þetta að mjög spennandi klúbbi að koma til, en þessi eina trappa er eftir,“ sagði Guðni og bætti við að FH væri núna á fjórða ári í fimm ára plani bræðranna. FH Bestu mörkin Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Keegan með krabbamein Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira
Guðni mætti í beina útsendingu í uppgjörsþætti Bestu markanna á laugardaginn og var þá spurður út í framhaldið hjá FH-ingum. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Guðni setur kröfur á stjórn FH „Í þessum tröppugangi okkar, á þeim stað sem við erum akkúrat í dag, þá er bara ein trappa eftir. Til þess að stíga þá tröppu þá þarf að spýta í lófana. Við þjálfarar getum bara gert svo og svo mikið. Stjórn knattspyrnudeildar FH þarf að stíga þetta skref með okkur,“ sagði Guðni. „Endurskoða hlutina“ ef stjórnin stefnir ekki eins hátt „Ég held að við höfum maxað það sem við erum með í höndunum,“ sagði Guðni sem vonast eftir því að stjórn FH styrki núna leikmannahópinn þannig að hægt verði að keppa af fullum þunga um Íslandsmeistaratitilinn á næstu leiktíð. „Það verður að koma í ljós núna hvort að þeir séu með okkur eða ekki. Við bræður erum algjörlega þar að ef að stjórn er ekki tilbúin í að bakka okkur upp til að fara upp þessa tröppu þá förum við bara að endurskoða hlutina,“ sagði Guðni og hljómaði eins og þeir bræður myndu hreinlega hætta ef ekki yrði nóg lagt í að gera FH samkeppnishæft í titilbaráttu á næstu leiktíð. Myndi hann segja já við Breiðablik? Helena Ólafsdóttir, sem var einnig með Nik Chamberlain fráfarandi þjálfara Breiðabliks í heimsókn, spurði Guðna hreinlega hvað hann myndi gera ef að Blikar hefðu samband, í leit sinni að arftaka Niks: „Góð spurning. Ég er rosalegur FH-ingur. Það er bara svarthvítt blóð í mér. Ég er ekki bara þjálfari hjá FH heldur líka stuðningsmaður. Þetta eru flóknar tilfinningar. En fórnarkostnaðurinn er mikill í því að vera þjálfari,“ sagði Guðni og svaraði spurningunni svo sem ekki afdráttarlaust en bætti við: „Ég verð að sjá eitthvað drive í því sem maður er að gera. Ég fer ekki inn í neitt verkefni með hálfum hug. Þetta hefur allt saman gengið upp, við höfum breytt FH sem knattspyrnuliði kvennamegin og gert þetta að mjög spennandi klúbbi að koma til, en þessi eina trappa er eftir,“ sagði Guðni og bætti við að FH væri núna á fjórða ári í fimm ára plani bræðranna.
FH Bestu mörkin Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Keegan með krabbamein Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira