Svo margir efnilegir en… Martha Árnadóttir skrifar 5. nóvember 2014 07:00 Tilhugsunin um að ná snilldartökum á einhverju, sem skiptir okkur miklu máli, er hrikalega góð – ekki satt? Daniel Pink segir, að rótina að snilldartökum megi finna í fyrirbæri sem hann kallar „flæði“ en flæði verður til í kjöraðstæðum þar sem áskoranir koma heim og saman við hæfileika okkar. Í flæðinu verða markmiðin kristaltær og skilin milli viðfangsefnis og okkar sjálfra verða óskýr – við rennum saman við það sem við erum að gera. Pink segir jafnframt að þótt snilldartökum verði ekki náð án flæðis, tryggi flæði á engan hátt að snilldartökum verði náð. Flæði getur orðið til í augnablikinu eða deginum en það tekur mánuði eða ár, jafnvel áratugi, að ná snilldartökum á einhverju. Kynda undir ástríðunniMikilvægast er að geta séð hæfni sína í því ljósi að hana megi endalaust þroska og efla. Í þessu samhengi verða framfarir umfram allt eftirsóknarverðar. Markmiðin eru lærdómstengd, mistök ekki alvarlegt mál og fyrirhöfnin sjálfsögð. Að vera tilbúin til að leggja það á sig sem þarf, þrautseigja og úthugsuð framkvæmd. Að þola mótsagnir, óvissu og sveiflur, sem til skiptis valda gremju eða kynda undir ástríðunni. Að skilja að þetta hvort tveggja er tímabundið og að sveiflan er viðvarandi er mikilvægt. Ef allt gengur á afturfótunum þá vitum við að það gengur yfir og það sama gildir um velgengnina, hún gengur líka yfir. Fáir útvaldirÉg held það séu engar ýkjur þegar sagt er að það taki allt að tíu ár að ná snilldartökum á einhverju og þrautseigja sé sá eiginleiki sem ráði úrslitum – en skilgreina má þrautseigju sem ástríðu og úthald til að ná langtímamarkmiðum. Í ljósi þess er það engin tilviljun að margt bendir til að við ráðningar hafi þrautseigja náð forystusætinu af greindarvísitölu (IQ), sem besta forspárgildi um frammistöðu í starfi. Þetta bendir líka til að meðfæddir eiginleikar séu lítils virði ef ástríðu og úthald skortir til að ná þeim snilldartökum sem við sækjumst eftir – útskýrir líka af hverju svo margir eru efnilegir en fáir útvaldir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Martha Árnadóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Tilhugsunin um að ná snilldartökum á einhverju, sem skiptir okkur miklu máli, er hrikalega góð – ekki satt? Daniel Pink segir, að rótina að snilldartökum megi finna í fyrirbæri sem hann kallar „flæði“ en flæði verður til í kjöraðstæðum þar sem áskoranir koma heim og saman við hæfileika okkar. Í flæðinu verða markmiðin kristaltær og skilin milli viðfangsefnis og okkar sjálfra verða óskýr – við rennum saman við það sem við erum að gera. Pink segir jafnframt að þótt snilldartökum verði ekki náð án flæðis, tryggi flæði á engan hátt að snilldartökum verði náð. Flæði getur orðið til í augnablikinu eða deginum en það tekur mánuði eða ár, jafnvel áratugi, að ná snilldartökum á einhverju. Kynda undir ástríðunniMikilvægast er að geta séð hæfni sína í því ljósi að hana megi endalaust þroska og efla. Í þessu samhengi verða framfarir umfram allt eftirsóknarverðar. Markmiðin eru lærdómstengd, mistök ekki alvarlegt mál og fyrirhöfnin sjálfsögð. Að vera tilbúin til að leggja það á sig sem þarf, þrautseigja og úthugsuð framkvæmd. Að þola mótsagnir, óvissu og sveiflur, sem til skiptis valda gremju eða kynda undir ástríðunni. Að skilja að þetta hvort tveggja er tímabundið og að sveiflan er viðvarandi er mikilvægt. Ef allt gengur á afturfótunum þá vitum við að það gengur yfir og það sama gildir um velgengnina, hún gengur líka yfir. Fáir útvaldirÉg held það séu engar ýkjur þegar sagt er að það taki allt að tíu ár að ná snilldartökum á einhverju og þrautseigja sé sá eiginleiki sem ráði úrslitum – en skilgreina má þrautseigju sem ástríðu og úthald til að ná langtímamarkmiðum. Í ljósi þess er það engin tilviljun að margt bendir til að við ráðningar hafi þrautseigja náð forystusætinu af greindarvísitölu (IQ), sem besta forspárgildi um frammistöðu í starfi. Þetta bendir líka til að meðfæddir eiginleikar séu lítils virði ef ástríðu og úthald skortir til að ná þeim snilldartökum sem við sækjumst eftir – útskýrir líka af hverju svo margir eru efnilegir en fáir útvaldir.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun