Fótbolti

Strákarnir æfðu í Dalnum | Myndir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Viðar Örn Kjartansson, Theodór Elmar Bjarnason, Birkir Bjarnason og Ragnar Sigurðsson sparka bolta á milli.
Viðar Örn Kjartansson, Theodór Elmar Bjarnason, Birkir Bjarnason og Ragnar Sigurðsson sparka bolta á milli. vísir/valli
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta æfðu á Laugardalsvelli í morgun, en undirbúningur er í fullum gangi fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékklandi á föstudagskvöldið.

Það var létt yfir mannskapnum, en fyrri hluti hópsins mætti klukkan 11.00 til að sinna fjölmiðlum í hálftíma áður en æfing hófst. Þeir sem „sluppu“ við viðtöl í dag verða svo til taks fyrir fjölmiðla á æfingu morgundagsins.

Ísland og Tékkland eru efstu liðin í 1. riðli undankeppninnar, en sigur hjá Tékkum fer langt með að gulltryggja liðið til Frakklands enda er það taplaust. Sigur Íslands kemur strákunum okkar í frábæra stöðu.

Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalnum í morgun og tók myndirnar sem sjá má hér að neðan.

Sjá einnig:

Alfreð:Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað

Ari Freyr með á æfingu:Átti ekki nógu gott tímabil

Eiður Smári:Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi

Rúrik:Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi

Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson ræða saman fyrir æfingu.vísir/valli
Jóhann Berg og Ragnar Sigurðsson setja á sig fúsur en Hallgrímur Jónasson og Elmar Bjarnason reima skó.vísir/valli
Rúnar Már Sigurjónsson, Sölvi Geir Ottesen og Birkir Már Sævarsson gefa á milli og Ari Freyr slæst í hópinn.vísir/valli
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar einbeittur á svip á meðan aðrir gera sig klára.vísir/valli
Gylfi Þór Sigurðsson kátur fyrir æfingu.vísir/valli
Emil Hallfreðsson er mættur eftir frábært tímabil á Ítalíu.vísir/valli
Allt að verða klárt.vísir/valli
Eiður Smári í viðtali.vísir/valli



Fleiri fréttir

Sjá meira


×