Gömlu stjórnmálin fá rautt ljós Haukur Arnþórsson skrifar 19. júní 2015 12:30 Stjórnmálamenn standa sem lamaðir gagnvart síendurteknum niðurstöðum skoðanakannana sem sýna að Píratar njóta stuðnings um þriðjungs landsmanna og yfir helmings ungs fólks á höfuðborgarsvæðinu. Ríkisstjórnin er rúin trausti og hefur nánast ekki stuðning annarra en kjósenda Sjálfstæðisflokksins, en yfir 75% þeirra sem kusu Framsókn síðast styðja hana ekki. Stuðningur við stjórnarandstöðuna skreppur jafnvel saman. Er til nýr og gamall hugmyndaheimur? Í rauninni kunnum við að lifa í tvöföldum veruleika og er það kenning þessara orða. Annars vegar veruleika gömlu stjórnmálanna, kenndum við fjórflokkinn, þar sem andstæðurnar eru vinstri-hægri og er borist á banaspjótum á þeim forsendum, t.d. á Alþingi. Hins vegar lifir og hrærist ungt fólk á félagsmiðlum og andstæðurnar í þjóðfélaginu þar eru gömlu stjórnmálin-nýi heimurinn. Þar er baráttan milli gömlu leiðanna og nýrra gilda. Hefðbundnir fréttamiðlar standa margir í fortíðinni (ekki allir) og umræður á félagsmiðlum eru ekki sýnilegar í þeim. Þykja jafnvel óviðeigandi. Þar eru Davíð Oddsson, Þorsteinn Pálsson og Þorvaldur Gylfason, rétt eins og tíminn standi í stað. Fréttastofa RUV er blóðug upp að öxlum í gömlu átökunum og vinstri haukarnir á Speglinum spyrja ekki einu sinni hvað unga fólkið vill í pólitík og reka þeir þó fréttaskýringaþátt. Nýir leiðtogar, ný samfélagssýn Á netinu hafa á síðustu 5-8 árum komið fram nýir leiðtogar. Margir þeirra eiga allt að 5.000 vini og ná því til meiri hluta þjóðarinnar. Þeir geta sennilega haft meiri skoðanamyndandi áhrif en flestir starfandi stjórnmálamenn og fjölmiðlar. Hins vegar koma margir að því að mynda sameiginlegan skilning á félagsmiðlum, þar leiðir enginn einn, ungt og miðaldra fólk leiðir umræðu hvert á sínu sviði. Þessir leiðtogar hafa ekki enn verið kallaðir til ábyrgðar í samfélaginu og þeir hafa sennilega ekki áhuga á gömlu stjórnmálunum og gömlu stjórnmálaflokkunum. Í nýja heiminum ríkir samstaða og sameiginlegur skilningur um margt, en ekki allt. Þessi sameiginlegi skilningur er hliðhollur samfélagslegum lausnum og samfélagslegum rekstri. Ný samfélagsleg gildi Þau samfélagsgildi sem mest ber á taka til uppbyggingar stóru mála samfélagsins, en uppbygging auðlindasamfélags er í fullum gangi. Unga fólkið vill jafna skiptingu arðs af auðlindum og það vill líka aðra uppbyggingu atvinnuvega, einkum fjárfestingar í mannauðnum, sem hafa orðið undir hér á landi vegna ruðningsáhrifa rafmagnsframleiðslu og stóriðju. Unga fólkið veit að Ísland hefur einhverjar mestu þjóðartekjur á mann í heiminum en kaupmáttur hér á landi er helmingur af því sem hann er í nágrannaríkjunum og húsnæðis- og námskostnaður 2-10 sinnum meiri. Stjórnmálamenn sem víkja sér undan því að dreifa auðnum réttlátar, jafna kjörin og lækka húsnæðis- og námskostnað þurfa ekki að búast við stuðningi í nýja heiminum. Þá eru ónefnd þau gildi sem mest ber á sem er að mannleg framkoma og samfélagsleg nærfærni verði einnkenni stjórnmála. Það tekur ekki bara til lagasetningar gagnvart lágt launuðum kvennastéttum í verkfalli, heldur einnig til þess að stjórnmálin hlusti á skoðanakannanir og bregðist við þeim, verði við kvikum vilja almennings. Nýi heimurinn vill ný og samfélagslega miðaðri gildi á mörgum fleiri sviðum og má til dæmis nefna gegn spillingu og hagsmunapoti. Það kostar stjórnmálamenn ekkert að verða við því og því undarlegra er það að dæma þurfi stjórnarráðsmenn til þess að ráðherra segi af sér. Lokaorð Fjórflokkurinn á sér sennilega ekki viðreisnar von meðan hann starfar í gamla heiminum. Nema leiðtogar nýja heimsins misstígi sig alvarlega. Og spyrja má hvað þeir ætli að gera. Netið er vel fallið til að stofna til byltinga, en það hefur ekki skipulag og stofnanir. Því þaft unga fólkið að koma sér upp stjórnmálahreyfingum með sanngjörnu skipulagi og valddreifingu og byggja upp eigin stjórnmálastofnanir. Það þarf að leggja áherslu á hugmyndafræði, gildi og framtíðarsýn í stað útfærslna, en hið fyrrnefnda sameinar meðan margir smáflokkar hafa sannað að hið síðarnefnda gerir það ekki. Þá stendur nýi heimurinn frammi fyrir mörgum fleiri grundvallarspurningum svo sem hvort hann ætli að efla norræna stjórnkerfið okkar og byggja upp faglega stjórnsýslu, það er að segja breyta framkvæmd innan þess kerfis eða hvort hann ætli að veikja það eða fella og taka upp beint lýðræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn standa sem lamaðir gagnvart síendurteknum niðurstöðum skoðanakannana sem sýna að Píratar njóta stuðnings um þriðjungs landsmanna og yfir helmings ungs fólks á höfuðborgarsvæðinu. Ríkisstjórnin er rúin trausti og hefur nánast ekki stuðning annarra en kjósenda Sjálfstæðisflokksins, en yfir 75% þeirra sem kusu Framsókn síðast styðja hana ekki. Stuðningur við stjórnarandstöðuna skreppur jafnvel saman. Er til nýr og gamall hugmyndaheimur? Í rauninni kunnum við að lifa í tvöföldum veruleika og er það kenning þessara orða. Annars vegar veruleika gömlu stjórnmálanna, kenndum við fjórflokkinn, þar sem andstæðurnar eru vinstri-hægri og er borist á banaspjótum á þeim forsendum, t.d. á Alþingi. Hins vegar lifir og hrærist ungt fólk á félagsmiðlum og andstæðurnar í þjóðfélaginu þar eru gömlu stjórnmálin-nýi heimurinn. Þar er baráttan milli gömlu leiðanna og nýrra gilda. Hefðbundnir fréttamiðlar standa margir í fortíðinni (ekki allir) og umræður á félagsmiðlum eru ekki sýnilegar í þeim. Þykja jafnvel óviðeigandi. Þar eru Davíð Oddsson, Þorsteinn Pálsson og Þorvaldur Gylfason, rétt eins og tíminn standi í stað. Fréttastofa RUV er blóðug upp að öxlum í gömlu átökunum og vinstri haukarnir á Speglinum spyrja ekki einu sinni hvað unga fólkið vill í pólitík og reka þeir þó fréttaskýringaþátt. Nýir leiðtogar, ný samfélagssýn Á netinu hafa á síðustu 5-8 árum komið fram nýir leiðtogar. Margir þeirra eiga allt að 5.000 vini og ná því til meiri hluta þjóðarinnar. Þeir geta sennilega haft meiri skoðanamyndandi áhrif en flestir starfandi stjórnmálamenn og fjölmiðlar. Hins vegar koma margir að því að mynda sameiginlegan skilning á félagsmiðlum, þar leiðir enginn einn, ungt og miðaldra fólk leiðir umræðu hvert á sínu sviði. Þessir leiðtogar hafa ekki enn verið kallaðir til ábyrgðar í samfélaginu og þeir hafa sennilega ekki áhuga á gömlu stjórnmálunum og gömlu stjórnmálaflokkunum. Í nýja heiminum ríkir samstaða og sameiginlegur skilningur um margt, en ekki allt. Þessi sameiginlegi skilningur er hliðhollur samfélagslegum lausnum og samfélagslegum rekstri. Ný samfélagsleg gildi Þau samfélagsgildi sem mest ber á taka til uppbyggingar stóru mála samfélagsins, en uppbygging auðlindasamfélags er í fullum gangi. Unga fólkið vill jafna skiptingu arðs af auðlindum og það vill líka aðra uppbyggingu atvinnuvega, einkum fjárfestingar í mannauðnum, sem hafa orðið undir hér á landi vegna ruðningsáhrifa rafmagnsframleiðslu og stóriðju. Unga fólkið veit að Ísland hefur einhverjar mestu þjóðartekjur á mann í heiminum en kaupmáttur hér á landi er helmingur af því sem hann er í nágrannaríkjunum og húsnæðis- og námskostnaður 2-10 sinnum meiri. Stjórnmálamenn sem víkja sér undan því að dreifa auðnum réttlátar, jafna kjörin og lækka húsnæðis- og námskostnað þurfa ekki að búast við stuðningi í nýja heiminum. Þá eru ónefnd þau gildi sem mest ber á sem er að mannleg framkoma og samfélagsleg nærfærni verði einnkenni stjórnmála. Það tekur ekki bara til lagasetningar gagnvart lágt launuðum kvennastéttum í verkfalli, heldur einnig til þess að stjórnmálin hlusti á skoðanakannanir og bregðist við þeim, verði við kvikum vilja almennings. Nýi heimurinn vill ný og samfélagslega miðaðri gildi á mörgum fleiri sviðum og má til dæmis nefna gegn spillingu og hagsmunapoti. Það kostar stjórnmálamenn ekkert að verða við því og því undarlegra er það að dæma þurfi stjórnarráðsmenn til þess að ráðherra segi af sér. Lokaorð Fjórflokkurinn á sér sennilega ekki viðreisnar von meðan hann starfar í gamla heiminum. Nema leiðtogar nýja heimsins misstígi sig alvarlega. Og spyrja má hvað þeir ætli að gera. Netið er vel fallið til að stofna til byltinga, en það hefur ekki skipulag og stofnanir. Því þaft unga fólkið að koma sér upp stjórnmálahreyfingum með sanngjörnu skipulagi og valddreifingu og byggja upp eigin stjórnmálastofnanir. Það þarf að leggja áherslu á hugmyndafræði, gildi og framtíðarsýn í stað útfærslna, en hið fyrrnefnda sameinar meðan margir smáflokkar hafa sannað að hið síðarnefnda gerir það ekki. Þá stendur nýi heimurinn frammi fyrir mörgum fleiri grundvallarspurningum svo sem hvort hann ætli að efla norræna stjórnkerfið okkar og byggja upp faglega stjórnsýslu, það er að segja breyta framkvæmd innan þess kerfis eða hvort hann ætli að veikja það eða fella og taka upp beint lýðræði.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar