Frumbyggjaskóli SÞ? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 8. nóvember 2014 07:00 Á ráðstefnunni Arctic Circle í Reykjavík voru fjöldamargir boltar á lofti. Að þessu sinni var sem betur fer lögð meiri áhersla en áður á brýn málefni sem lágt ris var á í fyrra: Umhverfismál og málefni frumbyggja. Áfram komu líka skarpar andstæður í ljós sem munu varða einna mestu um framtíð samfélaga: Gríðarleg áhersla fjárfesta, margra fyrirtækja, stjórnvalda og sumra stofnana á tækifæri á norðurslóðum á aðra hönd en andstaða margra við að of geyst sé farið á hina. Og enn fremur að umhverfismál eigi að vera í forgrunni, ekki auðlindavinnsla eða hröð uppbygging stórfenglegra innviða. Þetta kristallaðist meðal annars í orðum rússnesks talsmanns olíuvinnslu sem sér fyrir sér að 60% olíuforða sem við þörfnumst (að óbreyttum orkukröfum) sé ófundinn og þar af sé stór hluti í norðrinu – og svo aftur orðum bandarísks prófessors sem segir að aðeins megi vinna hluta þeirrar olíu og þess gass, sem vitað er um, ef halda á hlýnuninni innan viðráðanlegra marka. Frumbyggjar áttu sinn höfuðkynningartíma og sagði fulltrúi þeirra að löngu væri kominn tími til þess að við, neytendur sunnan heimskautsbaugs, tækjum til í eigin bakgarði; frumbyggjum hafi liðið ágætlega lengst af en viðhorf þeirra og kunnátta, auk mannréttinda og lífsskilyrða, ættu miklu meira erindi en fram að þessu í verkefnin sem tækifæri og vandamál sóknarinnar til norðurs fælu í sér. Að athuguðu máli lagði ég fram skriflega tillögu til fulltrúa mannréttindaskrifstofu SÞ (Office of UN High Commissioner for Human Rights) á ráðstefnunni og afrit til Norðurslóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins ásamt Skrifstofu auðlinda- og umhverfismála. Tillagan hvetur til þess að komið verði á fót svipaðri námsstofnun í málefnum frumbyggja norðurslóða og hér starfar sem Jarðhitaskóli SÞ (og sams konar skólar í jarðvegs- og fiskveiðimálum). Frumbyggjaskóli væri ætlaður okkur „ekki-frumbyggjum“, jafnt háskólaborgurum sem öðrum, víða um heim til að fræðast um réttindi, menningu og þekkingu fólksins. Hann væri sennilega staðsettur í einhverju hinna norðurskautslandanna, ekki hér. Þannig kæmust mikilvæg viðhorf og kunnátta miklu betur til skila en ella, og styrktu andspyrnuna gegn loftslagsbreytingum, skynsamlega nýtingu auðlinda og nauðsynlega aðlögun að hlýnun sem þegar ógnar allt of mörgu, eins og splunkuný loftslagsskýrsla SÞ ber með sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Á ráðstefnunni Arctic Circle í Reykjavík voru fjöldamargir boltar á lofti. Að þessu sinni var sem betur fer lögð meiri áhersla en áður á brýn málefni sem lágt ris var á í fyrra: Umhverfismál og málefni frumbyggja. Áfram komu líka skarpar andstæður í ljós sem munu varða einna mestu um framtíð samfélaga: Gríðarleg áhersla fjárfesta, margra fyrirtækja, stjórnvalda og sumra stofnana á tækifæri á norðurslóðum á aðra hönd en andstaða margra við að of geyst sé farið á hina. Og enn fremur að umhverfismál eigi að vera í forgrunni, ekki auðlindavinnsla eða hröð uppbygging stórfenglegra innviða. Þetta kristallaðist meðal annars í orðum rússnesks talsmanns olíuvinnslu sem sér fyrir sér að 60% olíuforða sem við þörfnumst (að óbreyttum orkukröfum) sé ófundinn og þar af sé stór hluti í norðrinu – og svo aftur orðum bandarísks prófessors sem segir að aðeins megi vinna hluta þeirrar olíu og þess gass, sem vitað er um, ef halda á hlýnuninni innan viðráðanlegra marka. Frumbyggjar áttu sinn höfuðkynningartíma og sagði fulltrúi þeirra að löngu væri kominn tími til þess að við, neytendur sunnan heimskautsbaugs, tækjum til í eigin bakgarði; frumbyggjum hafi liðið ágætlega lengst af en viðhorf þeirra og kunnátta, auk mannréttinda og lífsskilyrða, ættu miklu meira erindi en fram að þessu í verkefnin sem tækifæri og vandamál sóknarinnar til norðurs fælu í sér. Að athuguðu máli lagði ég fram skriflega tillögu til fulltrúa mannréttindaskrifstofu SÞ (Office of UN High Commissioner for Human Rights) á ráðstefnunni og afrit til Norðurslóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins ásamt Skrifstofu auðlinda- og umhverfismála. Tillagan hvetur til þess að komið verði á fót svipaðri námsstofnun í málefnum frumbyggja norðurslóða og hér starfar sem Jarðhitaskóli SÞ (og sams konar skólar í jarðvegs- og fiskveiðimálum). Frumbyggjaskóli væri ætlaður okkur „ekki-frumbyggjum“, jafnt háskólaborgurum sem öðrum, víða um heim til að fræðast um réttindi, menningu og þekkingu fólksins. Hann væri sennilega staðsettur í einhverju hinna norðurskautslandanna, ekki hér. Þannig kæmust mikilvæg viðhorf og kunnátta miklu betur til skila en ella, og styrktu andspyrnuna gegn loftslagsbreytingum, skynsamlega nýtingu auðlinda og nauðsynlega aðlögun að hlýnun sem þegar ógnar allt of mörgu, eins og splunkuný loftslagsskýrsla SÞ ber með sér.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun