Kindur aðstoðuðu björgunarfólk að finna afkvæmi sín Tómas Arnar Þorláksson skrifar 3. júní 2025 19:11 Björgunarsveitin Dalvík hélt inn í Skíðadal til að aðstoða bændur við að koma sauðfé í skjól. Landsbjörg Vonskuveður var víðast hvar um land í dag og bitnaði einna helst á sauðfjárbændum og ferðamönnum á tjaldsvæðum sem ráku upp stór augu þegar að fannhvít jörð blasti við í morgun. Kindur aðstoðuðu sauðfjárbændur við að finna afkvæmi sín sem hafði fennt yfir. Gular og appelsínugular veðurviðvaranir voru í gildi í öllum landshlutum í dag og verða áfram í gildi víðast hvar til miðnættis. Almannavarnir lýstu yfir óvissustigi í gær vegna veðursins og þá hefur skriðuvakt Veðurstofu Íslands varað við aukinni skriðuhættu og vatnavöxtum á norðan- og austanverðu landinu. Fylgst er náið með stöðunni. Sjá má það helsta frá veðrinu í dag í spilaranum hér fyrir neðan. Ekki eðlilegt veður Sem dæmi má nefna mikið fannfergi sem blasti við gáttuðum gestum í Vaglaskógi í morgun, einhvers konar sandstorm á Hvolsvelli og þá var ýmsu feykt um koll víða. Veðrið kom yfirskálaverði hjá Ferðafélagi Íslands í opna skjöldu. Hann vinnur nú að því að gera skála félagsins reiðubúna fyrir sumaropnun innan skamms. „Það er ekki alveg eins og þetta sé eðlilegt sumar opnunarveður,“ sagði Stefán Jökull Jakobsson, yfirskálavörður. Einna verst var veðrið á Hnjúki í Skíðadal þar sem bændur ásamt björgunarsveitafólki frá Dalvík stóðu í ströngu við að bjarga um 100 kindum og lömbum. „Þær voru sumar bara komnar undir snjó og voru fenntar, lömbin líka. Það var alveg þannig að sumar kindur gátu vísað á hvar lömbin voru í snjónum og þannig fundust þau. Það var mjög mikill snjór í morgun og þetta er aðeins að minnka núna, maður sér að hann er að taka upp.“ Fór mjög illa í sumar ærnar Það muni hafa slæm áhrif ef veðrið stendur yfir til lengri tíma. „Þau eru bara að hlýja sér núna. En auðvitað sér maður að þetta hefur farið mjög illa í sumar ærnar sérstaklega. Auðvitað er alltaf hætta á því þegar það þarf að loka þetta svona inni. Kindurnar geta fengið júgurbólgu ef lömbin hanga mikið á þeim og auðvitað geta komið afturkippir í einhver lömbin.“ Um 30 lömb og kindur eru enn ófundin. Reiknað er með að leit verði haldið áfram fram eftir kvöldi. „Þetta er mjög erfið vinna og mikil vinna en við eigum góða að, góða ættingja og góða vini og eigum björgunarsveitinni mikið að þakka fyrir að hjálpa okkur við þetta.“ Veður Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira
Gular og appelsínugular veðurviðvaranir voru í gildi í öllum landshlutum í dag og verða áfram í gildi víðast hvar til miðnættis. Almannavarnir lýstu yfir óvissustigi í gær vegna veðursins og þá hefur skriðuvakt Veðurstofu Íslands varað við aukinni skriðuhættu og vatnavöxtum á norðan- og austanverðu landinu. Fylgst er náið með stöðunni. Sjá má það helsta frá veðrinu í dag í spilaranum hér fyrir neðan. Ekki eðlilegt veður Sem dæmi má nefna mikið fannfergi sem blasti við gáttuðum gestum í Vaglaskógi í morgun, einhvers konar sandstorm á Hvolsvelli og þá var ýmsu feykt um koll víða. Veðrið kom yfirskálaverði hjá Ferðafélagi Íslands í opna skjöldu. Hann vinnur nú að því að gera skála félagsins reiðubúna fyrir sumaropnun innan skamms. „Það er ekki alveg eins og þetta sé eðlilegt sumar opnunarveður,“ sagði Stefán Jökull Jakobsson, yfirskálavörður. Einna verst var veðrið á Hnjúki í Skíðadal þar sem bændur ásamt björgunarsveitafólki frá Dalvík stóðu í ströngu við að bjarga um 100 kindum og lömbum. „Þær voru sumar bara komnar undir snjó og voru fenntar, lömbin líka. Það var alveg þannig að sumar kindur gátu vísað á hvar lömbin voru í snjónum og þannig fundust þau. Það var mjög mikill snjór í morgun og þetta er aðeins að minnka núna, maður sér að hann er að taka upp.“ Fór mjög illa í sumar ærnar Það muni hafa slæm áhrif ef veðrið stendur yfir til lengri tíma. „Þau eru bara að hlýja sér núna. En auðvitað sér maður að þetta hefur farið mjög illa í sumar ærnar sérstaklega. Auðvitað er alltaf hætta á því þegar það þarf að loka þetta svona inni. Kindurnar geta fengið júgurbólgu ef lömbin hanga mikið á þeim og auðvitað geta komið afturkippir í einhver lömbin.“ Um 30 lömb og kindur eru enn ófundin. Reiknað er með að leit verði haldið áfram fram eftir kvöldi. „Þetta er mjög erfið vinna og mikil vinna en við eigum góða að, góða ættingja og góða vini og eigum björgunarsveitinni mikið að þakka fyrir að hjálpa okkur við þetta.“
Veður Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira