Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson, Gunnar Tryggvason og Pétur Ólafsson skrifa 13. nóvember 2024 09:31 Komum skemmtiferðaskipa í íslenskar hafnir hefur fjölgað töluvert á umliðnum árum. Þeim vexti hefur fylgt áskoranir fyrir samfélögin sem þessum skipum þjóna en jafnframt tækifæri fyrir hafnir og ferðaþjónustufyrirtæki. Örlítill samdráttur virðist hafa verið á þessu ári og útlit fyrir að sama verði upp á teningnum á því næsta. Við þessar aðstæður ætla stjórnvöld nú að kalla fram mikla óvissu í greininni með tveimur skyndilegum breytingum á skattaumhverfi hennar. Höfundar þessarar greinar telja að vanda verði betur til við slíkar ákvarðanir og skora á Alþingi að fresta þeim áformum á meðan líkleg áhrif þeirra verði metin. Hafnir landsins eru í þann mund eða hafa þegar tekið ákvarðanir um stórar fjárfestingar sem ætlað er að þjónusta þessum geira, en mögulegt er að með þessum breytingum verði forsendur fyrir þeim ákvörðunum snúið á hvolf. Áskoranirnar sem skemmtiferðaskipum fylgja eru ýmiskonar, bæði varðandi áhrif þeirra á umhverfið og skattalega umgjörð og eðlilegt að gerðar séu auknar kröfur til þeirra vegna beggja þátta. Hins vegur hefur fyrrgreind aukning í komu skemmtiferðaskipa nokkra kosti sem vert er að hafa í huga: Í fyrsta lagi dreifa skemmtiferðaskip ferðamönnum betur um landið en aðrar greinar ferðaþjónustunnar. Þannig hafa bæjir og þorp fjarri SV-horni landsins notið góðs af komu þessara skipa. Í öðru lagi felst ákveðin áhættudreifing fyrir ferðaþjónustuna að hafa tekjur af þessari grein sem lítur öðrum lögmálum en ferðamenn sem koma með flugi. Að jafnaði bóka skipin komu sína með 4ra ára fyrirvara og því er fyrirsjánleikinn töluverður. Yfir 85% ferðamanna sem heimsækja Ísland koma um Keflavíkurflugvöll, flestir hinna með ferju til Seyðisfjarðar eða skemmtiferðaskipum. Einhverjum gæti þótt það of lítil áhættudreifing. Í þriðja lagi gista farþegar skemmtiferðaskipa um borð í skipinu á meðan viðkomu stendur og eru því ekki í samkeppni við almenning um húsnæði, en húsnæðisvandinn virðist vera eitt helsta viðfangsefni stjórnmálanna nú um stundir. Í fjórða lagi hefur losun frá ferjum og skemmtiferðaskipum verið felld undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (s.k. ETS-kerfi). Það þýðir að skipafélögin verða að vera sér úti um losunarkvóta hyggist þau sigla innan efnahagslögsögu ESB og EES ríkja. Ferðamaður sem kemur til Íslands með ferju eða skemmtiferðaskipi veldur því ekki aukningu í losun. Það gerir hann hins vegar komi hann fljúgandi því flug til og frá Íslandi hefur fengið undanþágu frá þessari innleiðingu. Eðlilegt er að hið opinbera horfi til þess að hámarka opinberar tekjur af komum skemmtiferðaskipa til landsins. Ólíklegt verður að teljast að þessi aðgerð leiði til þess, og hugsanlegt að hún leiði til hins gagnstæða og þar með aukinnar þarfar á annarri tekjuöflun hins opinbera eða niðurskurð útgjalda. Höfundar eru: Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnafjarðarhafnar og formaður Hafnasambands Íslands Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skemmtiferðaskip á Íslandi Hafnarmál Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Komum skemmtiferðaskipa í íslenskar hafnir hefur fjölgað töluvert á umliðnum árum. Þeim vexti hefur fylgt áskoranir fyrir samfélögin sem þessum skipum þjóna en jafnframt tækifæri fyrir hafnir og ferðaþjónustufyrirtæki. Örlítill samdráttur virðist hafa verið á þessu ári og útlit fyrir að sama verði upp á teningnum á því næsta. Við þessar aðstæður ætla stjórnvöld nú að kalla fram mikla óvissu í greininni með tveimur skyndilegum breytingum á skattaumhverfi hennar. Höfundar þessarar greinar telja að vanda verði betur til við slíkar ákvarðanir og skora á Alþingi að fresta þeim áformum á meðan líkleg áhrif þeirra verði metin. Hafnir landsins eru í þann mund eða hafa þegar tekið ákvarðanir um stórar fjárfestingar sem ætlað er að þjónusta þessum geira, en mögulegt er að með þessum breytingum verði forsendur fyrir þeim ákvörðunum snúið á hvolf. Áskoranirnar sem skemmtiferðaskipum fylgja eru ýmiskonar, bæði varðandi áhrif þeirra á umhverfið og skattalega umgjörð og eðlilegt að gerðar séu auknar kröfur til þeirra vegna beggja þátta. Hins vegur hefur fyrrgreind aukning í komu skemmtiferðaskipa nokkra kosti sem vert er að hafa í huga: Í fyrsta lagi dreifa skemmtiferðaskip ferðamönnum betur um landið en aðrar greinar ferðaþjónustunnar. Þannig hafa bæjir og þorp fjarri SV-horni landsins notið góðs af komu þessara skipa. Í öðru lagi felst ákveðin áhættudreifing fyrir ferðaþjónustuna að hafa tekjur af þessari grein sem lítur öðrum lögmálum en ferðamenn sem koma með flugi. Að jafnaði bóka skipin komu sína með 4ra ára fyrirvara og því er fyrirsjánleikinn töluverður. Yfir 85% ferðamanna sem heimsækja Ísland koma um Keflavíkurflugvöll, flestir hinna með ferju til Seyðisfjarðar eða skemmtiferðaskipum. Einhverjum gæti þótt það of lítil áhættudreifing. Í þriðja lagi gista farþegar skemmtiferðaskipa um borð í skipinu á meðan viðkomu stendur og eru því ekki í samkeppni við almenning um húsnæði, en húsnæðisvandinn virðist vera eitt helsta viðfangsefni stjórnmálanna nú um stundir. Í fjórða lagi hefur losun frá ferjum og skemmtiferðaskipum verið felld undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (s.k. ETS-kerfi). Það þýðir að skipafélögin verða að vera sér úti um losunarkvóta hyggist þau sigla innan efnahagslögsögu ESB og EES ríkja. Ferðamaður sem kemur til Íslands með ferju eða skemmtiferðaskipi veldur því ekki aukningu í losun. Það gerir hann hins vegar komi hann fljúgandi því flug til og frá Íslandi hefur fengið undanþágu frá þessari innleiðingu. Eðlilegt er að hið opinbera horfi til þess að hámarka opinberar tekjur af komum skemmtiferðaskipa til landsins. Ólíklegt verður að teljast að þessi aðgerð leiði til þess, og hugsanlegt að hún leiði til hins gagnstæða og þar með aukinnar þarfar á annarri tekjuöflun hins opinbera eða niðurskurð útgjalda. Höfundar eru: Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnafjarðarhafnar og formaður Hafnasambands Íslands Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun