Öll mörkin í Bestu: Stjarnan tætti KR í sig og ÍA valtaði yfir Blika Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2025 08:39 Örvar Eggertsson skoraði fjórða mark Stjörnunnar gegn KR í gærkvöld. Stöð 2 Sport Víkingar eru með fjögurra stiga forskot á toppi Bestu deildar karla í fótbolta með 20 stig eftir sigur sinn gegn Vestra í gær, þegar níunda umferðin var öll leikin. Vestri og Breiðablik koma í næstum sætum og Valur er í 4. sæti með 15 stig eftir að hafa orðið fyrsta liðið til að fagna sigri í Mosfellsbæ í sumar. Í lokaleik gærdagsins komst Stjarnan í 3-0 á fyrstu ellefu mínútum leiksins, með mörkum Emils Atlasonar, Alex Þórs Haukssonar og Benedikts Warén. Aron Sigurðarson minnkaði muninn rétt fyrir hálfleik en Örvar Eggertsson komst svo einn gegn markverði og jók muninn í 4-1 snemma í seinni hálfleik. Hjalti Sigurðsson klóraði í bakkann fyrir KR í uppbótartíma Í toppslagnum á Ísafirði kom eina markið í fyrri hálfleik, úr vítaspyrnu Viktors Örlygs Andrasonar, sem Tarik Ibrahimagic krækti í gegn sínum gömlu samherjum. Valur fékk einnig vítaspyrnu, í Mosfellsbæ, sem Patrick Pedersen skoraði úr og Aron Jóhannsson bætti við seinna markinu fyrir hálfleik. Þetta var fyrsta tap nýliðanna í Aftureldingu á heimavelli í sumar. Í Úlfarsárdal fagnaði KA afar sætum sigri gegn Fram, 2-1, þar sem Færeyingurinn Jóan Símun Edmundsson reyndist hetjan en hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Vuk Oskar Dimitrijevic hafði komið Fram yfir en Ásgeir Sigurgeirsson jafnað rétt fyrir hálfleik. ÍBV vann dísætan sigur á FH á grasinu á Þórsvelli í Eyjum. Úlfur Ágúst Björnsson skoraði mark FH af löngu færi, eftir mistök markvarðarins Marcels Zayptowski. Hermann Þór Ragnarsson jafnaði metin með langþráðu marki fyrir ÍBV og í uppbótartíma náði Sverrir Páll Hjaltested að skora sigurmark Eyjamanna. Skagamenn gerðu sér svo lítið fyrir og skelltu Breiðabliki á Kópavogsvelli, 4-1. Þeir komust í 3-0 með mörkum á ellefu mínútna kafla um miðjan fyrri hálfleik, frá Erik Tobias Sandberg, Ómari Birni Stefánssyni og Viktori Jónssyni, áður en Tobias Thomsen minnkaði muninn úr víti. Manni fleiri eftir rautt spjald Arnórs Gauta Jónssonar á 69. mínútu innsiglaði ÍA sigurinn í lokin með marki Gísla Laxdal Unnarssonar. Besta deild karla Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Í lokaleik gærdagsins komst Stjarnan í 3-0 á fyrstu ellefu mínútum leiksins, með mörkum Emils Atlasonar, Alex Þórs Haukssonar og Benedikts Warén. Aron Sigurðarson minnkaði muninn rétt fyrir hálfleik en Örvar Eggertsson komst svo einn gegn markverði og jók muninn í 4-1 snemma í seinni hálfleik. Hjalti Sigurðsson klóraði í bakkann fyrir KR í uppbótartíma Í toppslagnum á Ísafirði kom eina markið í fyrri hálfleik, úr vítaspyrnu Viktors Örlygs Andrasonar, sem Tarik Ibrahimagic krækti í gegn sínum gömlu samherjum. Valur fékk einnig vítaspyrnu, í Mosfellsbæ, sem Patrick Pedersen skoraði úr og Aron Jóhannsson bætti við seinna markinu fyrir hálfleik. Þetta var fyrsta tap nýliðanna í Aftureldingu á heimavelli í sumar. Í Úlfarsárdal fagnaði KA afar sætum sigri gegn Fram, 2-1, þar sem Færeyingurinn Jóan Símun Edmundsson reyndist hetjan en hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Vuk Oskar Dimitrijevic hafði komið Fram yfir en Ásgeir Sigurgeirsson jafnað rétt fyrir hálfleik. ÍBV vann dísætan sigur á FH á grasinu á Þórsvelli í Eyjum. Úlfur Ágúst Björnsson skoraði mark FH af löngu færi, eftir mistök markvarðarins Marcels Zayptowski. Hermann Þór Ragnarsson jafnaði metin með langþráðu marki fyrir ÍBV og í uppbótartíma náði Sverrir Páll Hjaltested að skora sigurmark Eyjamanna. Skagamenn gerðu sér svo lítið fyrir og skelltu Breiðabliki á Kópavogsvelli, 4-1. Þeir komust í 3-0 með mörkum á ellefu mínútna kafla um miðjan fyrri hálfleik, frá Erik Tobias Sandberg, Ómari Birni Stefánssyni og Viktori Jónssyni, áður en Tobias Thomsen minnkaði muninn úr víti. Manni fleiri eftir rautt spjald Arnórs Gauta Jónssonar á 69. mínútu innsiglaði ÍA sigurinn í lokin með marki Gísla Laxdal Unnarssonar.
Besta deild karla Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira