Ekki tekst að ljúka kostnaðarmati fyrr en í fyrsta lagi um miðjan apríl Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. apríl 2015 15:24 Ekki tókst að afgreiða tvö lagafrumvörp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, á sviði húsnæðismála á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag þar sem ekki lá fyrir kostnaðarmat frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Ekki tekst að ljúka kostnaðarmatinu fyrr en í fyrsta lagi um miðjan apríl. Annars vegar er um að ræða frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðismá þar sem lagt er til að lögfest verði ákvæði um stofnframlög ríkisins annars vegar og stofnframlög sveitarfélaga hins vegar til byggingar eða kaupa á leiguíbúðum sem ætlaðar eru hópi leigjenda sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum. Gert er ráð fyrir að sveitarfélög og félög og félagasamtök, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni og hafa það sem langtímamarkmið að byggja, eiga og hafa umsjón með rekstri leiguhúsnæðis, geti sótt um stofnframlög. Einnig er lagt til að heimilt verði að veita stofnframlög til húsnæðissamvinnufélaga sem hafa að markmiði að byggja, kaupa, eiga og hafa yfirumsjón með rekstri íbúðarhúsnæðis með búseturétti gegn greiðslu búseturéttargjalds og búsetugjalds. Og hins vegar frumvarp um sérstaka húsnæðisstyrki, sem eru í eðli sínu húsnæðisbætur. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er ekki búist við að kostnaðarmat fjármála- og efnahagsráðuneytisins á fyrrnefndum frumvörpum liggi fyrir fyrr en um miðjan apríl í fyrsta lagi. Þá fyrst koma þau til afgreiðslu í ríkisstjórn og þingflokkum stjórnarflokkanna. Ef ef frumvörpin fara á annað borð í gegnum þingflokkana og ríkisstjórn er fremur líklegt að þau fái afgreiðslu í þinginu nema stjórnarandstaðan leggist alfarið gegn þeim og beiti málþófi. Er það talið fremur ólíklegt vegna eðlis frumvarpanna sem eiga að styrkja stöðu leigjenda og auka framboð leiguhúsnæðis á markaði. Alþingi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Ekki tókst að afgreiða tvö lagafrumvörp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, á sviði húsnæðismála á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag þar sem ekki lá fyrir kostnaðarmat frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Ekki tekst að ljúka kostnaðarmatinu fyrr en í fyrsta lagi um miðjan apríl. Annars vegar er um að ræða frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðismá þar sem lagt er til að lögfest verði ákvæði um stofnframlög ríkisins annars vegar og stofnframlög sveitarfélaga hins vegar til byggingar eða kaupa á leiguíbúðum sem ætlaðar eru hópi leigjenda sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum. Gert er ráð fyrir að sveitarfélög og félög og félagasamtök, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni og hafa það sem langtímamarkmið að byggja, eiga og hafa umsjón með rekstri leiguhúsnæðis, geti sótt um stofnframlög. Einnig er lagt til að heimilt verði að veita stofnframlög til húsnæðissamvinnufélaga sem hafa að markmiði að byggja, kaupa, eiga og hafa yfirumsjón með rekstri íbúðarhúsnæðis með búseturétti gegn greiðslu búseturéttargjalds og búsetugjalds. Og hins vegar frumvarp um sérstaka húsnæðisstyrki, sem eru í eðli sínu húsnæðisbætur. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er ekki búist við að kostnaðarmat fjármála- og efnahagsráðuneytisins á fyrrnefndum frumvörpum liggi fyrir fyrr en um miðjan apríl í fyrsta lagi. Þá fyrst koma þau til afgreiðslu í ríkisstjórn og þingflokkum stjórnarflokkanna. Ef ef frumvörpin fara á annað borð í gegnum þingflokkana og ríkisstjórn er fremur líklegt að þau fái afgreiðslu í þinginu nema stjórnarandstaðan leggist alfarið gegn þeim og beiti málþófi. Er það talið fremur ólíklegt vegna eðlis frumvarpanna sem eiga að styrkja stöðu leigjenda og auka framboð leiguhúsnæðis á markaði.
Alþingi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent