Nýtt ár hjá bahá'íum 21. mars Böðvar Jónsson skrifar 17. mars 2015 13:02 Tímatal bahá‘í trúar hefst árið 1844 og upphaf hvers árs er á vorjafndægri, þannig lýkur 21. mars næstkomandi árinu 171 og árið 172 tekur við. Á skala mannkynssögunnar er 171 ár ekki langur tími og er hér um er að ræða yngstu opinberuðu trúarbrögð mannkynsins.Úr sögu trúarinnar á íslandi Trúarinnar er fyrst getið á íslensku í blaðinu Ísafold árið 1896. Árið 1908 skrifar Þórhallur Bjarnason, biskup mjög lofsamlega grein um trúna í Nýja kirkjublaðið. Á aðfangadag 1915 skrifar séra Matthías Jochumsson grein í blaðið Íslendingur undir yfirskriftinni Hussein Ali messias Persa þar sem hann fjallar um opinberanda trúarinnar og trúna sjálfa með mjög jákvæðum hætti. Fyrsti bahá‘íinn á Íslandi var Hólmfríður Árnadóttir, kennari, en hún kynntist trúnni 1924 og þýddi fyrstu bókina sem gefin var út á íslensku. Í þeirri bók er fjallað um uppruna og eðli trúarinnar. Í bahá‘í trú eru ekki prestar heldur eru 9 manna ráð sem annast málefni trúarinnar á svæðisbundnum, þjóðlegum og alþjóðlegum vettvangi. Á Íslandi var slíkt ráð kosið í fyrsta sinn árið 1965 og var það svæðisráð fyrir Reykjavík. Þjóðarráð fyrir Ísland var kosið í fyrsta skipti 1972. Hópur bahá‘i á hverjum stað talar um sig sem samfélag en ekki söfnuð. Þjóðarmiðstöð bahá‘í samfélagsins á Íslandi er í dag á Öldugötu 2 í Reykjavík. Á árunum um og upp úr 1970 var oft og iðulega fjallað um trúna í hinum ýmsu blöðum hér á landi, kannski vegna þess að á þeim tíma var hún að festa rætur í íslensku samfélagi. Minna hefur farið fyrir slíkri umfjöllun síðustu áratugi en vegna mikillar umfjöllunar undanfarið um trú og trúarbrögð er við hæfi að rifja upp hvað bahá‘í trú stendur fyrir.Bahá‘í trú er alheimstrú Trúin á rætur að rekja til Íran sem þá nefndist Persía. Samkvæmt alþjóðlegri tölfræði telst bahá‘í trúin, landfræðilega séð, næst útbreiddust trúarbragða mannkyns, næst á eftir kristni. Segja má að fylgjendurnir séu þverskurður af mannkyninu því þeir eiga uppruna sinn meðal allra þjóða, þjóðflokka og starfsstétta og koma frá ólíkustu menningarsvæðum. Á upphafsárum trúarinnar urðu fylgjendur hennar fyrir miklum og grimmilegum ofsóknum og mega enn í dag þola ofsóknir í Íran og fleiri islömskum löndum. Nefna má tilhæfulausar fangelsanir og sviftingu eðlilegustu mannréttinda öllu tagi jafnvel skólagöngu í opinberum skólum. Standi átrúendurnir fyrir kennslu á eigin heimilum er slíkt tafarlaust stöðvað, bækur gerðar upptækar og kennarar fangelsaðir eða jafnvel teknir af lífi eins og gerðist 1983. Aðsetur trúarinnar á heimsvísu eru í landinu helga. Þau tengsl eru sérstök því þar hvíla í jörð þrjár höfuðpersónur trúarinnar, þar eru helgustu staðir hennar og miðstöð pílagrímsferða en því til viðbótar er þar einnig staðsett varanlegt stjórnsetur hennar sem annast hnattræna umsjón málefna þessa víðfeðma samfélags. Bahá‘í trú er algerlega ópólitísk og átrúendurnir blanda sér ekki í þær hörmulegu deilur og ofbeldisverk sem ógna heiminum en vísa fremur til þess að vandamálið sem mannkynið stendur frammi fyrir sé fyrst og fremst andlegt í eðli sínu og benda á það sem rit trúar þeirra halda á lofti sem læknislyfi í þeim þrengingum sem við blasa.Verkefni bahá‘í samfélaga Bahá‘í samfélög um allan heim vinna að sameiginlegu verkefni, sem felst í að þróa smátt og smátt bætt heimsástand og styrkja samfélagsuppbyggingu. Um allan heim standa samfélög fyrir barna og unglingafræðslu sem fram fer í hópum og miðar að styrkingu persónuleikans þar sem siðfræði er grunnstoðin sem sótt er meðal annars í trúarlega texta. Einstakir átrúendur bjóða upp á helgistundir á heimilum sínum og fyrir þá sem náð hafa fullorðinsaldri er boðið upp á leshringi þar sem hópur skoðar í sameiningu sögu trúarbragðanna og það sem þau standa fyrir. Þessi verkefni eru öllum opin. Samneytið fylgjendum allra trúarbragða í anda vináttu og bræðralags (úr bahá‘í ritum) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Böðvar Jónsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Tímatal bahá‘í trúar hefst árið 1844 og upphaf hvers árs er á vorjafndægri, þannig lýkur 21. mars næstkomandi árinu 171 og árið 172 tekur við. Á skala mannkynssögunnar er 171 ár ekki langur tími og er hér um er að ræða yngstu opinberuðu trúarbrögð mannkynsins.Úr sögu trúarinnar á íslandi Trúarinnar er fyrst getið á íslensku í blaðinu Ísafold árið 1896. Árið 1908 skrifar Þórhallur Bjarnason, biskup mjög lofsamlega grein um trúna í Nýja kirkjublaðið. Á aðfangadag 1915 skrifar séra Matthías Jochumsson grein í blaðið Íslendingur undir yfirskriftinni Hussein Ali messias Persa þar sem hann fjallar um opinberanda trúarinnar og trúna sjálfa með mjög jákvæðum hætti. Fyrsti bahá‘íinn á Íslandi var Hólmfríður Árnadóttir, kennari, en hún kynntist trúnni 1924 og þýddi fyrstu bókina sem gefin var út á íslensku. Í þeirri bók er fjallað um uppruna og eðli trúarinnar. Í bahá‘í trú eru ekki prestar heldur eru 9 manna ráð sem annast málefni trúarinnar á svæðisbundnum, þjóðlegum og alþjóðlegum vettvangi. Á Íslandi var slíkt ráð kosið í fyrsta sinn árið 1965 og var það svæðisráð fyrir Reykjavík. Þjóðarráð fyrir Ísland var kosið í fyrsta skipti 1972. Hópur bahá‘i á hverjum stað talar um sig sem samfélag en ekki söfnuð. Þjóðarmiðstöð bahá‘í samfélagsins á Íslandi er í dag á Öldugötu 2 í Reykjavík. Á árunum um og upp úr 1970 var oft og iðulega fjallað um trúna í hinum ýmsu blöðum hér á landi, kannski vegna þess að á þeim tíma var hún að festa rætur í íslensku samfélagi. Minna hefur farið fyrir slíkri umfjöllun síðustu áratugi en vegna mikillar umfjöllunar undanfarið um trú og trúarbrögð er við hæfi að rifja upp hvað bahá‘í trú stendur fyrir.Bahá‘í trú er alheimstrú Trúin á rætur að rekja til Íran sem þá nefndist Persía. Samkvæmt alþjóðlegri tölfræði telst bahá‘í trúin, landfræðilega séð, næst útbreiddust trúarbragða mannkyns, næst á eftir kristni. Segja má að fylgjendurnir séu þverskurður af mannkyninu því þeir eiga uppruna sinn meðal allra þjóða, þjóðflokka og starfsstétta og koma frá ólíkustu menningarsvæðum. Á upphafsárum trúarinnar urðu fylgjendur hennar fyrir miklum og grimmilegum ofsóknum og mega enn í dag þola ofsóknir í Íran og fleiri islömskum löndum. Nefna má tilhæfulausar fangelsanir og sviftingu eðlilegustu mannréttinda öllu tagi jafnvel skólagöngu í opinberum skólum. Standi átrúendurnir fyrir kennslu á eigin heimilum er slíkt tafarlaust stöðvað, bækur gerðar upptækar og kennarar fangelsaðir eða jafnvel teknir af lífi eins og gerðist 1983. Aðsetur trúarinnar á heimsvísu eru í landinu helga. Þau tengsl eru sérstök því þar hvíla í jörð þrjár höfuðpersónur trúarinnar, þar eru helgustu staðir hennar og miðstöð pílagrímsferða en því til viðbótar er þar einnig staðsett varanlegt stjórnsetur hennar sem annast hnattræna umsjón málefna þessa víðfeðma samfélags. Bahá‘í trú er algerlega ópólitísk og átrúendurnir blanda sér ekki í þær hörmulegu deilur og ofbeldisverk sem ógna heiminum en vísa fremur til þess að vandamálið sem mannkynið stendur frammi fyrir sé fyrst og fremst andlegt í eðli sínu og benda á það sem rit trúar þeirra halda á lofti sem læknislyfi í þeim þrengingum sem við blasa.Verkefni bahá‘í samfélaga Bahá‘í samfélög um allan heim vinna að sameiginlegu verkefni, sem felst í að þróa smátt og smátt bætt heimsástand og styrkja samfélagsuppbyggingu. Um allan heim standa samfélög fyrir barna og unglingafræðslu sem fram fer í hópum og miðar að styrkingu persónuleikans þar sem siðfræði er grunnstoðin sem sótt er meðal annars í trúarlega texta. Einstakir átrúendur bjóða upp á helgistundir á heimilum sínum og fyrir þá sem náð hafa fullorðinsaldri er boðið upp á leshringi þar sem hópur skoðar í sameiningu sögu trúarbragðanna og það sem þau standa fyrir. Þessi verkefni eru öllum opin. Samneytið fylgjendum allra trúarbragða í anda vináttu og bræðralags (úr bahá‘í ritum)
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun