„Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. október 2025 10:32 Ólafur Ingi hefur aldrei áður verið aðalþjálfari félagsliðs. vísir / ívar Ólafur Ingi Skúlason hefur ekki áhyggjur af sínu reynsluleysi sem félagsliðaþjálfari og ætlar að láta verkin tala í nýju starfi hjá Breiðabliki. Síðustu sólarhringar hafa verið hektískir hjá nýjum þjálfara Breiðabliks sem tók við starfinu í fyrradag og gerði tveggja ára samning. Ólafur Ingi hefur undanfarin fimm ár starfað sem landsliðsþjálfari yngri landsliða Íslands en stígur nú skrefið yfir í félagsliðafótbolta, sem er frábrugðinn landsliðsumhverfinu að mörgu leiti. „Auðvitað gerir maður sér grein fyrir því, þetta er risastórt starf og það er auðvelt að setja punkt á það að ég er ekki með mikla reynslu úr félagsliðafótbolta, en ég hef töluverða reynslu úr fótbolta og tel mig vita ágætlega út hvað þetta gengur. Ég þarf bara að láta verkin tala, það er það eina sem gildir í þessu.“ Frábærar móttökur frá Blikum Hann tekur við starfinu af Halldóri Árnasyni, sem var nokkuð óvænt látinn fara í gær, ákvörðunin var tekin á undarlegum tímapunkti og stjórn Breiðabliks hefur hlotið gagnrýni fyrir en tekur mið af gengi liðsins undanfarið, sem hefur ekki verið gott. Er þetta erfitt starfsumhverfi að stíga inn í? „Alls ekki. Þetta er í fyrsta skipti svosem sem maður er í þessari aðstöðu en félagið er búið að taka frábærlega á móti mér og þetta er reynslumikill og góður hópur.“ Engar stórar breytingar á stílnum Ólafur segist ætlar að láta verkin tala og verður að gera það því Breiðablik á mikilvæga leiki framundan í vikunni, fyrst er Evrópuleikur gegn finnska liðinu KuPS á fimmtudag, og síðan spilar Breiðablik á sunnudag, úrslitaleik við Stjörnuna upp á þriðja sæti Bestu deildarinnar. „Þetta er bara mjög skemmtilegt verkefni og gaman að byrja hratt, það er bara kostur. Ég er að taka við mjög öflugu og góðu búi, það hefur verið mjög vel staðið að hlutunum hér síðustu ár... ...Ég sé ekki fram á það að hér verði einhver kollvörpun í leikstíl eða neinu slíku. Auðvitað kemur maður með sínar hugmyndir, sem vonandi geta bætt leik liðsins, en Breiðablik mun áfram spila sóknarþenkjandi, tempó fótbolta. Það hefur verið þeirra einkenni undanfarin ár og því verður ekkert breytt.“ Rætt var við nýjan þjálfara Breiðabliks í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Hans fyrsti leikur við stjórnvölinn, gegn finnska liðinu KuPS, verður svo í beinni útsendingu á Sýn Sport annað kvöld, fimmtudag klukkan 16:15. Besta deild karla Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim Sjá meira
Síðustu sólarhringar hafa verið hektískir hjá nýjum þjálfara Breiðabliks sem tók við starfinu í fyrradag og gerði tveggja ára samning. Ólafur Ingi hefur undanfarin fimm ár starfað sem landsliðsþjálfari yngri landsliða Íslands en stígur nú skrefið yfir í félagsliðafótbolta, sem er frábrugðinn landsliðsumhverfinu að mörgu leiti. „Auðvitað gerir maður sér grein fyrir því, þetta er risastórt starf og það er auðvelt að setja punkt á það að ég er ekki með mikla reynslu úr félagsliðafótbolta, en ég hef töluverða reynslu úr fótbolta og tel mig vita ágætlega út hvað þetta gengur. Ég þarf bara að láta verkin tala, það er það eina sem gildir í þessu.“ Frábærar móttökur frá Blikum Hann tekur við starfinu af Halldóri Árnasyni, sem var nokkuð óvænt látinn fara í gær, ákvörðunin var tekin á undarlegum tímapunkti og stjórn Breiðabliks hefur hlotið gagnrýni fyrir en tekur mið af gengi liðsins undanfarið, sem hefur ekki verið gott. Er þetta erfitt starfsumhverfi að stíga inn í? „Alls ekki. Þetta er í fyrsta skipti svosem sem maður er í þessari aðstöðu en félagið er búið að taka frábærlega á móti mér og þetta er reynslumikill og góður hópur.“ Engar stórar breytingar á stílnum Ólafur segist ætlar að láta verkin tala og verður að gera það því Breiðablik á mikilvæga leiki framundan í vikunni, fyrst er Evrópuleikur gegn finnska liðinu KuPS á fimmtudag, og síðan spilar Breiðablik á sunnudag, úrslitaleik við Stjörnuna upp á þriðja sæti Bestu deildarinnar. „Þetta er bara mjög skemmtilegt verkefni og gaman að byrja hratt, það er bara kostur. Ég er að taka við mjög öflugu og góðu búi, það hefur verið mjög vel staðið að hlutunum hér síðustu ár... ...Ég sé ekki fram á það að hér verði einhver kollvörpun í leikstíl eða neinu slíku. Auðvitað kemur maður með sínar hugmyndir, sem vonandi geta bætt leik liðsins, en Breiðablik mun áfram spila sóknarþenkjandi, tempó fótbolta. Það hefur verið þeirra einkenni undanfarin ár og því verður ekkert breytt.“ Rætt var við nýjan þjálfara Breiðabliks í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Hans fyrsti leikur við stjórnvölinn, gegn finnska liðinu KuPS, verður svo í beinni útsendingu á Sýn Sport annað kvöld, fimmtudag klukkan 16:15.
Besta deild karla Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim Sjá meira