Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar 13. nóvember 2024 18:01 Gjarnan er sagt að ekki megi dæma saklausan sekan en á hinn bóginn virðist litlu máli skipta hvort sá sem brotið er á nái rétti sínum, ekki einu sinni hvort hanngeti staðið almennilega uppréttur eftir. Í lögunum virðist stefnan að skárra sé að hundruðir kærenda fái ekki sanngjarna dómsniðurstöðu en að einn ákærðra fái rangan dóm. Það orð liggur á að sá sem ákærður er um nauðgun vinni öll dómsmál. Eðli nauðgunarmálanna er að þær eru yfirleitt alltaf framdar við aðstæður þar sem einungis eru til staðar gerandinn og fórnarlambið. Yfirleitt er ekki um að ræða nein vitni eða réttarfarsleg gögn sem algjörlega sanna brotið eða afsanna. Samkvæmt því sem ég hef getað lesið mér til um sýknur í nauðgunarmálum, þar sem málavöxtum er lýst, hefur mér jafnvel fundist með ólíkindum að hinn ákærði skuli ekki hafa verið sakfelldur. Ég sá einhvern tímann í Fréttablaðinu frekar stutta grein um málið. Þar var að finna tilraun til þess að setja fram statistikk sem átti við árið 2014 og hefur eftir öllum sólarmerkjum að dæma verið fengnar frá ríkissaksóknara. Þar kom fram að 131 nauðgunarmál höfðu verið tilkynnt til lögreglu hér á landi á árinu. Þar af voru 67 mál (um helmingur) send til saksóknara þar sem 15 ákærur voru gefnar út (um 10% af öllum kærum). Dómar voru kveðnir upp í 7 þeirra. Ekki kom fram hve margir þeirra reyndust kærandanum í vil. Ef að líkum lætur hafa það í besta falli verið 2-3. Samkvæmt þeirri ágiskun verður jákvæð niðurstaða fyrir kærandann í um 2% tilfella. Er þá miðað við allar kærur til lögreglu. Eitthvað um 200 nauðgunarmál á ári hafa að meðaltali verið kærð til Lögreglu á síðastliðnum árum. Mér virðist um helmingur þeirra hafa verið sendur til ríkissaksóknara það er um 100 mál á ári. Ég hef reynt að fá tölur frá ríkissaksóknara fyrir síðustu ár um útgáfu ákæra, fjölda dóma og hve margir hefðu verið jákvæðir fyrir kærandann auk athugasemda um hvort merki væru um breytingar um þessar mundir. Svo undarlega brá við að ég fékk neitun á þeim forsendum að of mikil vinna færi í að vinna þær. Ég sem hélt að ég hefði bara verið að biðja um staðalupplýsingar sem ættu að vera fyrir hendi í rekstrinum bæði til upplýsinga fyrir stjórnendur, aðra starfsmenn og almenning svo hann gæti fylgst með þróun mála. Enginn áhugi virtist vera á því. Svo sannarlega er það ekki góður vitnisburður um Embætti ríkissaksóknara. Ég get ekki betur séð en að verið sé að reyna með öllum ráðum forða því að almenningur fái vitneskju um gang mála. Ég kærði neitunina til ákveðinnar kærunefndar sem á að kveða upp úrskurð um svona ágreiningsefni. Í lögunum stendur að hún hafi að meðaltali 150 daga til þess að kveða upp úrskurðinn. Það þýðir væntanlega frestun á því um hálft til heilt ár að upplýsingarnar fáist. Ég vonast til þess að geta birt aðra grein um málið að þeim tíma loknum með tiltækum upplýsingum. Það orð liggur á að einungis 10% allra nauðgana séu yfir höfuð kærð til lögreglu. Það mun vera byggt á erlendum könnunum. Sé það í samræmi við raunveruleikann hérlendis segir hin rýra jákvæða niðurstaða væntanlega þolendum að það sé álíka líklegt að vinna nauðgunarmál fyrir dómstólum og að vinna stóran vinning í happdrætti. Það er sennilega aðalástæðan fyrir því að kærurnar séu ekki fleiri. Afleiðingar þessara dómsmála hafa í sumum tilfellum verið þær að stúlkur sem hafa tapað slíkum málum hafa orðið að flýja héraðið sem þær áttu heima í eða jafnvel landið. Hefðin er nefnilega sú að kenna stúlkunum um jafnvel þannig að þær hafi logið eða blásið málið upp þó öllu venjulegu fólki virðist líklegast að meintur gerandi eigi sökina. Hefð er fyrir því að þær séu veikari aðilinn gagnvart dómskerfinu og væntanlega brothættar að auki. Komið hafa fréttir af gagnákærum til dæmis fyrir rangan áburð. Mér hefur allavega dottið í hug að einhverjar þeirra séu settar fram að sumu eða öllu leyti til þess að brjóta þær niður. Til dæmis til þess að fá þær til þess að hætta við málsóknina eða hefna sín á þeim og gefa jafnvel öðrum sem myndu feta sömu braut til kynna hvaða ráða unnt sé að grípa til. Þetta er reyndar algengt ráð hins sterka í dómsmálum yfirleitt, til þess að kúga hinn veika til uppgjafar enda virðist nóg af verkfærum í lögum til þess. Nauðgun er í raun samkvæmt ofangreindu svo gott sem refsilaus. Þess vegna hefur hópur kvenna gripið til þess neyðarúrræðis að reyna að útiloka þátttöku meintra nauðgara í samfélaginu, auk þeirra sem hafa verið taldir stunda það að fleka ungar stúlkur, einkum undir lögaldri og koma þessum aðilum þannig helst á vonarvöl. Ég hélt á hinn bóginn að ein ástæðan fyrir uppsetningu dómskerfis hefði verið að komast hjá því að eitthvert fólk í þjóðfélaginu tæki sér dómsvaldið til handargagns og framkvæmdi að sinni vild. Ástæðan er hins vegar sú að dómskerfið undir leiðsögn Alþingis stendur sig afleitlega. Dómskerfið og Alþingi virðast nánast hafa sagt sig frá svona málum með þeim afleiðingum að nauðganir eru allt að því refsilausar. Í nauðgunarmálum virðist allt að. Oft virðist kastað höndum til verka bæði af hálfu lögreglunnar og ákæruvaldsins að því er sagt er vegna undirmönnunar. Sem dæmi má nefna að marga mánuði eða ár getur tekið að taka svokallaða skýrslu af kærða og hugsanlegum vitnum sem hann bendir á. Því lengra sem liðið er frá atburðinum því erfiðara er um vik að upplýsa málið. Oft virðist engin vinna lögð í að kynna sér trúverðugleika framburðar. Krafist er mikillar sönnunarbyrði kærandans sem setur hinn ákærða í mjög góða stöðu. Trúir því annars einhver að stúlkur ljúgi upp sök í þessum málum í ef til vill 97- 98% tilfella? Ætli það kæmi ekki að meðaltali heilmikið réttari niðurstaða ef kastað væri upp um niðurstöðuna en að dómararnir kvæðu upp dóm. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Sjá meira
Gjarnan er sagt að ekki megi dæma saklausan sekan en á hinn bóginn virðist litlu máli skipta hvort sá sem brotið er á nái rétti sínum, ekki einu sinni hvort hanngeti staðið almennilega uppréttur eftir. Í lögunum virðist stefnan að skárra sé að hundruðir kærenda fái ekki sanngjarna dómsniðurstöðu en að einn ákærðra fái rangan dóm. Það orð liggur á að sá sem ákærður er um nauðgun vinni öll dómsmál. Eðli nauðgunarmálanna er að þær eru yfirleitt alltaf framdar við aðstæður þar sem einungis eru til staðar gerandinn og fórnarlambið. Yfirleitt er ekki um að ræða nein vitni eða réttarfarsleg gögn sem algjörlega sanna brotið eða afsanna. Samkvæmt því sem ég hef getað lesið mér til um sýknur í nauðgunarmálum, þar sem málavöxtum er lýst, hefur mér jafnvel fundist með ólíkindum að hinn ákærði skuli ekki hafa verið sakfelldur. Ég sá einhvern tímann í Fréttablaðinu frekar stutta grein um málið. Þar var að finna tilraun til þess að setja fram statistikk sem átti við árið 2014 og hefur eftir öllum sólarmerkjum að dæma verið fengnar frá ríkissaksóknara. Þar kom fram að 131 nauðgunarmál höfðu verið tilkynnt til lögreglu hér á landi á árinu. Þar af voru 67 mál (um helmingur) send til saksóknara þar sem 15 ákærur voru gefnar út (um 10% af öllum kærum). Dómar voru kveðnir upp í 7 þeirra. Ekki kom fram hve margir þeirra reyndust kærandanum í vil. Ef að líkum lætur hafa það í besta falli verið 2-3. Samkvæmt þeirri ágiskun verður jákvæð niðurstaða fyrir kærandann í um 2% tilfella. Er þá miðað við allar kærur til lögreglu. Eitthvað um 200 nauðgunarmál á ári hafa að meðaltali verið kærð til Lögreglu á síðastliðnum árum. Mér virðist um helmingur þeirra hafa verið sendur til ríkissaksóknara það er um 100 mál á ári. Ég hef reynt að fá tölur frá ríkissaksóknara fyrir síðustu ár um útgáfu ákæra, fjölda dóma og hve margir hefðu verið jákvæðir fyrir kærandann auk athugasemda um hvort merki væru um breytingar um þessar mundir. Svo undarlega brá við að ég fékk neitun á þeim forsendum að of mikil vinna færi í að vinna þær. Ég sem hélt að ég hefði bara verið að biðja um staðalupplýsingar sem ættu að vera fyrir hendi í rekstrinum bæði til upplýsinga fyrir stjórnendur, aðra starfsmenn og almenning svo hann gæti fylgst með þróun mála. Enginn áhugi virtist vera á því. Svo sannarlega er það ekki góður vitnisburður um Embætti ríkissaksóknara. Ég get ekki betur séð en að verið sé að reyna með öllum ráðum forða því að almenningur fái vitneskju um gang mála. Ég kærði neitunina til ákveðinnar kærunefndar sem á að kveða upp úrskurð um svona ágreiningsefni. Í lögunum stendur að hún hafi að meðaltali 150 daga til þess að kveða upp úrskurðinn. Það þýðir væntanlega frestun á því um hálft til heilt ár að upplýsingarnar fáist. Ég vonast til þess að geta birt aðra grein um málið að þeim tíma loknum með tiltækum upplýsingum. Það orð liggur á að einungis 10% allra nauðgana séu yfir höfuð kærð til lögreglu. Það mun vera byggt á erlendum könnunum. Sé það í samræmi við raunveruleikann hérlendis segir hin rýra jákvæða niðurstaða væntanlega þolendum að það sé álíka líklegt að vinna nauðgunarmál fyrir dómstólum og að vinna stóran vinning í happdrætti. Það er sennilega aðalástæðan fyrir því að kærurnar séu ekki fleiri. Afleiðingar þessara dómsmála hafa í sumum tilfellum verið þær að stúlkur sem hafa tapað slíkum málum hafa orðið að flýja héraðið sem þær áttu heima í eða jafnvel landið. Hefðin er nefnilega sú að kenna stúlkunum um jafnvel þannig að þær hafi logið eða blásið málið upp þó öllu venjulegu fólki virðist líklegast að meintur gerandi eigi sökina. Hefð er fyrir því að þær séu veikari aðilinn gagnvart dómskerfinu og væntanlega brothættar að auki. Komið hafa fréttir af gagnákærum til dæmis fyrir rangan áburð. Mér hefur allavega dottið í hug að einhverjar þeirra séu settar fram að sumu eða öllu leyti til þess að brjóta þær niður. Til dæmis til þess að fá þær til þess að hætta við málsóknina eða hefna sín á þeim og gefa jafnvel öðrum sem myndu feta sömu braut til kynna hvaða ráða unnt sé að grípa til. Þetta er reyndar algengt ráð hins sterka í dómsmálum yfirleitt, til þess að kúga hinn veika til uppgjafar enda virðist nóg af verkfærum í lögum til þess. Nauðgun er í raun samkvæmt ofangreindu svo gott sem refsilaus. Þess vegna hefur hópur kvenna gripið til þess neyðarúrræðis að reyna að útiloka þátttöku meintra nauðgara í samfélaginu, auk þeirra sem hafa verið taldir stunda það að fleka ungar stúlkur, einkum undir lögaldri og koma þessum aðilum þannig helst á vonarvöl. Ég hélt á hinn bóginn að ein ástæðan fyrir uppsetningu dómskerfis hefði verið að komast hjá því að eitthvert fólk í þjóðfélaginu tæki sér dómsvaldið til handargagns og framkvæmdi að sinni vild. Ástæðan er hins vegar sú að dómskerfið undir leiðsögn Alþingis stendur sig afleitlega. Dómskerfið og Alþingi virðast nánast hafa sagt sig frá svona málum með þeim afleiðingum að nauðganir eru allt að því refsilausar. Í nauðgunarmálum virðist allt að. Oft virðist kastað höndum til verka bæði af hálfu lögreglunnar og ákæruvaldsins að því er sagt er vegna undirmönnunar. Sem dæmi má nefna að marga mánuði eða ár getur tekið að taka svokallaða skýrslu af kærða og hugsanlegum vitnum sem hann bendir á. Því lengra sem liðið er frá atburðinum því erfiðara er um vik að upplýsa málið. Oft virðist engin vinna lögð í að kynna sér trúverðugleika framburðar. Krafist er mikillar sönnunarbyrði kærandans sem setur hinn ákærða í mjög góða stöðu. Trúir því annars einhver að stúlkur ljúgi upp sök í þessum málum í ef til vill 97- 98% tilfella? Ætli það kæmi ekki að meðaltali heilmikið réttari niðurstaða ef kastað væri upp um niðurstöðuna en að dómararnir kvæðu upp dóm. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun