Too big to semj Pawel Bartoszek skrifar 27. júní 2014 10:40 Í þriðja skipti á örskömmum tíma er lagasetningu, eða í það minnsta hótun um lagasetningu, beitt í þágu fyrirtækis sem getur ekki samið um kaup við starfsfólk sitt. Lög voru sett á verkfall flugmanna hjá Icelandair, lög hefðu án efa verið sett á verkfall flugfreyja hjá Icelandair og það var nánast búið að setja lög á verkfall flugvirkja hjá Icelandair áður en flugvirkjarnir hættu við sínar aðgerðir. Enn á ný hófst tal um að fámenn hálaunastétt ætti ekki að fá að lama samgöngur til og frá landinu. Ágætlega heppnuð áróðursrök. Fólki er illa við að fólk hafi há laun. Fólki er illa við fólk sem truflar sumarfrí annars fólks. Við Íslendingar erum háðir flugi þegar kemur að samgöngum til og frá landinu og auðvitað mætti fallast á það að ein stétt á ekki að fá að „lama samgöngur“ sama hve há eða lág laun hennar eru. En þessi rök hefðu kannski átt við um flugumferðarstjóra eða aðrar opinberar eða hálfopinberar stéttir þar sem erfiðara er að ímynda sér samkeppni. En hvorki flugmenn, flugfreyjur eða flugvirkjar eru dæmi um þannig stéttir. Vel að merkja eru flugmenn, flugfreyjur og flugvirkjar eins fyrirtækis alls ekki „stéttir“. Þetta eru starfsmenn eins fyrirtækis.Lömuðust samgöngur? Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst 16. júní klukkan 6.00. Það sem eftir leið dags fóru 15 flug frá Íslandi. Átta þeirra voru á vegum Wow en það fóru einnig flugvélar frá Delta Air, SAS, Atlantic Airways, easyJet og Lufthansa. Til viðbótar fljúga AirBerlin, GermanWings og Norwegian til landsins auk nokkurra leiguflugfélaga. Ekkert áðurnefndra flugfélaga lenti í vandræðum með kaup á nauðsynlegri þjónustu fyrir flug sín þennan dag. Öll þeirra græddu. Icelandair tapaði. Segjum að verkfallið hjá Icelandair hefði staðið yfir í viku. Það hefði verið glatað fyrir Icelandair. Það hefði verið glatað fyrir marga aðila í ferðaþjónustubransanum. Það hefði verið svolítið glatað fyrir marga Íslendinga sem hefðu keypt sér miða með Icelandair þá vikuna. Þeir hefðu þurft að breyta sínum plönum. Þeir hefðu væntanlega fengið endurgreitt og hefðu getað keypt sér far með öðrum flugfélögum. Önnur flugfélög hefðu hugsanlega getað bætt inn flugferðum til að dekka eftirspurnina. Þau hefðu getað stokkið inn í bestu afgreiðslutímana á Keflavíkurflugvelli sem Icelandair heldur í krafti hefðarréttar. Samkeppni hefði eflst.Lög á bensínverkfall hjá N1? Segjum sem svo að bensínafgreiðslumenn hjá N1 færu í verkfall. Það væri alveg glatað fyrir fyrirtækið N1 og kannski líka íbúa Hríseyjar og Grímseyjar eða annarra staða sem reiða sig á bensín frá þessu eina olíufélagi en væri einhver ástæða til setja lög á slíkt verkfall? Auðvitað ekki. Það má auðvitað alveg skilja áhyggjur sem fólk hefur af þjóðhagslegum áhrifum til skamms tíma. Og það er vissulega minni fyrirhöfn að skipta um bensínstöð en að breyta flugi. En samkeppni er samt betri en fákeppni. Annað dæmi: Veitingastaðir þurfa mjólk. Ef Mjólkursamsalan lenti í vandræðum með að semja við sitt fólk væri það líka vont fyrir ferðaþjónustuna. En ef það myndi skapa rými á markaðnum fyrir aðra framleiðendur væri það gott fyrir alla til lengdar.Of stórir til að semja Á ensku er stundum talað um að fyrirtæki séu „too big to fail“ – of stór til að geta fallið. Þá er átt við að stjórnvöld telji fyrirtækið gegna það mikilvægu hlutverki í gangverki samfélagsins að því muni örugglega verða bjargað ef það lendir í ruglinu. Það er auðvitað frábært fyrir fyrirtæki að koma sér í þá aðstöðu. Og varla verða merkin um það skýrari en þegar þing er kallað saman vegna þess að fyrirtækið getur ekki lengur sjálft samið um kaup á nauðsynlegri þjónustu. Kannski hugsuðu menn um almannahag, en þá var það almannahagur til fremur skamms tíma. Til lengdar ætti að styðja við samkeppni í stað þess að klappa fákeppninni á bakið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Sjá meira
Í þriðja skipti á örskömmum tíma er lagasetningu, eða í það minnsta hótun um lagasetningu, beitt í þágu fyrirtækis sem getur ekki samið um kaup við starfsfólk sitt. Lög voru sett á verkfall flugmanna hjá Icelandair, lög hefðu án efa verið sett á verkfall flugfreyja hjá Icelandair og það var nánast búið að setja lög á verkfall flugvirkja hjá Icelandair áður en flugvirkjarnir hættu við sínar aðgerðir. Enn á ný hófst tal um að fámenn hálaunastétt ætti ekki að fá að lama samgöngur til og frá landinu. Ágætlega heppnuð áróðursrök. Fólki er illa við að fólk hafi há laun. Fólki er illa við fólk sem truflar sumarfrí annars fólks. Við Íslendingar erum háðir flugi þegar kemur að samgöngum til og frá landinu og auðvitað mætti fallast á það að ein stétt á ekki að fá að „lama samgöngur“ sama hve há eða lág laun hennar eru. En þessi rök hefðu kannski átt við um flugumferðarstjóra eða aðrar opinberar eða hálfopinberar stéttir þar sem erfiðara er að ímynda sér samkeppni. En hvorki flugmenn, flugfreyjur eða flugvirkjar eru dæmi um þannig stéttir. Vel að merkja eru flugmenn, flugfreyjur og flugvirkjar eins fyrirtækis alls ekki „stéttir“. Þetta eru starfsmenn eins fyrirtækis.Lömuðust samgöngur? Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst 16. júní klukkan 6.00. Það sem eftir leið dags fóru 15 flug frá Íslandi. Átta þeirra voru á vegum Wow en það fóru einnig flugvélar frá Delta Air, SAS, Atlantic Airways, easyJet og Lufthansa. Til viðbótar fljúga AirBerlin, GermanWings og Norwegian til landsins auk nokkurra leiguflugfélaga. Ekkert áðurnefndra flugfélaga lenti í vandræðum með kaup á nauðsynlegri þjónustu fyrir flug sín þennan dag. Öll þeirra græddu. Icelandair tapaði. Segjum að verkfallið hjá Icelandair hefði staðið yfir í viku. Það hefði verið glatað fyrir Icelandair. Það hefði verið glatað fyrir marga aðila í ferðaþjónustubransanum. Það hefði verið svolítið glatað fyrir marga Íslendinga sem hefðu keypt sér miða með Icelandair þá vikuna. Þeir hefðu þurft að breyta sínum plönum. Þeir hefðu væntanlega fengið endurgreitt og hefðu getað keypt sér far með öðrum flugfélögum. Önnur flugfélög hefðu hugsanlega getað bætt inn flugferðum til að dekka eftirspurnina. Þau hefðu getað stokkið inn í bestu afgreiðslutímana á Keflavíkurflugvelli sem Icelandair heldur í krafti hefðarréttar. Samkeppni hefði eflst.Lög á bensínverkfall hjá N1? Segjum sem svo að bensínafgreiðslumenn hjá N1 færu í verkfall. Það væri alveg glatað fyrir fyrirtækið N1 og kannski líka íbúa Hríseyjar og Grímseyjar eða annarra staða sem reiða sig á bensín frá þessu eina olíufélagi en væri einhver ástæða til setja lög á slíkt verkfall? Auðvitað ekki. Það má auðvitað alveg skilja áhyggjur sem fólk hefur af þjóðhagslegum áhrifum til skamms tíma. Og það er vissulega minni fyrirhöfn að skipta um bensínstöð en að breyta flugi. En samkeppni er samt betri en fákeppni. Annað dæmi: Veitingastaðir þurfa mjólk. Ef Mjólkursamsalan lenti í vandræðum með að semja við sitt fólk væri það líka vont fyrir ferðaþjónustuna. En ef það myndi skapa rými á markaðnum fyrir aðra framleiðendur væri það gott fyrir alla til lengdar.Of stórir til að semja Á ensku er stundum talað um að fyrirtæki séu „too big to fail“ – of stór til að geta fallið. Þá er átt við að stjórnvöld telji fyrirtækið gegna það mikilvægu hlutverki í gangverki samfélagsins að því muni örugglega verða bjargað ef það lendir í ruglinu. Það er auðvitað frábært fyrir fyrirtæki að koma sér í þá aðstöðu. Og varla verða merkin um það skýrari en þegar þing er kallað saman vegna þess að fyrirtækið getur ekki lengur sjálft samið um kaup á nauðsynlegri þjónustu. Kannski hugsuðu menn um almannahag, en þá var það almannahagur til fremur skamms tíma. Til lengdar ætti að styðja við samkeppni í stað þess að klappa fákeppninni á bakið.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar