Fótbolti

Landsliðskonan á von á barni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Guðný Árnadóttir á von á sínu fyrsta barni.
Guðný Árnadóttir á von á sínu fyrsta barni. vísir/Diego

Guðný Árnadóttir, leikmaður Kristianstads og íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, á von á sínu fyrsta barni.

Guðný og kærasti hennar, Pétur Hrafn Friðriksson, greindu frá gleðitíðindunum á Instagram í dag. Þar segja þau frá því að þau verði þrjú í apríl á næsta ári.

Guðný er leikmaður Kristianstads í sænsku úrvalsdeildinni og hefur hún leikið 14 leiki með liðinu á tímabilinu. Hún hefur einnig leikið með AC Milan og á láni með Napoli síðan hún hélt út í atvinnumennsku árið 2020.

Áður lék hún með Val og uppeldisfélagi sínu, FH, hér heima á Íslandi.

Þá hefur Guðný, sem er 25 ára gamall bakvörður, leikið með íslenska landsliðinu frá árinu 2018. Hún á að baki 30 leiki fyrir Íslands hönd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×