Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar 13. nóvember 2024 12:45 Öflugt íþrótta og æskulýðsstarf byggir á félagslegu réttlæti og jöfnuði. Markmiðið er að öll börn fái að njóta þeirra jákvæðu áhrifa sem fylgja þátttöku í íþróttum og æskulýðsstarfi, þar sem þau fá tækifæri til að þroskast í öruggu umhverfi, óháð hæfni, uppruna, kyni eða fötlun, hvort sem þau stefna á afreksíþróttir eða ekki.Íþróttir snúast ekki aðeins um keppni heldur um að efla félagsþroska, sjálfstraust og samstöðu hjá börnum og ungmennum. Með jöfnum tækifærum til þátttöku í íþróttum stuðlum við að betri lýðheilsu, sterkari sjálfsmynd og aukinni seiglu meðal komandi kynslóða. Verkefni eins og „Allir með“ eru mikilvæg í þessu samhengi, þar sem aðeins 4% fatlaðra barna stunda nú íþróttir. Verkefnið veitir íþróttafélögum stuðning til að skapa umhverfi þar sem þau fá að æfa með jafningjum sínum. Til þess að tryggja þetta allt þarf að selja mjög mikið af klósettpappír! Sjálfboðaliðar, peningar og fjármögnun Þrátt fyrir að íþróttaiðkenndur og sjálfboðaliðar standi í ströngu við að selja klósettpappír í brettavís, er það langt frá því að duga til að halda úti almennu íþróttastarfi. Þúsundir sjálfboðaliða leggja fram krafta sína af heilum hug og stuðla þannig að tækifærum fyrir ungt fólk um allt land til þess að taka þátt í íþróttastarfi.Á hverju ári þarf samt að hagræða í rekstrinum, enda er rekstur íþróttafélaga á Íslandi krefjandi og byggir að miklu leyti á sjálfboðavinnu og fjáröflunum. Kröfur samfélagsins eru líka mun meiri en þær voru, það kostar peninga. Flest íþróttafélög reiða sig á félagsgjöld, styrki frá sveitarfélögum og ýmis konar söfnunarverkefni til að standa undir kostnaði við æfingaaðstöðu og búnað, þjálfaralaun og viðhaldi innviða. Álagið á sjálfboðaliða er mikið, þar sem aðkoma þeirra er nauðsynleg til að viðhalda öflugu íþróttastarfi. Mikil þörf er á auknu fjármagni til að tryggja bestu mögulegu íþróttaaðstöðu fyrir börn og ungmenni um allt land. Það er þörf á nýju fjármögnunar-módeli. Ef hið opinbera veitir íþróttafélögum frekari styrki geta þau náð markmiðum sínum, bætt kjör þjálfara og dregið úr æfingagjöldum, sem nýtist þeim börnum sem koma frá tekjuminni heimilum. Þá gætu félögin stutt við íþróttir fyrir fötluð börn og ungmenni, skipt jafnt á milli karla og kvennaflokka, unnið að afreksdeildum og staðið við lýðheilsumarkmið. Hlutverk sjálfboðaliða yrði áfram mikilvægt fyrir félagsandann en aukinn stuðningur myndi draga úr fjáröflunarþörf og minnka álagið á sjálfboðaliðum. ÍSÍ og sérgreinasamböndin myndu halda áfram að stýra faglegri uppbyggingu, setja gæðaviðmið og tryggja að opinberir styrkir renni til verkefna sem efla lýðheilsu og jafnræði. Með þessum stuðningi yrðu jöfn tækifæri tryggð fyrir öll aldursstig til að njóta íþróttastarfs. Aðstöðuleysi og þjóðarhöll Þetta má ekki skilja sem svo að ég sé á móti fjáröflunum, þvert á móti þá eru þær göfugar, uppbyggilegar og mótandi fyrir samstöðu og hinn eftirsóknarverða ungmennafélagsanda það sem eftir er ævinnar. En það þarf eitthvað meira að koma til, við þurfum stefnu fyrir íþróttir til langtíma sem tryggir jöfn tækifæri til þátttöku og árangurs, eftir því hvað fólk kýs. Á íslandi erum við svo heppin að eiga fjölda afreksfólks í íþróttum þrátt fyrir að eiga ekki afgerandi stefnu fyrir afreksfólk. Það er gríðarlega mikilvægt að við eigum slíkar fyrirmyndir sem náð hafa svo langt, oft þrátt fyrir aðstöðuleysi. Það er langt í land, við þurfum að byrja á því að byggja upp aðstöðu fyrir æfingar og keppni sem standast skoðun, ný þjóðarhöll er varða á þeirri leið. Við þurfum að byggja upp fjárhagslegan stuðning til að byggja undir árangursrík íþróttastarf til langtíma. Enn sem komið er, er ekki útlit fyrir annað en að við þurfum þjóðarátak í sölu á klósettpappír. Höfundur skipar 2. sæti á lista VG i Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Bjarki Hjörleifsson Mest lesið Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Öflugt íþrótta og æskulýðsstarf byggir á félagslegu réttlæti og jöfnuði. Markmiðið er að öll börn fái að njóta þeirra jákvæðu áhrifa sem fylgja þátttöku í íþróttum og æskulýðsstarfi, þar sem þau fá tækifæri til að þroskast í öruggu umhverfi, óháð hæfni, uppruna, kyni eða fötlun, hvort sem þau stefna á afreksíþróttir eða ekki.Íþróttir snúast ekki aðeins um keppni heldur um að efla félagsþroska, sjálfstraust og samstöðu hjá börnum og ungmennum. Með jöfnum tækifærum til þátttöku í íþróttum stuðlum við að betri lýðheilsu, sterkari sjálfsmynd og aukinni seiglu meðal komandi kynslóða. Verkefni eins og „Allir með“ eru mikilvæg í þessu samhengi, þar sem aðeins 4% fatlaðra barna stunda nú íþróttir. Verkefnið veitir íþróttafélögum stuðning til að skapa umhverfi þar sem þau fá að æfa með jafningjum sínum. Til þess að tryggja þetta allt þarf að selja mjög mikið af klósettpappír! Sjálfboðaliðar, peningar og fjármögnun Þrátt fyrir að íþróttaiðkenndur og sjálfboðaliðar standi í ströngu við að selja klósettpappír í brettavís, er það langt frá því að duga til að halda úti almennu íþróttastarfi. Þúsundir sjálfboðaliða leggja fram krafta sína af heilum hug og stuðla þannig að tækifærum fyrir ungt fólk um allt land til þess að taka þátt í íþróttastarfi.Á hverju ári þarf samt að hagræða í rekstrinum, enda er rekstur íþróttafélaga á Íslandi krefjandi og byggir að miklu leyti á sjálfboðavinnu og fjáröflunum. Kröfur samfélagsins eru líka mun meiri en þær voru, það kostar peninga. Flest íþróttafélög reiða sig á félagsgjöld, styrki frá sveitarfélögum og ýmis konar söfnunarverkefni til að standa undir kostnaði við æfingaaðstöðu og búnað, þjálfaralaun og viðhaldi innviða. Álagið á sjálfboðaliða er mikið, þar sem aðkoma þeirra er nauðsynleg til að viðhalda öflugu íþróttastarfi. Mikil þörf er á auknu fjármagni til að tryggja bestu mögulegu íþróttaaðstöðu fyrir börn og ungmenni um allt land. Það er þörf á nýju fjármögnunar-módeli. Ef hið opinbera veitir íþróttafélögum frekari styrki geta þau náð markmiðum sínum, bætt kjör þjálfara og dregið úr æfingagjöldum, sem nýtist þeim börnum sem koma frá tekjuminni heimilum. Þá gætu félögin stutt við íþróttir fyrir fötluð börn og ungmenni, skipt jafnt á milli karla og kvennaflokka, unnið að afreksdeildum og staðið við lýðheilsumarkmið. Hlutverk sjálfboðaliða yrði áfram mikilvægt fyrir félagsandann en aukinn stuðningur myndi draga úr fjáröflunarþörf og minnka álagið á sjálfboðaliðum. ÍSÍ og sérgreinasamböndin myndu halda áfram að stýra faglegri uppbyggingu, setja gæðaviðmið og tryggja að opinberir styrkir renni til verkefna sem efla lýðheilsu og jafnræði. Með þessum stuðningi yrðu jöfn tækifæri tryggð fyrir öll aldursstig til að njóta íþróttastarfs. Aðstöðuleysi og þjóðarhöll Þetta má ekki skilja sem svo að ég sé á móti fjáröflunum, þvert á móti þá eru þær göfugar, uppbyggilegar og mótandi fyrir samstöðu og hinn eftirsóknarverða ungmennafélagsanda það sem eftir er ævinnar. En það þarf eitthvað meira að koma til, við þurfum stefnu fyrir íþróttir til langtíma sem tryggir jöfn tækifæri til þátttöku og árangurs, eftir því hvað fólk kýs. Á íslandi erum við svo heppin að eiga fjölda afreksfólks í íþróttum þrátt fyrir að eiga ekki afgerandi stefnu fyrir afreksfólk. Það er gríðarlega mikilvægt að við eigum slíkar fyrirmyndir sem náð hafa svo langt, oft þrátt fyrir aðstöðuleysi. Það er langt í land, við þurfum að byrja á því að byggja upp aðstöðu fyrir æfingar og keppni sem standast skoðun, ný þjóðarhöll er varða á þeirri leið. Við þurfum að byggja upp fjárhagslegan stuðning til að byggja undir árangursrík íþróttastarf til langtíma. Enn sem komið er, er ekki útlit fyrir annað en að við þurfum þjóðarátak í sölu á klósettpappír. Höfundur skipar 2. sæti á lista VG i Norðvesturkjördæmi.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun