Lamine Yamal segir leikinn geta ráðið úrslitum í baráttunni um Gullknöttinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2025 22:01 Lamine Yamal með spænska meistarabikarinn sem hann vann með Barcelona á dögunum. Getty/ Florencia Tan Jun Hinn sautján ára gamli Lamine Yamal er óhræddur að setja aðeins meira á vogarskálarnar fyrir undanúrslitaleik Spánverjar og Frakka í Þjóðadeildinni í vikunni. Táningurinn segir að þessi leikur gæti ekki aðeins skilað landsliðinu sæti í úrslitaleiknum heldur gætu úrslitin einnig ráðið miklu í baráttunni um Gullknöttinn. Ousmane Dembélé leikur með franska landsliðinu en hann vann Meistaradeildina með Paris Saint Germain um síðustu helgi og var kosin besti leikmaður Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Flestir eru á því að Dembélé og Yamal séu líklegastir til að fá Gullknöttinn sem besti knattspyrnumaður heims árið 2025. „Hvernig ætlar þú að kjósa? Besta leikmann tímabilsins eða þann sem vinnur leikinn á fimmtudaginn?,“ spurði Lamine Yamal til baka í viðtali við Cope þegar hann var spurður út í mögulegt einvígi hans og Dembélé um Gullknöttinn. „Að mínu mati ætti það að vera besti leikmaðurinn á öllu tímabilinu en allir sjá þetta með sínum augum. Ég er sannfærður um að við vinnum á fimmtudaginn en hvort sem við vinnum eða ekki þá myndi ég kjósa besta leikmanninn á öllu tímabilinu,“ sagði Yamal. „Ef leikurinn á fimmtudaginn fer ekki eins og ég eða Dembélé vonumst til, hvern ætlar þú þá að kjósa? Þann sem er að spila í úrslitaleiknum á sunnudaginn? Þetta ætti að vera spurning um allt tímabilið en ef fólk vill setja allt undir á fimmtudaginn, þá er ég klár í slaginn,“ sagði Yamal. Yamal hefur skorað átján mörk og lagt upp 25 til viðbótar í 55 leikjum með Barcelona í öllum keppnum á tímabilinu. Barcelona vann þrjá titla á tímabilinu. Yamal segir Gullknöttinn ekki vera efstan á óskalistanum sinum heldur hafi hann sett stefnuna að vinna Meistaradeildina með Barcelona og heimsmeistaratitilinn með Spáni á árinu 2026. „Ég er ekki að hugsa um Gullknöttinn eða hvort ég vinn hann eða vinn hann ekki. Ég held að það endi bara illa þegar þér finnst þú þurfa að vinna Gullknöttinn eða að þú verðir að vinna hann. Þetta á að snúast um að spila leikinn og vinna leiki. Takist það þá fylgir hitt bara í kjölfarið. Ef ég vinn Meistaradeildina eða heimsmeistaramótið á næsta ári með liðunum mínum þá kemur hitt,“ sagði Yamal. Spænski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sjá meira
Táningurinn segir að þessi leikur gæti ekki aðeins skilað landsliðinu sæti í úrslitaleiknum heldur gætu úrslitin einnig ráðið miklu í baráttunni um Gullknöttinn. Ousmane Dembélé leikur með franska landsliðinu en hann vann Meistaradeildina með Paris Saint Germain um síðustu helgi og var kosin besti leikmaður Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Flestir eru á því að Dembélé og Yamal séu líklegastir til að fá Gullknöttinn sem besti knattspyrnumaður heims árið 2025. „Hvernig ætlar þú að kjósa? Besta leikmann tímabilsins eða þann sem vinnur leikinn á fimmtudaginn?,“ spurði Lamine Yamal til baka í viðtali við Cope þegar hann var spurður út í mögulegt einvígi hans og Dembélé um Gullknöttinn. „Að mínu mati ætti það að vera besti leikmaðurinn á öllu tímabilinu en allir sjá þetta með sínum augum. Ég er sannfærður um að við vinnum á fimmtudaginn en hvort sem við vinnum eða ekki þá myndi ég kjósa besta leikmanninn á öllu tímabilinu,“ sagði Yamal. „Ef leikurinn á fimmtudaginn fer ekki eins og ég eða Dembélé vonumst til, hvern ætlar þú þá að kjósa? Þann sem er að spila í úrslitaleiknum á sunnudaginn? Þetta ætti að vera spurning um allt tímabilið en ef fólk vill setja allt undir á fimmtudaginn, þá er ég klár í slaginn,“ sagði Yamal. Yamal hefur skorað átján mörk og lagt upp 25 til viðbótar í 55 leikjum með Barcelona í öllum keppnum á tímabilinu. Barcelona vann þrjá titla á tímabilinu. Yamal segir Gullknöttinn ekki vera efstan á óskalistanum sinum heldur hafi hann sett stefnuna að vinna Meistaradeildina með Barcelona og heimsmeistaratitilinn með Spáni á árinu 2026. „Ég er ekki að hugsa um Gullknöttinn eða hvort ég vinn hann eða vinn hann ekki. Ég held að það endi bara illa þegar þér finnst þú þurfa að vinna Gullknöttinn eða að þú verðir að vinna hann. Þetta á að snúast um að spila leikinn og vinna leiki. Takist það þá fylgir hitt bara í kjölfarið. Ef ég vinn Meistaradeildina eða heimsmeistaramótið á næsta ári með liðunum mínum þá kemur hitt,“ sagði Yamal.
Spænski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sjá meira