Bjarki var næstum því farinn í Val áður en gullöld ÍA hófst Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2025 09:03 Guðjón Þórðarson ræðir við Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni. Sumarið 2009 lék Bjarki Gunnlaugsson einn leik með Val. Litlu munaði að hann færi til félagsins fyrir tímabilið 1991, þegar gullöld ÍA á 10. áratug síðustu aldar hófst, eftir að hafa lent upp á kant við Guðjón Þórðarson, nýráðinn þjálfara ÍA. Þetta kemur fram í Návígi, hlaðvarpi þar sem Gunnlaugur Jónsson nýtti efni sem komst ekki að í heimildaþáttaröðinni A&B, um tvíburana Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni. Í fyrsta þættinum sem kom út í dag rifjar Bjarki upp undirbúningstímabilið 1991, þegar hann var næstum því búinn að skipta um lið. „Milli míns og Guðjóns var ekkert sérstakt í byrjun. Það var mikið hæp í kringum mig og Arnar 1989 og svo kom 1990 þar sem lítið gekk þannig ég hafði engan húmor fyrir einhverju öðru en að vera aðalmaðurinn 1991. Svo byrjar undirbúningstímabilið og ég man að ég var ekkert inni í myndinni hjá Guðjóni í þessum innanhúsmótum. Í einu mótinu var ég ekki einu sinni í hóp,“ sagði Bjarki í Návígi. Klippa: Návígi - Bjarki næstum því farinn í Val Eftir þessa uppákomu kom Valur inn í myndina hjá Bjarka. „Þá talaði ég við góðan vin minn og fyrrverandi þjálfara, Matthías Hallgrímsson. Hann spilaði áður fyrir Val og setur í gang smá atburðarrás og allt í einu er ég mættur á æfingu hjá Val,“ sagði Bjarki. Var spenntur fyrir skiptum Á umræddri æfingu spilaði Valur leik við ÍR á gamla gervigrasvellinum í Laugardalnum. „Við unnum 3-1. Ég spilaði vel, var í tíunni og eftir æfinguna vilja þeir bara fá mig. Og ég var nokkuð spenntur fyrir þessu. Valur var hörkulið þá og ég var bara að fara að detta inn í tíuhlutverkið, mína uppáhalds stöðu,“ sagði Bjarki. „Þetta hafði verið okkar draumur frá því við vorum ungir. Við áttum að gera hlutina saman, fara út saman og spila landsleiki saman og koma Akranesi aftur á kortið saman þannig mér leið ekkert sérstaklega vel með þessa ákvörðun,“ sagði Arnar. NÁVÍGI Þáttur 1: Akranes Meðal efnis: Bikarúrslitaleikir sem lið ÍA fór í 1982-84 Pétur Péturs kemur heim 1986 aðeins 27 ára gamall Of mikið álag að byrja ungir að spila með meistaraflokk Danshópurinn HEMME tekur þátt í freestyle keppninni árið 1989 Einvígi ÍA og Feyenoord árið 1993 U2 tónleikar í Rotterdam Viðmælendur: Arnar og Bjarki, Sturlaugur Haraldsson, Lárus Orri Sigurðsson, Þórður Guðjónsson, Pétur Pétursson, Jón Gunnlaugsson, Gummi Ben, Willum Þór Þórsson, Guðmundur Hreiðarsson, Ríkharður Daðason, Hafþór Birgisson, Krissý Jónsdóttir, Elfa Sif Logadóttir, Rósant Birgisson, Rúnar Bjarnason, Arnar Jónsson og fleiri. Ekkert varð þó úr félagaskiptum Bjarka í Val. Hann lék með ÍA í næstefstu deild 1991 og varð svo Íslandsmeistari með liðinu árið eftir. Í kjölfarið fóru þeir Arnar út til Feyenoord í Hollandi. Hlusta má á brotið úr Návígi í spilaranum hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan má svo hlusta á allan þáttinn. Besta deild karla ÍA Valur Návígi Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Semenya hættir baráttu sinni Sport Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Þetta kemur fram í Návígi, hlaðvarpi þar sem Gunnlaugur Jónsson nýtti efni sem komst ekki að í heimildaþáttaröðinni A&B, um tvíburana Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni. Í fyrsta þættinum sem kom út í dag rifjar Bjarki upp undirbúningstímabilið 1991, þegar hann var næstum því búinn að skipta um lið. „Milli míns og Guðjóns var ekkert sérstakt í byrjun. Það var mikið hæp í kringum mig og Arnar 1989 og svo kom 1990 þar sem lítið gekk þannig ég hafði engan húmor fyrir einhverju öðru en að vera aðalmaðurinn 1991. Svo byrjar undirbúningstímabilið og ég man að ég var ekkert inni í myndinni hjá Guðjóni í þessum innanhúsmótum. Í einu mótinu var ég ekki einu sinni í hóp,“ sagði Bjarki í Návígi. Klippa: Návígi - Bjarki næstum því farinn í Val Eftir þessa uppákomu kom Valur inn í myndina hjá Bjarka. „Þá talaði ég við góðan vin minn og fyrrverandi þjálfara, Matthías Hallgrímsson. Hann spilaði áður fyrir Val og setur í gang smá atburðarrás og allt í einu er ég mættur á æfingu hjá Val,“ sagði Bjarki. Var spenntur fyrir skiptum Á umræddri æfingu spilaði Valur leik við ÍR á gamla gervigrasvellinum í Laugardalnum. „Við unnum 3-1. Ég spilaði vel, var í tíunni og eftir æfinguna vilja þeir bara fá mig. Og ég var nokkuð spenntur fyrir þessu. Valur var hörkulið þá og ég var bara að fara að detta inn í tíuhlutverkið, mína uppáhalds stöðu,“ sagði Bjarki. „Þetta hafði verið okkar draumur frá því við vorum ungir. Við áttum að gera hlutina saman, fara út saman og spila landsleiki saman og koma Akranesi aftur á kortið saman þannig mér leið ekkert sérstaklega vel með þessa ákvörðun,“ sagði Arnar. NÁVÍGI Þáttur 1: Akranes Meðal efnis: Bikarúrslitaleikir sem lið ÍA fór í 1982-84 Pétur Péturs kemur heim 1986 aðeins 27 ára gamall Of mikið álag að byrja ungir að spila með meistaraflokk Danshópurinn HEMME tekur þátt í freestyle keppninni árið 1989 Einvígi ÍA og Feyenoord árið 1993 U2 tónleikar í Rotterdam Viðmælendur: Arnar og Bjarki, Sturlaugur Haraldsson, Lárus Orri Sigurðsson, Þórður Guðjónsson, Pétur Pétursson, Jón Gunnlaugsson, Gummi Ben, Willum Þór Þórsson, Guðmundur Hreiðarsson, Ríkharður Daðason, Hafþór Birgisson, Krissý Jónsdóttir, Elfa Sif Logadóttir, Rósant Birgisson, Rúnar Bjarnason, Arnar Jónsson og fleiri. Ekkert varð þó úr félagaskiptum Bjarka í Val. Hann lék með ÍA í næstefstu deild 1991 og varð svo Íslandsmeistari með liðinu árið eftir. Í kjölfarið fóru þeir Arnar út til Feyenoord í Hollandi. Hlusta má á brotið úr Návígi í spilaranum hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan má svo hlusta á allan þáttinn.
NÁVÍGI Þáttur 1: Akranes Meðal efnis: Bikarúrslitaleikir sem lið ÍA fór í 1982-84 Pétur Péturs kemur heim 1986 aðeins 27 ára gamall Of mikið álag að byrja ungir að spila með meistaraflokk Danshópurinn HEMME tekur þátt í freestyle keppninni árið 1989 Einvígi ÍA og Feyenoord árið 1993 U2 tónleikar í Rotterdam Viðmælendur: Arnar og Bjarki, Sturlaugur Haraldsson, Lárus Orri Sigurðsson, Þórður Guðjónsson, Pétur Pétursson, Jón Gunnlaugsson, Gummi Ben, Willum Þór Þórsson, Guðmundur Hreiðarsson, Ríkharður Daðason, Hafþór Birgisson, Krissý Jónsdóttir, Elfa Sif Logadóttir, Rósant Birgisson, Rúnar Bjarnason, Arnar Jónsson og fleiri.
Besta deild karla ÍA Valur Návígi Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Semenya hættir baráttu sinni Sport Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira