Öll mörkin í Bestu: Stjarnan tætti KR í sig og ÍA valtaði yfir Blika Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2025 08:39 Örvar Eggertsson skoraði fjórða mark Stjörnunnar gegn KR í gærkvöld. Stöð 2 Sport Víkingar eru með fjögurra stiga forskot á toppi Bestu deildar karla í fótbolta með 20 stig eftir sigur sinn gegn Vestra í gær, þegar níunda umferðin var öll leikin. Vestri og Breiðablik koma í næstum sætum og Valur er í 4. sæti með 15 stig eftir að hafa orðið fyrsta liðið til að fagna sigri í Mosfellsbæ í sumar. Í lokaleik gærdagsins komst Stjarnan í 3-0 á fyrstu ellefu mínútum leiksins, með mörkum Emils Atlasonar, Alex Þórs Haukssonar og Benedikts Warén. Aron Sigurðarson minnkaði muninn rétt fyrir hálfleik en Örvar Eggertsson komst svo einn gegn markverði og jók muninn í 4-1 snemma í seinni hálfleik. Hjalti Sigurðsson klóraði í bakkann fyrir KR í uppbótartíma Í toppslagnum á Ísafirði kom eina markið í fyrri hálfleik, úr vítaspyrnu Viktors Örlygs Andrasonar, sem Tarik Ibrahimagic krækti í gegn sínum gömlu samherjum. Valur fékk einnig vítaspyrnu, í Mosfellsbæ, sem Patrick Pedersen skoraði úr og Aron Jóhannsson bætti við seinna markinu fyrir hálfleik. Þetta var fyrsta tap nýliðanna í Aftureldingu á heimavelli í sumar. Í Úlfarsárdal fagnaði KA afar sætum sigri gegn Fram, 2-1, þar sem Færeyingurinn Jóan Símun Edmundsson reyndist hetjan en hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Vuk Oskar Dimitrijevic hafði komið Fram yfir en Ásgeir Sigurgeirsson jafnað rétt fyrir hálfleik. ÍBV vann dísætan sigur á FH á grasinu á Þórsvelli í Eyjum. Úlfur Ágúst Björnsson skoraði mark FH af löngu færi, eftir mistök markvarðarins Marcels Zayptowski. Hermann Þór Ragnarsson jafnaði metin með langþráðu marki fyrir ÍBV og í uppbótartíma náði Sverrir Páll Hjaltested að skora sigurmark Eyjamanna. Skagamenn gerðu sér svo lítið fyrir og skelltu Breiðabliki á Kópavogsvelli, 4-1. Þeir komust í 3-0 með mörkum á ellefu mínútna kafla um miðjan fyrri hálfleik, frá Erik Tobias Sandberg, Ómari Birni Stefánssyni og Viktori Jónssyni, áður en Tobias Thomsen minnkaði muninn úr víti. Manni fleiri eftir rautt spjald Arnórs Gauta Jónssonar á 69. mínútu innsiglaði ÍA sigurinn í lokin með marki Gísla Laxdal Unnarssonar. Besta deild karla Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Í lokaleik gærdagsins komst Stjarnan í 3-0 á fyrstu ellefu mínútum leiksins, með mörkum Emils Atlasonar, Alex Þórs Haukssonar og Benedikts Warén. Aron Sigurðarson minnkaði muninn rétt fyrir hálfleik en Örvar Eggertsson komst svo einn gegn markverði og jók muninn í 4-1 snemma í seinni hálfleik. Hjalti Sigurðsson klóraði í bakkann fyrir KR í uppbótartíma Í toppslagnum á Ísafirði kom eina markið í fyrri hálfleik, úr vítaspyrnu Viktors Örlygs Andrasonar, sem Tarik Ibrahimagic krækti í gegn sínum gömlu samherjum. Valur fékk einnig vítaspyrnu, í Mosfellsbæ, sem Patrick Pedersen skoraði úr og Aron Jóhannsson bætti við seinna markinu fyrir hálfleik. Þetta var fyrsta tap nýliðanna í Aftureldingu á heimavelli í sumar. Í Úlfarsárdal fagnaði KA afar sætum sigri gegn Fram, 2-1, þar sem Færeyingurinn Jóan Símun Edmundsson reyndist hetjan en hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Vuk Oskar Dimitrijevic hafði komið Fram yfir en Ásgeir Sigurgeirsson jafnað rétt fyrir hálfleik. ÍBV vann dísætan sigur á FH á grasinu á Þórsvelli í Eyjum. Úlfur Ágúst Björnsson skoraði mark FH af löngu færi, eftir mistök markvarðarins Marcels Zayptowski. Hermann Þór Ragnarsson jafnaði metin með langþráðu marki fyrir ÍBV og í uppbótartíma náði Sverrir Páll Hjaltested að skora sigurmark Eyjamanna. Skagamenn gerðu sér svo lítið fyrir og skelltu Breiðabliki á Kópavogsvelli, 4-1. Þeir komust í 3-0 með mörkum á ellefu mínútna kafla um miðjan fyrri hálfleik, frá Erik Tobias Sandberg, Ómari Birni Stefánssyni og Viktori Jónssyni, áður en Tobias Thomsen minnkaði muninn úr víti. Manni fleiri eftir rautt spjald Arnórs Gauta Jónssonar á 69. mínútu innsiglaði ÍA sigurinn í lokin með marki Gísla Laxdal Unnarssonar.
Besta deild karla Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira