Forstjóri ÁTVR áhyggjufullur: „Mörgum líður ekki vel“ ingvar haraldsson skrifar 4. júní 2015 10:45 Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, segir að sér hafi liðið eins og þriðja flokks borgara vegna umræðunnar um stofnunina í vetur. vísir/gva „Í vetur var umræðan um opinbera starfsmenn oft svo neikvæð að mér leið stundum eins og ég væri þriðja flokks borgari og hálfgerður baggi á þjóðfélaginu,“ segir Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR í ársskýrslu samtakanna á síðasta ári. „Veturinn var starfsfólki ÁTVR erfiður. Tíðarfarið var með eindæmum leiðinlegt og neikvæð umfjöllun um ríkisstarfsmenn var áberandi í fjölmiðlum. Upplifunin var þannig að ríkisstarfsmenn eiga helst að vera andlitslaus grár skari á lágum launum sem ekki má umbuna fyrir vel unnin störf og hvað þá fara á námskeið eða fá fræðslu til að efla sig í starfi. Auðvitað er samt ætlast til að þeir skili óaðfinnanlegu vinnuframlagi,“ bætir Ívar við.Frumvarp um afnám einkasölu verið starfsmönnum erfitt Þá hefur Ívar þungar áhyggjur af frumvarpi um afnám einkaleyfis ÁTVR á smásölu áfengis sem gæti haft í för með sér að stofnunin yrði lögð niður og starfsfólki hennar yrði sagt upp.Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins lagði í vetur fram frumvarp þar sem áfengissala yrði gefin frjáls.vísir/anton brink„Frumvarpið hefur valdið starfsfólki ÁTVR hugarangri því það gerir ráð fyrir að sala á öllu áfengi færist frá ÁTVR til einkaaðila, Vínbúðum ÁTVR verði lokað og flestu starfsfólki sagt upp störfum. Hjá ÁTVR starfa margir sem komnir eru yfir miðjan aldur og reynslan hefur sýnt að þessi hópur á erfitt uppdráttar á vinnumarkaðinum. Eðlilegt er að starfsfólk hafi áhyggjur þegar verið er að fjalla um lífsafkomu þess og mörgum líður ekki vel.“ Ekki viðskiptavinir sem biðja um breytingar Þá segir Ívar einnig að ÁTVR hafi enn og aftur fengið hæstu einkunn allra fyrirtækja hjá íslensku ánægjuvoginni eða 74,8 stig. „Greinilegt er að það eru ekki viðskiptavinir ÁTVR sem eru að biðja um breytingar á fyrirkomulagi áfengissölu. Þar eru einhverjir aðrir hagsmunir á ferðinni,“segir Ívar.Starfsmenn ÁTVR eru sagðir hafa þungar áhyggjur af áfengisfrumvarpi Vilhjálms Árnasonar.vísir/gvaÍvar segir að helstu áskoranir í rekstri ÁTVR felist í að tryggja áframhaldandi rekstur ÁTVR en slíkt sé í höndum Alþingis. „Í því sambandi er mikilvægt að koma upplýsingum um rekstur og starfsemi ÁTVR til alþingismanna þannig að þeir byggi ákvörðun sína um framtíð ÁTVR á áreiðanlegum og réttum upplýsingum,“ segir hann og bendir á að ÁTVR hafi þegar sent Allsherjar- og menntamálanefndar neikvæða umsögn um frumvarpið. „Nú benda skoðanakannanir eindregið til þess að almenningur sé andvígur málinu. Þegar stofnanir eins og Alþjóðaheilbrigðismála-stofnunin, WHO, Umboðsmaður barna, Landlæknir og félagasamtök á borð við Barnaheill, Læknafélag Íslands og félag lýðheilsufræðinga leggjast eindregið gegn breytingunni er eðlilegt að staldrað sé við og skoðað hvort það sé raunverulega samfélaginu til góðs að leggja niður ríkiseinkasölu á áfengi,“ segir Ívar. Alþingi Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
„Í vetur var umræðan um opinbera starfsmenn oft svo neikvæð að mér leið stundum eins og ég væri þriðja flokks borgari og hálfgerður baggi á þjóðfélaginu,“ segir Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR í ársskýrslu samtakanna á síðasta ári. „Veturinn var starfsfólki ÁTVR erfiður. Tíðarfarið var með eindæmum leiðinlegt og neikvæð umfjöllun um ríkisstarfsmenn var áberandi í fjölmiðlum. Upplifunin var þannig að ríkisstarfsmenn eiga helst að vera andlitslaus grár skari á lágum launum sem ekki má umbuna fyrir vel unnin störf og hvað þá fara á námskeið eða fá fræðslu til að efla sig í starfi. Auðvitað er samt ætlast til að þeir skili óaðfinnanlegu vinnuframlagi,“ bætir Ívar við.Frumvarp um afnám einkasölu verið starfsmönnum erfitt Þá hefur Ívar þungar áhyggjur af frumvarpi um afnám einkaleyfis ÁTVR á smásölu áfengis sem gæti haft í för með sér að stofnunin yrði lögð niður og starfsfólki hennar yrði sagt upp.Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins lagði í vetur fram frumvarp þar sem áfengissala yrði gefin frjáls.vísir/anton brink„Frumvarpið hefur valdið starfsfólki ÁTVR hugarangri því það gerir ráð fyrir að sala á öllu áfengi færist frá ÁTVR til einkaaðila, Vínbúðum ÁTVR verði lokað og flestu starfsfólki sagt upp störfum. Hjá ÁTVR starfa margir sem komnir eru yfir miðjan aldur og reynslan hefur sýnt að þessi hópur á erfitt uppdráttar á vinnumarkaðinum. Eðlilegt er að starfsfólk hafi áhyggjur þegar verið er að fjalla um lífsafkomu þess og mörgum líður ekki vel.“ Ekki viðskiptavinir sem biðja um breytingar Þá segir Ívar einnig að ÁTVR hafi enn og aftur fengið hæstu einkunn allra fyrirtækja hjá íslensku ánægjuvoginni eða 74,8 stig. „Greinilegt er að það eru ekki viðskiptavinir ÁTVR sem eru að biðja um breytingar á fyrirkomulagi áfengissölu. Þar eru einhverjir aðrir hagsmunir á ferðinni,“segir Ívar.Starfsmenn ÁTVR eru sagðir hafa þungar áhyggjur af áfengisfrumvarpi Vilhjálms Árnasonar.vísir/gvaÍvar segir að helstu áskoranir í rekstri ÁTVR felist í að tryggja áframhaldandi rekstur ÁTVR en slíkt sé í höndum Alþingis. „Í því sambandi er mikilvægt að koma upplýsingum um rekstur og starfsemi ÁTVR til alþingismanna þannig að þeir byggi ákvörðun sína um framtíð ÁTVR á áreiðanlegum og réttum upplýsingum,“ segir hann og bendir á að ÁTVR hafi þegar sent Allsherjar- og menntamálanefndar neikvæða umsögn um frumvarpið. „Nú benda skoðanakannanir eindregið til þess að almenningur sé andvígur málinu. Þegar stofnanir eins og Alþjóðaheilbrigðismála-stofnunin, WHO, Umboðsmaður barna, Landlæknir og félagasamtök á borð við Barnaheill, Læknafélag Íslands og félag lýðheilsufræðinga leggjast eindregið gegn breytingunni er eðlilegt að staldrað sé við og skoðað hvort það sé raunverulega samfélaginu til góðs að leggja niður ríkiseinkasölu á áfengi,“ segir Ívar.
Alþingi Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira