Ekki tekst að ljúka kostnaðarmati fyrr en í fyrsta lagi um miðjan apríl Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. apríl 2015 15:24 Ekki tókst að afgreiða tvö lagafrumvörp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, á sviði húsnæðismála á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag þar sem ekki lá fyrir kostnaðarmat frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Ekki tekst að ljúka kostnaðarmatinu fyrr en í fyrsta lagi um miðjan apríl. Annars vegar er um að ræða frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðismá þar sem lagt er til að lögfest verði ákvæði um stofnframlög ríkisins annars vegar og stofnframlög sveitarfélaga hins vegar til byggingar eða kaupa á leiguíbúðum sem ætlaðar eru hópi leigjenda sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum. Gert er ráð fyrir að sveitarfélög og félög og félagasamtök, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni og hafa það sem langtímamarkmið að byggja, eiga og hafa umsjón með rekstri leiguhúsnæðis, geti sótt um stofnframlög. Einnig er lagt til að heimilt verði að veita stofnframlög til húsnæðissamvinnufélaga sem hafa að markmiði að byggja, kaupa, eiga og hafa yfirumsjón með rekstri íbúðarhúsnæðis með búseturétti gegn greiðslu búseturéttargjalds og búsetugjalds. Og hins vegar frumvarp um sérstaka húsnæðisstyrki, sem eru í eðli sínu húsnæðisbætur. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er ekki búist við að kostnaðarmat fjármála- og efnahagsráðuneytisins á fyrrnefndum frumvörpum liggi fyrir fyrr en um miðjan apríl í fyrsta lagi. Þá fyrst koma þau til afgreiðslu í ríkisstjórn og þingflokkum stjórnarflokkanna. Ef ef frumvörpin fara á annað borð í gegnum þingflokkana og ríkisstjórn er fremur líklegt að þau fái afgreiðslu í þinginu nema stjórnarandstaðan leggist alfarið gegn þeim og beiti málþófi. Er það talið fremur ólíklegt vegna eðlis frumvarpanna sem eiga að styrkja stöðu leigjenda og auka framboð leiguhúsnæðis á markaði. Alþingi Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Sjá meira
Ekki tókst að afgreiða tvö lagafrumvörp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, á sviði húsnæðismála á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag þar sem ekki lá fyrir kostnaðarmat frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Ekki tekst að ljúka kostnaðarmatinu fyrr en í fyrsta lagi um miðjan apríl. Annars vegar er um að ræða frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðismá þar sem lagt er til að lögfest verði ákvæði um stofnframlög ríkisins annars vegar og stofnframlög sveitarfélaga hins vegar til byggingar eða kaupa á leiguíbúðum sem ætlaðar eru hópi leigjenda sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum. Gert er ráð fyrir að sveitarfélög og félög og félagasamtök, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni og hafa það sem langtímamarkmið að byggja, eiga og hafa umsjón með rekstri leiguhúsnæðis, geti sótt um stofnframlög. Einnig er lagt til að heimilt verði að veita stofnframlög til húsnæðissamvinnufélaga sem hafa að markmiði að byggja, kaupa, eiga og hafa yfirumsjón með rekstri íbúðarhúsnæðis með búseturétti gegn greiðslu búseturéttargjalds og búsetugjalds. Og hins vegar frumvarp um sérstaka húsnæðisstyrki, sem eru í eðli sínu húsnæðisbætur. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er ekki búist við að kostnaðarmat fjármála- og efnahagsráðuneytisins á fyrrnefndum frumvörpum liggi fyrir fyrr en um miðjan apríl í fyrsta lagi. Þá fyrst koma þau til afgreiðslu í ríkisstjórn og þingflokkum stjórnarflokkanna. Ef ef frumvörpin fara á annað borð í gegnum þingflokkana og ríkisstjórn er fremur líklegt að þau fái afgreiðslu í þinginu nema stjórnarandstaðan leggist alfarið gegn þeim og beiti málþófi. Er það talið fremur ólíklegt vegna eðlis frumvarpanna sem eiga að styrkja stöðu leigjenda og auka framboð leiguhúsnæðis á markaði.
Alþingi Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Sjá meira