Ætlar enginn að hugsa um börnin? Inga Björk Bjarnadóttir skrifar 3. apríl 2015 16:08 Í gær, 2. apríl, birtist aðsend grein eftir Kolbrúnu Baldursdóttur þar sem hún biður stjórnmálaflokka um að „láta unglingana í friði“, eins og hún kemst að orði. Greinin er skrifuð í kjölfar umfjöllunar um frumvarp Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um lækkun kosningaaldurs í 16 ár.Frumvarp Samfylkingarinnar og VG miðar að því að auka lýðræðisþátttöku ungs fólks. Það er staðreynd að kosningaþátttaka ungs fólks er afar lítil hér á landi sem og um alla Evrópu, en þar telja margir að lækkun kosningaaldurs geti haft jákvæð áhrif. Árið 2011 samþykkti þing Evrópuráðsins ályktun um að stuðla að aukinni lýðræðisþátttöku ungs fólks, m.a. með því að lækka kosningaaldur í 16 ár. Nokkur Evrópulönd hafa stigið skref í þessa átt, t.d. Austurríki, þar sem kosningaaldurinn hefur þegar verið lækkaður. Ungmenni yfir 16 ára aldri hafa mátt kjósa í héraðs- og sveitarstjórnarkosningum víða í Evrópu og í þjóðaratkvæðagreiðslunni um sjálfstætt Skotland. Við sjáum á þessu að þróunin í Evrópu stefnir í átt að lækkun kosningaaldurs og því aðeins spurning hvort Ísland ætlar að vera í forystuhlutverki varðandi lýðræðiseflingu ungs fólks eða hvort sitja eigi eftir.Kolbrún segir að nóg sé á ungmenni lagt án þess að þau „séu ekki líka krafin um pólitíska afstöðu og trúnað við stjórnmálaafl.“ Hún lítur fram hjá þeirri staðreynd að ungmenni á aldrinum 16-18 ára geta skráð sig í stjórnmálaflokka og taka mörg hver virkan þátt í ungliðahreyfingum þeirra. Þar að auki eru mörg 16-18 ára ungmenni í vinnu og greiða skatt af launum sínum. Er ekki ólýðræðislegt að fólk sem greiðir til samfélagsins fái ekki að hafa nein áhrif á það hvernig fjármunum ríkisins er varið?Mikilvægt er að endurskoða afstöðu samfélagsins til stjórnmála. Viðhorfið sem endurspeglast í grein Kolbrúnar er kannski það sem letur ungt fólk til þess að kjósa. Stjórnmál eru ekki eitthvað sem samfélagið þarf að vernda ungmenni fyrir, því í grunninn snúast þau um að vinna að lausnum til þess að bæta samfélagið. Ungt fólk, sem síðar mun taka við þessu landi, á þvert á móti að vera í forystu í stjórnmálastarfi.Það er ekki aðeins yfirlætisfullt, heldur beinlínis skaðlegt að áætla að ungmenni á aldrinum 16-18 ára hafi ekki „leitt hugann að stjórnmálum yfir höfuð hvað þá myndað sér skoðanir í þeim efnum“. Það þarf ekki annað en að fylgjast með ungu fólki á samfélagsmiðlum og í fréttum til að sjá að þetta er ekki reyndin. Ungt fólk tekur mikinn þátt í umræðunni um betra samfélag, þótt ekki allir veiti því eftirtekt. Getur nokkuð verið að ástæðan fyrir lélegri kosningaþátttöku sé kannski frekar áhrifaleysi; að ungt fólk upplifi sig án raddar, frekar en að það hafi ekkert til málanna að leggja?Í lýðræðissamfélagi hlýtur að teljast afar mikilvægt að ungt fólk sé undirbúið til þess að verða ábyrgir og virkir borgarar. Það gerum við ekki með því að halda stjórnmálum frá ungu fólki og gera lítið úr skoðunum þeirra. Fögnum áhuga ungs fólks og veitum þeim tækifæri til þess að hafa áhrif á samfélagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í gær, 2. apríl, birtist aðsend grein eftir Kolbrúnu Baldursdóttur þar sem hún biður stjórnmálaflokka um að „láta unglingana í friði“, eins og hún kemst að orði. Greinin er skrifuð í kjölfar umfjöllunar um frumvarp Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um lækkun kosningaaldurs í 16 ár.Frumvarp Samfylkingarinnar og VG miðar að því að auka lýðræðisþátttöku ungs fólks. Það er staðreynd að kosningaþátttaka ungs fólks er afar lítil hér á landi sem og um alla Evrópu, en þar telja margir að lækkun kosningaaldurs geti haft jákvæð áhrif. Árið 2011 samþykkti þing Evrópuráðsins ályktun um að stuðla að aukinni lýðræðisþátttöku ungs fólks, m.a. með því að lækka kosningaaldur í 16 ár. Nokkur Evrópulönd hafa stigið skref í þessa átt, t.d. Austurríki, þar sem kosningaaldurinn hefur þegar verið lækkaður. Ungmenni yfir 16 ára aldri hafa mátt kjósa í héraðs- og sveitarstjórnarkosningum víða í Evrópu og í þjóðaratkvæðagreiðslunni um sjálfstætt Skotland. Við sjáum á þessu að þróunin í Evrópu stefnir í átt að lækkun kosningaaldurs og því aðeins spurning hvort Ísland ætlar að vera í forystuhlutverki varðandi lýðræðiseflingu ungs fólks eða hvort sitja eigi eftir.Kolbrún segir að nóg sé á ungmenni lagt án þess að þau „séu ekki líka krafin um pólitíska afstöðu og trúnað við stjórnmálaafl.“ Hún lítur fram hjá þeirri staðreynd að ungmenni á aldrinum 16-18 ára geta skráð sig í stjórnmálaflokka og taka mörg hver virkan þátt í ungliðahreyfingum þeirra. Þar að auki eru mörg 16-18 ára ungmenni í vinnu og greiða skatt af launum sínum. Er ekki ólýðræðislegt að fólk sem greiðir til samfélagsins fái ekki að hafa nein áhrif á það hvernig fjármunum ríkisins er varið?Mikilvægt er að endurskoða afstöðu samfélagsins til stjórnmála. Viðhorfið sem endurspeglast í grein Kolbrúnar er kannski það sem letur ungt fólk til þess að kjósa. Stjórnmál eru ekki eitthvað sem samfélagið þarf að vernda ungmenni fyrir, því í grunninn snúast þau um að vinna að lausnum til þess að bæta samfélagið. Ungt fólk, sem síðar mun taka við þessu landi, á þvert á móti að vera í forystu í stjórnmálastarfi.Það er ekki aðeins yfirlætisfullt, heldur beinlínis skaðlegt að áætla að ungmenni á aldrinum 16-18 ára hafi ekki „leitt hugann að stjórnmálum yfir höfuð hvað þá myndað sér skoðanir í þeim efnum“. Það þarf ekki annað en að fylgjast með ungu fólki á samfélagsmiðlum og í fréttum til að sjá að þetta er ekki reyndin. Ungt fólk tekur mikinn þátt í umræðunni um betra samfélag, þótt ekki allir veiti því eftirtekt. Getur nokkuð verið að ástæðan fyrir lélegri kosningaþátttöku sé kannski frekar áhrifaleysi; að ungt fólk upplifi sig án raddar, frekar en að það hafi ekkert til málanna að leggja?Í lýðræðissamfélagi hlýtur að teljast afar mikilvægt að ungt fólk sé undirbúið til þess að verða ábyrgir og virkir borgarar. Það gerum við ekki með því að halda stjórnmálum frá ungu fólki og gera lítið úr skoðunum þeirra. Fögnum áhuga ungs fólks og veitum þeim tækifæri til þess að hafa áhrif á samfélagið.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun