Hún er með Arnari Gunnlaugssyni sem kemur nýr inn í Pepsimörkin í sumar. Arnar þarf vart að kynna fyrir íslenskum knattspyrnuáhugamönnum. Fæddur markaskorari af Skaganum sem fór til Feyenoord og gerði það svo gott í enska boltanum.
Upphitunarþáttur Pepsimarkanna er á dagskrá á Stöð 2 Sport annað kvöld og deildin hefst síðan á sunnudag. Stöð 2 Sport mun sýna beint frá leik ÍA og Stjörnunnar á sunnudag og á mánudag er leikur KR og FH í beinni.
Líkt og í fyrri auglýsingum er húmorinn í fyrirrúmi í auglýsingunni.
Hana má sjá í spilaranum hér að ofan. Hér að neðan má svo sjá hinar auglýsingarnar sem eru þegar komnar í spilun.