Um 160 fatlaðir starfsmenn hjá Ás styrktarfélagi í Kópavogi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. júní 2025 21:05 Eitt af fallegu verkunum, hjá starfsmönnunum í Ögurhvarfi 6 í Kópavogi Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil starfsemi fer fram hjá Ás styrktarfélagi í Kópavogi en þar vinna um 160 fatlaðir starfsmenn við fjölbreytt störf. Endurnýting á hlutum er stór hluti af starfseminni þar sem hlutum, sem er hent er breytt í nytsamlega hluti, Ás styrktarfélag er með starfsemi sína í Ögurhvarfi 6 í Kópavogi þar sem eru þrír vinnusalir og verslun með munum, sem búnir eru til að staðnum. Verkefnin eru fjölbreytt, sem unnin eru á þessum flotta og skemmtilega vinnustað. „Þetta er vinnustaður, Vinna og virkni köllum við þetta og hér erum við að framleiða ýmsar flottar vörur. Við erum með textíl og smiðju, keramik, smíðastofu og ótrúlega mikið af flottu og skemmtilegu starfsfólki,“ segir Halldóra Kolka B. Ísberg, deildarstjóri Ás vinnustofu. Halldóra segir að allir starfsmenn eiga sitt heimasvæði þar sem verkin eru unnin og svo fer fólkið líka á milli svæða þannig að allir fái að prófa reglulega að vinna á starfsstöðvunum. „Afrakstur vinnunnar erum við svo að selja á vormarkaðnum núna á fimmtudaginn og eins á jólamarkaðnum, og ég hvet fólk til að koma á fimmtudaginn því að það er mjög margt fallegt hérna og mikil vinna lögð í vörurnar hérna hjá okkur,“ segir Dísa Ragnheiður Tómasdóttir, rekstrarstjóri Ás styrktarfélags. Dísa Ragnheiður Tómasdóttir, rekstrarstjóri Ás styrktarfélags (t.h.) og Halldóra Kolka B. Ísberg, deildarstjóri vinnustaðarins, sem eru alltaf svo hressar og kátar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Endurvinnsla er stór hluti af starfsemi vinnustaðarins. „Heyrðu, við erum að sauma úr endurunnu efni. Við fengum hérna gallabuxur og erum með útsaum frá fólkinu okkar. Við eigum að sjálfsögðu að gera miklu meira að því að endurvinna hluti,“ segir Rakel Mjöll Guðmundsdóttir, stuðningsráðgjafi. Og á textílsvæðinu er verið að vinna ótrúlega fallega hluti eins og sést á veggnum. „Mig langar að sýna þér eins og bara þetta hérna. Það er einhver sem getur gert grunninn og svo er einhver, sem teiknar myndina, einhver, sem setur hana á, einhver sem þæfir hana og einhver, sem klárar hana. Þannig að það eru margar hendur, sem koma að einu verki. Þetta er ekki gert á einum degi,“ segir Þórey Gylfadóttir, hópstjóri yfir textíl vinnusvæðinu. Þórey Gylfadóttir, hópstjóri yfir textíl vinnusvæðinu en þar er verið að gera frábæra hluti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Á staðnum eru um 160 starfsmenn að vinna og það eru allir svo kátir og hressir. Það er alltaf meira en nóg að gera í kertagerðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er mest gaman er að setjast niður og vinna og bara spjalla við fólkið hérna, það er alltaf svo mikið fjör hérna,” segir Sigrún Jónsdóttir, starfsmaður hjá Ás styrktarfélagi. „Ég er að þæfa og það gengur bara vel”, segir Anna Líf Bjarnadóttir, starfsmaður hjá Ás styrktarfélagi. Í lokin má geta þess að sumarmarkaður Ás styrktarfélags verður haldinn fimmtudaginn 5. júní í Ögurhvarfinu frá klukkan 13:00 til 15:30. Sumarmarkaður verður haldinn fimmtudaginn 5. júní þar sem allir eru velkomnir að mæta á staðinn og gera góð kaup. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kópavogur Ferðaþjónusta fatlaðra Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Ás styrktarfélag er með starfsemi sína í Ögurhvarfi 6 í Kópavogi þar sem eru þrír vinnusalir og verslun með munum, sem búnir eru til að staðnum. Verkefnin eru fjölbreytt, sem unnin eru á þessum flotta og skemmtilega vinnustað. „Þetta er vinnustaður, Vinna og virkni köllum við þetta og hér erum við að framleiða ýmsar flottar vörur. Við erum með textíl og smiðju, keramik, smíðastofu og ótrúlega mikið af flottu og skemmtilegu starfsfólki,“ segir Halldóra Kolka B. Ísberg, deildarstjóri Ás vinnustofu. Halldóra segir að allir starfsmenn eiga sitt heimasvæði þar sem verkin eru unnin og svo fer fólkið líka á milli svæða þannig að allir fái að prófa reglulega að vinna á starfsstöðvunum. „Afrakstur vinnunnar erum við svo að selja á vormarkaðnum núna á fimmtudaginn og eins á jólamarkaðnum, og ég hvet fólk til að koma á fimmtudaginn því að það er mjög margt fallegt hérna og mikil vinna lögð í vörurnar hérna hjá okkur,“ segir Dísa Ragnheiður Tómasdóttir, rekstrarstjóri Ás styrktarfélags. Dísa Ragnheiður Tómasdóttir, rekstrarstjóri Ás styrktarfélags (t.h.) og Halldóra Kolka B. Ísberg, deildarstjóri vinnustaðarins, sem eru alltaf svo hressar og kátar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Endurvinnsla er stór hluti af starfsemi vinnustaðarins. „Heyrðu, við erum að sauma úr endurunnu efni. Við fengum hérna gallabuxur og erum með útsaum frá fólkinu okkar. Við eigum að sjálfsögðu að gera miklu meira að því að endurvinna hluti,“ segir Rakel Mjöll Guðmundsdóttir, stuðningsráðgjafi. Og á textílsvæðinu er verið að vinna ótrúlega fallega hluti eins og sést á veggnum. „Mig langar að sýna þér eins og bara þetta hérna. Það er einhver sem getur gert grunninn og svo er einhver, sem teiknar myndina, einhver, sem setur hana á, einhver sem þæfir hana og einhver, sem klárar hana. Þannig að það eru margar hendur, sem koma að einu verki. Þetta er ekki gert á einum degi,“ segir Þórey Gylfadóttir, hópstjóri yfir textíl vinnusvæðinu. Þórey Gylfadóttir, hópstjóri yfir textíl vinnusvæðinu en þar er verið að gera frábæra hluti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Á staðnum eru um 160 starfsmenn að vinna og það eru allir svo kátir og hressir. Það er alltaf meira en nóg að gera í kertagerðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er mest gaman er að setjast niður og vinna og bara spjalla við fólkið hérna, það er alltaf svo mikið fjör hérna,” segir Sigrún Jónsdóttir, starfsmaður hjá Ás styrktarfélagi. „Ég er að þæfa og það gengur bara vel”, segir Anna Líf Bjarnadóttir, starfsmaður hjá Ás styrktarfélagi. Í lokin má geta þess að sumarmarkaður Ás styrktarfélags verður haldinn fimmtudaginn 5. júní í Ögurhvarfinu frá klukkan 13:00 til 15:30. Sumarmarkaður verður haldinn fimmtudaginn 5. júní þar sem allir eru velkomnir að mæta á staðinn og gera góð kaup. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Kópavogur Ferðaþjónusta fatlaðra Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira