Forsætisráðherra skynjar óöryggi meðal fólks Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. júní 2025 21:03 Fjölmennt var á Austurvelli um helgina þegar mótmælin fóru fram. Vísir/Viktor Freyr Forsætisráðherra segir áhyggjuefni hvernig umræðan í útlendingamálum sé að þróast. Ráðherrann skynjar óöryggi meðal fólks en slíku megi ekki beina gegn fólki sem hingað hefur komið. Unnið sé að því að styrkja stöðuna á landamærum. Það sló í brýnu þegar mótmælendur tveggja ólíkra fylkinga komu saman í miðbæ Reykjavíkur á sama tíma um síðustu helgi. Annars vegar var um að ræða hópinn Ísland þvert á flokka sem stóð fyrir mótmælafundi vegna stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda. Hins vegar samtökin No Borders sem hvöttu fólk til að standa saman gegn rasisma og aðskilnaði. Umræða um hælisleitendur og flóttafólk hefur verið nokkuð hávær undanfarið og eru fundirnir um helgina og stimpingarnar milli ólíkra fylkinga til marks um það. „Auðvitað hefur maður áhyggjur þegar að jaðrarnir eru svona að takast á í umræðunni. Ég held að meginþorri Íslendinga og þeirra sem hafa lifað hér og búið á síðustu árum og áratugum sjái alveg einhverja breytingu í hvernig við tjáum okkur um þessi mál. Ég skynja óöryggi meðal fólks. Við getum ekki litið fram hjá því að það er stór hluti fólks sem að hefur áhyggjur af þróun þessara mála en það má ekki beinast að þeim einstaklingum sem hingað koma.“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Ábyrgðin liggi hjá stjórnvöldum. „Fólk verður að upplifa sig öruggt á Íslandi sama hvaðan það kemur en það er okkar að hafa stjórn á aðstæðum. Hafa stjórn á landamærunum, hafa stjórn á velferðarkerfinu og hafa stjórn á rekstri ríkisins þannig við getum staðið við þá þjónustu sem svo sannarlega þarf að veita.“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir eðlilegt að það vakni tilfinningar þegar kemur að svona hröðum samfélagslegum breytingum líkt og fjölgun innflytjenda á Íslandi.Vísir/Anton Þannig fari umfangsmikil vinna á vegum stjórnvalda fram í þessum málum en meðal annars sé unnið að því að styrkja stöðuna á landamærum. „Það er bara mjög eðlilegt að það vakni tilfinningar þegar kemur að svona hröðum samfélagslegum breytingum. Við verðum að hafa það í huga að hlutfall innflytjenda á Íslandi hefur vaxið gríðarlega hratt á örfáum árum og eðlilega vekur þetta fólk til umhugsunar en þá er umgjörðin auðvitað það sem máli skiptir.“ Lykilatriði sé, þegar kemur að svona umræðu, að beina henni að stjórnvöldum en ekki einstaklingum. „Vegna þess að það umhverfi sem við lifum í það er afsprengi ákvarðanatöku hjá stjórnvöldum. Hvort sem er í atvinnumálum þegar að við vöxum hratt sem krefst mikillar fólksfjölgunar að utan og skapar kannski ákveðin þrengsl á húsnæðismarkaði eða innviðum landsins eða þegar við tökum ákvarðanir þegar kemur að hælisleitendum eða þess háttar. Þetta eru allt ákvarðanir stjórnvalda sem að skapa ákveðið umhverfi.“ Alþingi Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Reykjavík Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Það sló í brýnu þegar mótmælendur tveggja ólíkra fylkinga komu saman í miðbæ Reykjavíkur á sama tíma um síðustu helgi. Annars vegar var um að ræða hópinn Ísland þvert á flokka sem stóð fyrir mótmælafundi vegna stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda. Hins vegar samtökin No Borders sem hvöttu fólk til að standa saman gegn rasisma og aðskilnaði. Umræða um hælisleitendur og flóttafólk hefur verið nokkuð hávær undanfarið og eru fundirnir um helgina og stimpingarnar milli ólíkra fylkinga til marks um það. „Auðvitað hefur maður áhyggjur þegar að jaðrarnir eru svona að takast á í umræðunni. Ég held að meginþorri Íslendinga og þeirra sem hafa lifað hér og búið á síðustu árum og áratugum sjái alveg einhverja breytingu í hvernig við tjáum okkur um þessi mál. Ég skynja óöryggi meðal fólks. Við getum ekki litið fram hjá því að það er stór hluti fólks sem að hefur áhyggjur af þróun þessara mála en það má ekki beinast að þeim einstaklingum sem hingað koma.“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Ábyrgðin liggi hjá stjórnvöldum. „Fólk verður að upplifa sig öruggt á Íslandi sama hvaðan það kemur en það er okkar að hafa stjórn á aðstæðum. Hafa stjórn á landamærunum, hafa stjórn á velferðarkerfinu og hafa stjórn á rekstri ríkisins þannig við getum staðið við þá þjónustu sem svo sannarlega þarf að veita.“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir eðlilegt að það vakni tilfinningar þegar kemur að svona hröðum samfélagslegum breytingum líkt og fjölgun innflytjenda á Íslandi.Vísir/Anton Þannig fari umfangsmikil vinna á vegum stjórnvalda fram í þessum málum en meðal annars sé unnið að því að styrkja stöðuna á landamærum. „Það er bara mjög eðlilegt að það vakni tilfinningar þegar kemur að svona hröðum samfélagslegum breytingum. Við verðum að hafa það í huga að hlutfall innflytjenda á Íslandi hefur vaxið gríðarlega hratt á örfáum árum og eðlilega vekur þetta fólk til umhugsunar en þá er umgjörðin auðvitað það sem máli skiptir.“ Lykilatriði sé, þegar kemur að svona umræðu, að beina henni að stjórnvöldum en ekki einstaklingum. „Vegna þess að það umhverfi sem við lifum í það er afsprengi ákvarðanatöku hjá stjórnvöldum. Hvort sem er í atvinnumálum þegar að við vöxum hratt sem krefst mikillar fólksfjölgunar að utan og skapar kannski ákveðin þrengsl á húsnæðismarkaði eða innviðum landsins eða þegar við tökum ákvarðanir þegar kemur að hælisleitendum eða þess háttar. Þetta eru allt ákvarðanir stjórnvalda sem að skapa ákveðið umhverfi.“
Alþingi Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Reykjavík Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira