Kindur aðstoðuðu björgunarfólk að finna afkvæmi sín Tómas Arnar Þorláksson skrifar 3. júní 2025 19:11 Björgunarsveitin Dalvík hélt inn í Skíðadal til að aðstoða bændur við að koma sauðfé í skjól. Landsbjörg Vonskuveður var víðast hvar um land í dag og bitnaði einna helst á sauðfjárbændum og ferðamönnum á tjaldsvæðum sem ráku upp stór augu þegar að fannhvít jörð blasti við í morgun. Kindur aðstoðuðu sauðfjárbændur við að finna afkvæmi sín sem hafði fennt yfir. Gular og appelsínugular veðurviðvaranir voru í gildi í öllum landshlutum í dag og verða áfram í gildi víðast hvar til miðnættis. Almannavarnir lýstu yfir óvissustigi í gær vegna veðursins og þá hefur skriðuvakt Veðurstofu Íslands varað við aukinni skriðuhættu og vatnavöxtum á norðan- og austanverðu landinu. Fylgst er náið með stöðunni. Sjá má það helsta frá veðrinu í dag í spilaranum hér fyrir neðan. Ekki eðlilegt veður Sem dæmi má nefna mikið fannfergi sem blasti við gáttuðum gestum í Vaglaskógi í morgun, einhvers konar sandstorm á Hvolsvelli og þá var ýmsu feykt um koll víða. Veðrið kom yfirskálaverði hjá Ferðafélagi Íslands í opna skjöldu. Hann vinnur nú að því að gera skála félagsins reiðubúna fyrir sumaropnun innan skamms. „Það er ekki alveg eins og þetta sé eðlilegt sumar opnunarveður,“ sagði Stefán Jökull Jakobsson, yfirskálavörður. Einna verst var veðrið á Hnjúki í Skíðadal þar sem bændur ásamt björgunarsveitafólki frá Dalvík stóðu í ströngu við að bjarga um 100 kindum og lömbum. „Þær voru sumar bara komnar undir snjó og voru fenntar, lömbin líka. Það var alveg þannig að sumar kindur gátu vísað á hvar lömbin voru í snjónum og þannig fundust þau. Það var mjög mikill snjór í morgun og þetta er aðeins að minnka núna, maður sér að hann er að taka upp.“ Fór mjög illa í sumar ærnar Það muni hafa slæm áhrif ef veðrið stendur yfir til lengri tíma. „Þau eru bara að hlýja sér núna. En auðvitað sér maður að þetta hefur farið mjög illa í sumar ærnar sérstaklega. Auðvitað er alltaf hætta á því þegar það þarf að loka þetta svona inni. Kindurnar geta fengið júgurbólgu ef lömbin hanga mikið á þeim og auðvitað geta komið afturkippir í einhver lömbin.“ Um 30 lömb og kindur eru enn ófundin. Reiknað er með að leit verði haldið áfram fram eftir kvöldi. „Þetta er mjög erfið vinna og mikil vinna en við eigum góða að, góða ættingja og góða vini og eigum björgunarsveitinni mikið að þakka fyrir að hjálpa okkur við þetta.“ Veður Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Sjá meira
Gular og appelsínugular veðurviðvaranir voru í gildi í öllum landshlutum í dag og verða áfram í gildi víðast hvar til miðnættis. Almannavarnir lýstu yfir óvissustigi í gær vegna veðursins og þá hefur skriðuvakt Veðurstofu Íslands varað við aukinni skriðuhættu og vatnavöxtum á norðan- og austanverðu landinu. Fylgst er náið með stöðunni. Sjá má það helsta frá veðrinu í dag í spilaranum hér fyrir neðan. Ekki eðlilegt veður Sem dæmi má nefna mikið fannfergi sem blasti við gáttuðum gestum í Vaglaskógi í morgun, einhvers konar sandstorm á Hvolsvelli og þá var ýmsu feykt um koll víða. Veðrið kom yfirskálaverði hjá Ferðafélagi Íslands í opna skjöldu. Hann vinnur nú að því að gera skála félagsins reiðubúna fyrir sumaropnun innan skamms. „Það er ekki alveg eins og þetta sé eðlilegt sumar opnunarveður,“ sagði Stefán Jökull Jakobsson, yfirskálavörður. Einna verst var veðrið á Hnjúki í Skíðadal þar sem bændur ásamt björgunarsveitafólki frá Dalvík stóðu í ströngu við að bjarga um 100 kindum og lömbum. „Þær voru sumar bara komnar undir snjó og voru fenntar, lömbin líka. Það var alveg þannig að sumar kindur gátu vísað á hvar lömbin voru í snjónum og þannig fundust þau. Það var mjög mikill snjór í morgun og þetta er aðeins að minnka núna, maður sér að hann er að taka upp.“ Fór mjög illa í sumar ærnar Það muni hafa slæm áhrif ef veðrið stendur yfir til lengri tíma. „Þau eru bara að hlýja sér núna. En auðvitað sér maður að þetta hefur farið mjög illa í sumar ærnar sérstaklega. Auðvitað er alltaf hætta á því þegar það þarf að loka þetta svona inni. Kindurnar geta fengið júgurbólgu ef lömbin hanga mikið á þeim og auðvitað geta komið afturkippir í einhver lömbin.“ Um 30 lömb og kindur eru enn ófundin. Reiknað er með að leit verði haldið áfram fram eftir kvöldi. „Þetta er mjög erfið vinna og mikil vinna en við eigum góða að, góða ættingja og góða vini og eigum björgunarsveitinni mikið að þakka fyrir að hjálpa okkur við þetta.“
Veður Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Sjá meira