Hver borgar? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 10. desember 2014 07:00 Ríkissjóður Íslands er nú loks farinn að skila afgangi hafandi verið rekinn með halla í hálfan áratug frá árinu 2008. Skuldirnar sem söfnuðust á þeim tíma sliga nú ríkissjóð og er svo komið að vaxtagreiðslur eru orðnar meðal þriggja stærstu útgjaldaliða ríkisins. Árlega jafngilda þær nánast öllum viðbótarskatttekjum sem innheimtar eru af fyrirtækjum og heimilum vegna skattahækkana síðustu ára, ríflega 80 milljörðum króna. Þrátt fyrir alvarlega skuldastöðu ríkissjóðs er ekki að merkja hjá núverandi stjórnvöldum metnaðarfull áform um að grynnka á þessum skuldum. Þvert á móti gerir langtímaáætlun stjórnvalda ráð fyrir að skuldahlutfallið lækki aðallega samfara verðbólgu og hagvexti frekar en með beinni niðurgreiðslu skulda. Sú stefna veldur því að vaxtakostnaður verður áfram dragbítur á ríkissjóði og gerir stjórnvöldum erfitt um vik að lækka álögur og auka samkeppnishæfni innlendra aðila. Einhver þarf að borga. Íslenskt fjármálakerfi hefur ekki farið varhluta af auknum skatta- og gjaldaálögum síðastliðinna ára. Regluverkið í kringum það hefur á sama tíma verið aukið og auknar kröfur um eiginfjárbindingu hafa aukið fjármögnunarkostnað íslenskra fjármálafyrirtækja. Vissulega má færa rök fyrir því að bankastofnanir greiði fyrir t.a.m. ríkisábyrgð innlána á meðan hún er til staðar en slík skattheimta þarf að vera í samræmi við þann opinbera stuðning sem þær hljóta. Einnig væri eðlilegt að slíkur stuðningur væri valkvæður og bankastofnanir hefðu val um hvort þær starfi í skjóli slíkrar ábyrgðar. En er það svo að á meðan að bankarnir borga meira að þá borgi fólkið í landinu minna? Það liggur í hlutarins eðli að fyrirtækin sjálf bera ekki kostnaðinn. Við skattleggjum hvorki hús né borð né stóla. Kostnaðurinn er alltaf borinn af einstaklingum, eigendum, launþegum eða viðskiptavinum og spurningin er einungis hvernig kostnaðurinn dreifist. Til skemmri tíma geta auknar álögur komið fram í minni arðsemi og eigendur þannig borið kostnaðinn. Slíkt er þó ekki jafnvægisástand en á endanum munu allar varanlegar álögur á bankastofnanir skila sér í auknum vaxtamun og þ.a.l. í lakari vaxtakjörum fyrir bæði fyrirtæki og heimili. Viðskiptavinir bera því ávallt stóran hluta þess kostnaðar sem lagður er á fyrirtækin. Þrátt fyrir að vaxtamunur íslenskra banka hafi lækkað síðustu misserin, m.a. vegna minnkandi verðbólgu, þá er vaxtamunur þeirra enn mikill í alþjóðlegum samanburði. Álagður vaxtamunur veitir sterka vísbendingu um samkeppnishæfni bankanna en margar ástæður eru fyrir því hve mikill hann er hér á landi, og flestar þeirra „sér-íslenskar“. Smæð bankakerfisins, tilkoma fjármagnshafta, mikil eiginfjárbinding, óstöðugt efnahagsumhverfi og mikil skattbyrði í samanburði við önnur lönd er allt til þess fallið að auka vaxtamun, þó ekki sé einungis við ytri þætti að sakast. Rekstrarkostnaður íslensku bankanna er einnig hár, hærri en almennt er hjá erlendum bönkum svipuðum að stærð. Það skyldi því engan undra að erlendir bankar séu orðnir nokkuð fyrirferðarmiklir í útlánum til innlendra fyrirtækja og að þeir séu enn að sækja í sig veðrið. Að vissu leyti er jákvætt að erlendir lánamarkaðir skuli á ný vera að opnast innlendum fyrirtækjum en um leið er mikilvægt að hafa í huga að á meðan að íslenskir bankar búa ekki við sömu starfsskilyrði og erlendir samkeppnisaðilar þá munu þeir ávallt eiga á brattann að sækja. Að öðru óbreyttu er því fyrirséð að útlánamarkaður muni breytast á komandi árum. Sé ætlunin að tryggja samkeppnishæfni innlendra fyrirtækja þarf að finna leiðir til að minnka álögur á innlenda starfsemi. Nauðsynlegt er að rjúfa vítahring mikillar skuldsetningar og íþyngjandi vaxtakostnaðar og til þess þarf tvennt að eiga sér stað. Í fyrsta lagi þarf að koma böndum á ríkisútgjöld og nýta svigrúmið sem af því myndast til niðurgreiðslu skulda. Það eitt dugir þó ekki til og þarf í öðru lagi að selja ríkiseignir. Fjármálaráðherra hefur nú þegar boðað sölu á 30% eignarhlut í Landsbankanum en með hliðsjón af skuldsetningu ríkissjóðs yrði það einungis dropi í hafið. Nauðsynlegt er að ganga lengra og t.a.m. endurgreiða gjaldeyrisforðalánin að hluta og huga að sölu á eignarhlut í Landsvirkjun. Allt er þetta samhangandi. Verði ekkert aðhafst til að lækka skuldir ríkissjóðs mun áfram þurfa að skattleggja fólk og fyrirtæki til að standa undir þeim kostnaði. Þeir peningar munu þó ekki falla af himnum ofan heldur mun álagningin skila sér í hærra verði til neytenda. Fyrirtækin verða ósamkeppnishæf og við fáum að borga! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Ríkissjóður Íslands er nú loks farinn að skila afgangi hafandi verið rekinn með halla í hálfan áratug frá árinu 2008. Skuldirnar sem söfnuðust á þeim tíma sliga nú ríkissjóð og er svo komið að vaxtagreiðslur eru orðnar meðal þriggja stærstu útgjaldaliða ríkisins. Árlega jafngilda þær nánast öllum viðbótarskatttekjum sem innheimtar eru af fyrirtækjum og heimilum vegna skattahækkana síðustu ára, ríflega 80 milljörðum króna. Þrátt fyrir alvarlega skuldastöðu ríkissjóðs er ekki að merkja hjá núverandi stjórnvöldum metnaðarfull áform um að grynnka á þessum skuldum. Þvert á móti gerir langtímaáætlun stjórnvalda ráð fyrir að skuldahlutfallið lækki aðallega samfara verðbólgu og hagvexti frekar en með beinni niðurgreiðslu skulda. Sú stefna veldur því að vaxtakostnaður verður áfram dragbítur á ríkissjóði og gerir stjórnvöldum erfitt um vik að lækka álögur og auka samkeppnishæfni innlendra aðila. Einhver þarf að borga. Íslenskt fjármálakerfi hefur ekki farið varhluta af auknum skatta- og gjaldaálögum síðastliðinna ára. Regluverkið í kringum það hefur á sama tíma verið aukið og auknar kröfur um eiginfjárbindingu hafa aukið fjármögnunarkostnað íslenskra fjármálafyrirtækja. Vissulega má færa rök fyrir því að bankastofnanir greiði fyrir t.a.m. ríkisábyrgð innlána á meðan hún er til staðar en slík skattheimta þarf að vera í samræmi við þann opinbera stuðning sem þær hljóta. Einnig væri eðlilegt að slíkur stuðningur væri valkvæður og bankastofnanir hefðu val um hvort þær starfi í skjóli slíkrar ábyrgðar. En er það svo að á meðan að bankarnir borga meira að þá borgi fólkið í landinu minna? Það liggur í hlutarins eðli að fyrirtækin sjálf bera ekki kostnaðinn. Við skattleggjum hvorki hús né borð né stóla. Kostnaðurinn er alltaf borinn af einstaklingum, eigendum, launþegum eða viðskiptavinum og spurningin er einungis hvernig kostnaðurinn dreifist. Til skemmri tíma geta auknar álögur komið fram í minni arðsemi og eigendur þannig borið kostnaðinn. Slíkt er þó ekki jafnvægisástand en á endanum munu allar varanlegar álögur á bankastofnanir skila sér í auknum vaxtamun og þ.a.l. í lakari vaxtakjörum fyrir bæði fyrirtæki og heimili. Viðskiptavinir bera því ávallt stóran hluta þess kostnaðar sem lagður er á fyrirtækin. Þrátt fyrir að vaxtamunur íslenskra banka hafi lækkað síðustu misserin, m.a. vegna minnkandi verðbólgu, þá er vaxtamunur þeirra enn mikill í alþjóðlegum samanburði. Álagður vaxtamunur veitir sterka vísbendingu um samkeppnishæfni bankanna en margar ástæður eru fyrir því hve mikill hann er hér á landi, og flestar þeirra „sér-íslenskar“. Smæð bankakerfisins, tilkoma fjármagnshafta, mikil eiginfjárbinding, óstöðugt efnahagsumhverfi og mikil skattbyrði í samanburði við önnur lönd er allt til þess fallið að auka vaxtamun, þó ekki sé einungis við ytri þætti að sakast. Rekstrarkostnaður íslensku bankanna er einnig hár, hærri en almennt er hjá erlendum bönkum svipuðum að stærð. Það skyldi því engan undra að erlendir bankar séu orðnir nokkuð fyrirferðarmiklir í útlánum til innlendra fyrirtækja og að þeir séu enn að sækja í sig veðrið. Að vissu leyti er jákvætt að erlendir lánamarkaðir skuli á ný vera að opnast innlendum fyrirtækjum en um leið er mikilvægt að hafa í huga að á meðan að íslenskir bankar búa ekki við sömu starfsskilyrði og erlendir samkeppnisaðilar þá munu þeir ávallt eiga á brattann að sækja. Að öðru óbreyttu er því fyrirséð að útlánamarkaður muni breytast á komandi árum. Sé ætlunin að tryggja samkeppnishæfni innlendra fyrirtækja þarf að finna leiðir til að minnka álögur á innlenda starfsemi. Nauðsynlegt er að rjúfa vítahring mikillar skuldsetningar og íþyngjandi vaxtakostnaðar og til þess þarf tvennt að eiga sér stað. Í fyrsta lagi þarf að koma böndum á ríkisútgjöld og nýta svigrúmið sem af því myndast til niðurgreiðslu skulda. Það eitt dugir þó ekki til og þarf í öðru lagi að selja ríkiseignir. Fjármálaráðherra hefur nú þegar boðað sölu á 30% eignarhlut í Landsbankanum en með hliðsjón af skuldsetningu ríkissjóðs yrði það einungis dropi í hafið. Nauðsynlegt er að ganga lengra og t.a.m. endurgreiða gjaldeyrisforðalánin að hluta og huga að sölu á eignarhlut í Landsvirkjun. Allt er þetta samhangandi. Verði ekkert aðhafst til að lækka skuldir ríkissjóðs mun áfram þurfa að skattleggja fólk og fyrirtæki til að standa undir þeim kostnaði. Þeir peningar munu þó ekki falla af himnum ofan heldur mun álagningin skila sér í hærra verði til neytenda. Fyrirtækin verða ósamkeppnishæf og við fáum að borga!
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar