Loka fyrir lánalínur til Grikklands Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2015 09:28 Höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópu. Vísir/AFP Búist er við að Seðlabanki Evrópu loki fyrir lánalínur sínar til Grikklands strax í dag eftir að það slitnaði upp úr samningaviðræðum Grikkja og lánadrottna í gær samkvæmt heimildum fréttastofu BBC. Stjórn bankans kemur saman til fundar síðar í dag en Grikkir eru mjög háðir lánum frá bankanum. Þá er allt eins reiknað með að bankar í Grikklandi verði lokaðir á morgun mánudag og að síðar verði tilkynnt um gjaldeyrishöft þannig að hámark verði sett á þær upphæðir sem fólk geti tekið út úr bönkum landsins. Á undanförnum vikum hafa milljarðar evra verið teknir út úr grískum bönkum og raðir mynduðust við hraðbanka í landinu í gær. Seðlabanki Evrópu hefur daglega sent fé til Seðlabanka Grikklands sem síðan hefur dreift þeim um gríska bankakerfið. Haft er eftir Hans Jorg Schelling fjármálaráðherra Austurríkis að nú sé nánast öruggt að Grikkir muni fara út úr evrusamstarfinu. Sjá einnig: Hvaða þýðingu hefur útganga Grikkja úr myntsamstarfinu? En eftir að Alexis Tsipras tilkynnti óvænt í fyrrakvöld að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um lánaskilmála lánadrottna Grikkja hinn 5. júlí, var viðræðum um frekari stuðning við þá slitið í Brussel í gær. Grikkland Tengdar fréttir Grikkir ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu Þjóðin mun ákveða hvort að taka eigi tillögum kröfuhafa Grikklands. 26. júní 2015 23:46 Grikkir stefna í þjóðargjaldþrot Lánadrottnar líta á óvænta boðun til þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi sem brotthvarf þeirra frá viðræðum um nýja lánasamninga. 27. júní 2015 21:02 Sagði „mögulega best“ fyrir Grikki að yfirgefa evrusamstarfið David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta við leiðtoga Evrópusambandsins. 26. júní 2015 19:24 Þjóðverjar segja ekkert tilefni til áframhaldandi viðræðna Beiðni Grikkja um frest hefur verið hafnað af fjármálaráðherrum evruþjóðanna. 27. júní 2015 15:26 Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Ekkert samkomulag náðist milli fulltrúa Grikkja og lánadrottna þeirra í Brussel fyrr í dag. 26. júní 2015 16:27 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Búist er við að Seðlabanki Evrópu loki fyrir lánalínur sínar til Grikklands strax í dag eftir að það slitnaði upp úr samningaviðræðum Grikkja og lánadrottna í gær samkvæmt heimildum fréttastofu BBC. Stjórn bankans kemur saman til fundar síðar í dag en Grikkir eru mjög háðir lánum frá bankanum. Þá er allt eins reiknað með að bankar í Grikklandi verði lokaðir á morgun mánudag og að síðar verði tilkynnt um gjaldeyrishöft þannig að hámark verði sett á þær upphæðir sem fólk geti tekið út úr bönkum landsins. Á undanförnum vikum hafa milljarðar evra verið teknir út úr grískum bönkum og raðir mynduðust við hraðbanka í landinu í gær. Seðlabanki Evrópu hefur daglega sent fé til Seðlabanka Grikklands sem síðan hefur dreift þeim um gríska bankakerfið. Haft er eftir Hans Jorg Schelling fjármálaráðherra Austurríkis að nú sé nánast öruggt að Grikkir muni fara út úr evrusamstarfinu. Sjá einnig: Hvaða þýðingu hefur útganga Grikkja úr myntsamstarfinu? En eftir að Alexis Tsipras tilkynnti óvænt í fyrrakvöld að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um lánaskilmála lánadrottna Grikkja hinn 5. júlí, var viðræðum um frekari stuðning við þá slitið í Brussel í gær.
Grikkland Tengdar fréttir Grikkir ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu Þjóðin mun ákveða hvort að taka eigi tillögum kröfuhafa Grikklands. 26. júní 2015 23:46 Grikkir stefna í þjóðargjaldþrot Lánadrottnar líta á óvænta boðun til þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi sem brotthvarf þeirra frá viðræðum um nýja lánasamninga. 27. júní 2015 21:02 Sagði „mögulega best“ fyrir Grikki að yfirgefa evrusamstarfið David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta við leiðtoga Evrópusambandsins. 26. júní 2015 19:24 Þjóðverjar segja ekkert tilefni til áframhaldandi viðræðna Beiðni Grikkja um frest hefur verið hafnað af fjármálaráðherrum evruþjóðanna. 27. júní 2015 15:26 Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Ekkert samkomulag náðist milli fulltrúa Grikkja og lánadrottna þeirra í Brussel fyrr í dag. 26. júní 2015 16:27 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Grikkir ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu Þjóðin mun ákveða hvort að taka eigi tillögum kröfuhafa Grikklands. 26. júní 2015 23:46
Grikkir stefna í þjóðargjaldþrot Lánadrottnar líta á óvænta boðun til þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi sem brotthvarf þeirra frá viðræðum um nýja lánasamninga. 27. júní 2015 21:02
Sagði „mögulega best“ fyrir Grikki að yfirgefa evrusamstarfið David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta við leiðtoga Evrópusambandsins. 26. júní 2015 19:24
Þjóðverjar segja ekkert tilefni til áframhaldandi viðræðna Beiðni Grikkja um frest hefur verið hafnað af fjármálaráðherrum evruþjóðanna. 27. júní 2015 15:26
Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Ekkert samkomulag náðist milli fulltrúa Grikkja og lánadrottna þeirra í Brussel fyrr í dag. 26. júní 2015 16:27