Bjarki var næstum því farinn í Val áður en gullöld ÍA hófst Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2025 09:03 Guðjón Þórðarson ræðir við Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni. Sumarið 2009 lék Bjarki Gunnlaugsson einn leik með Val. Litlu munaði að hann færi til félagsins fyrir tímabilið 1991, þegar gullöld ÍA á 10. áratug síðustu aldar hófst, eftir að hafa lent upp á kant við Guðjón Þórðarson, nýráðinn þjálfara ÍA. Þetta kemur fram í Návígi, hlaðvarpi þar sem Gunnlaugur Jónsson nýtti efni sem komst ekki að í heimildaþáttaröðinni A&B, um tvíburana Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni. Í fyrsta þættinum sem kom út í dag rifjar Bjarki upp undirbúningstímabilið 1991, þegar hann var næstum því búinn að skipta um lið. „Milli míns og Guðjóns var ekkert sérstakt í byrjun. Það var mikið hæp í kringum mig og Arnar 1989 og svo kom 1990 þar sem lítið gekk þannig ég hafði engan húmor fyrir einhverju öðru en að vera aðalmaðurinn 1991. Svo byrjar undirbúningstímabilið og ég man að ég var ekkert inni í myndinni hjá Guðjóni í þessum innanhúsmótum. Í einu mótinu var ég ekki einu sinni í hóp,“ sagði Bjarki í Návígi. Klippa: Návígi - Bjarki næstum því farinn í Val Eftir þessa uppákomu kom Valur inn í myndina hjá Bjarka. „Þá talaði ég við góðan vin minn og fyrrverandi þjálfara, Matthías Hallgrímsson. Hann spilaði áður fyrir Val og setur í gang smá atburðarrás og allt í einu er ég mættur á æfingu hjá Val,“ sagði Bjarki. Var spenntur fyrir skiptum Á umræddri æfingu spilaði Valur leik við ÍR á gamla gervigrasvellinum í Laugardalnum. „Við unnum 3-1. Ég spilaði vel, var í tíunni og eftir æfinguna vilja þeir bara fá mig. Og ég var nokkuð spenntur fyrir þessu. Valur var hörkulið þá og ég var bara að fara að detta inn í tíuhlutverkið, mína uppáhalds stöðu,“ sagði Bjarki. „Þetta hafði verið okkar draumur frá því við vorum ungir. Við áttum að gera hlutina saman, fara út saman og spila landsleiki saman og koma Akranesi aftur á kortið saman þannig mér leið ekkert sérstaklega vel með þessa ákvörðun,“ sagði Arnar. NÁVÍGI Þáttur 1: Akranes Meðal efnis: Bikarúrslitaleikir sem lið ÍA fór í 1982-84 Pétur Péturs kemur heim 1986 aðeins 27 ára gamall Of mikið álag að byrja ungir að spila með meistaraflokk Danshópurinn HEMME tekur þátt í freestyle keppninni árið 1989 Einvígi ÍA og Feyenoord árið 1993 U2 tónleikar í Rotterdam Viðmælendur: Arnar og Bjarki, Sturlaugur Haraldsson, Lárus Orri Sigurðsson, Þórður Guðjónsson, Pétur Pétursson, Jón Gunnlaugsson, Gummi Ben, Willum Þór Þórsson, Guðmundur Hreiðarsson, Ríkharður Daðason, Hafþór Birgisson, Krissý Jónsdóttir, Elfa Sif Logadóttir, Rósant Birgisson, Rúnar Bjarnason, Arnar Jónsson og fleiri. Ekkert varð þó úr félagaskiptum Bjarka í Val. Hann lék með ÍA í næstefstu deild 1991 og varð svo Íslandsmeistari með liðinu árið eftir. Í kjölfarið fóru þeir Arnar út til Feyenoord í Hollandi. Hlusta má á brotið úr Návígi í spilaranum hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan má svo hlusta á allan þáttinn. Besta deild karla ÍA Valur Návígi Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Sjá meira
Þetta kemur fram í Návígi, hlaðvarpi þar sem Gunnlaugur Jónsson nýtti efni sem komst ekki að í heimildaþáttaröðinni A&B, um tvíburana Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni. Í fyrsta þættinum sem kom út í dag rifjar Bjarki upp undirbúningstímabilið 1991, þegar hann var næstum því búinn að skipta um lið. „Milli míns og Guðjóns var ekkert sérstakt í byrjun. Það var mikið hæp í kringum mig og Arnar 1989 og svo kom 1990 þar sem lítið gekk þannig ég hafði engan húmor fyrir einhverju öðru en að vera aðalmaðurinn 1991. Svo byrjar undirbúningstímabilið og ég man að ég var ekkert inni í myndinni hjá Guðjóni í þessum innanhúsmótum. Í einu mótinu var ég ekki einu sinni í hóp,“ sagði Bjarki í Návígi. Klippa: Návígi - Bjarki næstum því farinn í Val Eftir þessa uppákomu kom Valur inn í myndina hjá Bjarka. „Þá talaði ég við góðan vin minn og fyrrverandi þjálfara, Matthías Hallgrímsson. Hann spilaði áður fyrir Val og setur í gang smá atburðarrás og allt í einu er ég mættur á æfingu hjá Val,“ sagði Bjarki. Var spenntur fyrir skiptum Á umræddri æfingu spilaði Valur leik við ÍR á gamla gervigrasvellinum í Laugardalnum. „Við unnum 3-1. Ég spilaði vel, var í tíunni og eftir æfinguna vilja þeir bara fá mig. Og ég var nokkuð spenntur fyrir þessu. Valur var hörkulið þá og ég var bara að fara að detta inn í tíuhlutverkið, mína uppáhalds stöðu,“ sagði Bjarki. „Þetta hafði verið okkar draumur frá því við vorum ungir. Við áttum að gera hlutina saman, fara út saman og spila landsleiki saman og koma Akranesi aftur á kortið saman þannig mér leið ekkert sérstaklega vel með þessa ákvörðun,“ sagði Arnar. NÁVÍGI Þáttur 1: Akranes Meðal efnis: Bikarúrslitaleikir sem lið ÍA fór í 1982-84 Pétur Péturs kemur heim 1986 aðeins 27 ára gamall Of mikið álag að byrja ungir að spila með meistaraflokk Danshópurinn HEMME tekur þátt í freestyle keppninni árið 1989 Einvígi ÍA og Feyenoord árið 1993 U2 tónleikar í Rotterdam Viðmælendur: Arnar og Bjarki, Sturlaugur Haraldsson, Lárus Orri Sigurðsson, Þórður Guðjónsson, Pétur Pétursson, Jón Gunnlaugsson, Gummi Ben, Willum Þór Þórsson, Guðmundur Hreiðarsson, Ríkharður Daðason, Hafþór Birgisson, Krissý Jónsdóttir, Elfa Sif Logadóttir, Rósant Birgisson, Rúnar Bjarnason, Arnar Jónsson og fleiri. Ekkert varð þó úr félagaskiptum Bjarka í Val. Hann lék með ÍA í næstefstu deild 1991 og varð svo Íslandsmeistari með liðinu árið eftir. Í kjölfarið fóru þeir Arnar út til Feyenoord í Hollandi. Hlusta má á brotið úr Návígi í spilaranum hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan má svo hlusta á allan þáttinn.
NÁVÍGI Þáttur 1: Akranes Meðal efnis: Bikarúrslitaleikir sem lið ÍA fór í 1982-84 Pétur Péturs kemur heim 1986 aðeins 27 ára gamall Of mikið álag að byrja ungir að spila með meistaraflokk Danshópurinn HEMME tekur þátt í freestyle keppninni árið 1989 Einvígi ÍA og Feyenoord árið 1993 U2 tónleikar í Rotterdam Viðmælendur: Arnar og Bjarki, Sturlaugur Haraldsson, Lárus Orri Sigurðsson, Þórður Guðjónsson, Pétur Pétursson, Jón Gunnlaugsson, Gummi Ben, Willum Þór Þórsson, Guðmundur Hreiðarsson, Ríkharður Daðason, Hafþór Birgisson, Krissý Jónsdóttir, Elfa Sif Logadóttir, Rósant Birgisson, Rúnar Bjarnason, Arnar Jónsson og fleiri.
Besta deild karla ÍA Valur Návígi Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Sjá meira