„Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. október 2025 10:32 Ólafur Ingi hefur aldrei áður verið aðalþjálfari félagsliðs. vísir / ívar Ólafur Ingi Skúlason hefur ekki áhyggjur af sínu reynsluleysi sem félagsliðaþjálfari og ætlar að láta verkin tala í nýju starfi hjá Breiðabliki. Síðustu sólarhringar hafa verið hektískir hjá nýjum þjálfara Breiðabliks sem tók við starfinu í fyrradag og gerði tveggja ára samning. Ólafur Ingi hefur undanfarin fimm ár starfað sem landsliðsþjálfari yngri landsliða Íslands en stígur nú skrefið yfir í félagsliðafótbolta, sem er frábrugðinn landsliðsumhverfinu að mörgu leiti. „Auðvitað gerir maður sér grein fyrir því, þetta er risastórt starf og það er auðvelt að setja punkt á það að ég er ekki með mikla reynslu úr félagsliðafótbolta, en ég hef töluverða reynslu úr fótbolta og tel mig vita ágætlega út hvað þetta gengur. Ég þarf bara að láta verkin tala, það er það eina sem gildir í þessu.“ Frábærar móttökur frá Blikum Hann tekur við starfinu af Halldóri Árnasyni, sem var nokkuð óvænt látinn fara í gær, ákvörðunin var tekin á undarlegum tímapunkti og stjórn Breiðabliks hefur hlotið gagnrýni fyrir en tekur mið af gengi liðsins undanfarið, sem hefur ekki verið gott. Er þetta erfitt starfsumhverfi að stíga inn í? „Alls ekki. Þetta er í fyrsta skipti svosem sem maður er í þessari aðstöðu en félagið er búið að taka frábærlega á móti mér og þetta er reynslumikill og góður hópur.“ Engar stórar breytingar á stílnum Ólafur segist ætlar að láta verkin tala og verður að gera það því Breiðablik á mikilvæga leiki framundan í vikunni, fyrst er Evrópuleikur gegn finnska liðinu KuPS á fimmtudag, og síðan spilar Breiðablik á sunnudag, úrslitaleik við Stjörnuna upp á þriðja sæti Bestu deildarinnar. „Þetta er bara mjög skemmtilegt verkefni og gaman að byrja hratt, það er bara kostur. Ég er að taka við mjög öflugu og góðu búi, það hefur verið mjög vel staðið að hlutunum hér síðustu ár... ...Ég sé ekki fram á það að hér verði einhver kollvörpun í leikstíl eða neinu slíku. Auðvitað kemur maður með sínar hugmyndir, sem vonandi geta bætt leik liðsins, en Breiðablik mun áfram spila sóknarþenkjandi, tempó fótbolta. Það hefur verið þeirra einkenni undanfarin ár og því verður ekkert breytt.“ Rætt var við nýjan þjálfara Breiðabliks í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Hans fyrsti leikur við stjórnvölinn, gegn finnska liðinu KuPS, verður svo í beinni útsendingu á Sýn Sport annað kvöld, fimmtudag klukkan 16:15. Besta deild karla Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Sjá meira
Síðustu sólarhringar hafa verið hektískir hjá nýjum þjálfara Breiðabliks sem tók við starfinu í fyrradag og gerði tveggja ára samning. Ólafur Ingi hefur undanfarin fimm ár starfað sem landsliðsþjálfari yngri landsliða Íslands en stígur nú skrefið yfir í félagsliðafótbolta, sem er frábrugðinn landsliðsumhverfinu að mörgu leiti. „Auðvitað gerir maður sér grein fyrir því, þetta er risastórt starf og það er auðvelt að setja punkt á það að ég er ekki með mikla reynslu úr félagsliðafótbolta, en ég hef töluverða reynslu úr fótbolta og tel mig vita ágætlega út hvað þetta gengur. Ég þarf bara að láta verkin tala, það er það eina sem gildir í þessu.“ Frábærar móttökur frá Blikum Hann tekur við starfinu af Halldóri Árnasyni, sem var nokkuð óvænt látinn fara í gær, ákvörðunin var tekin á undarlegum tímapunkti og stjórn Breiðabliks hefur hlotið gagnrýni fyrir en tekur mið af gengi liðsins undanfarið, sem hefur ekki verið gott. Er þetta erfitt starfsumhverfi að stíga inn í? „Alls ekki. Þetta er í fyrsta skipti svosem sem maður er í þessari aðstöðu en félagið er búið að taka frábærlega á móti mér og þetta er reynslumikill og góður hópur.“ Engar stórar breytingar á stílnum Ólafur segist ætlar að láta verkin tala og verður að gera það því Breiðablik á mikilvæga leiki framundan í vikunni, fyrst er Evrópuleikur gegn finnska liðinu KuPS á fimmtudag, og síðan spilar Breiðablik á sunnudag, úrslitaleik við Stjörnuna upp á þriðja sæti Bestu deildarinnar. „Þetta er bara mjög skemmtilegt verkefni og gaman að byrja hratt, það er bara kostur. Ég er að taka við mjög öflugu og góðu búi, það hefur verið mjög vel staðið að hlutunum hér síðustu ár... ...Ég sé ekki fram á það að hér verði einhver kollvörpun í leikstíl eða neinu slíku. Auðvitað kemur maður með sínar hugmyndir, sem vonandi geta bætt leik liðsins, en Breiðablik mun áfram spila sóknarþenkjandi, tempó fótbolta. Það hefur verið þeirra einkenni undanfarin ár og því verður ekkert breytt.“ Rætt var við nýjan þjálfara Breiðabliks í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Hans fyrsti leikur við stjórnvölinn, gegn finnska liðinu KuPS, verður svo í beinni útsendingu á Sýn Sport annað kvöld, fimmtudag klukkan 16:15.
Besta deild karla Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Sjá meira