Samkeppni í flugrekstri Mikael Torfason skrifar 18. júní 2014 00:00 Icelandair hefur átt í stökustu vandræðum með að ná samningum við starfsfólk sitt. Ferðaáætlanir þúsunda ferðalanga röskuðust í stuttum verkfallsaðgerðum flugmanna fyrirtækisins sem endaði með því að alþingi setti lög sem bönnuðu verkfallið. Það hlýtur að vera þungbært fyrir ríkisstjórnina að þurfa að grípa inn í frjálsa samninga á vinnumarkaði – og mætti hafa meiri samúð með stjórnmálamönnum ef þeir hefðu ekki spilað því trompi út vegna verkfalls undirmanna á Herjólfi. Nú þarf að setja lög á flugvirkja en á mánudag lögðu flugvirkjar niður vinnu í einn dag og þá þurfti að fella niður 65 flugferðir hjá Icelandair. Það hafði áhrif á ferðaáætlanir þúsunda farþega. Við megum prísa okkur sæl að flugfreyjur hjá Icelandair undirrituðu kjarasamning nýlega. Eðlilegt er að líta á verkfallsréttinn sem heilagan. En flugmenn nutu lítillar samúðar meðal almennings; flugmenn eru með tiltölulega há laun sé litið til meðaltals launa auk þess sem flestir áttuðu sig á því að þjóðfélagið allt var að verða af miklum gjaldeyristekjum vegna þessa. Verkfall flugmanna, eins og annarra sem geta haldið flugsamgöngum til og frá landinu í gíslingu, hafði mikil áhrif þótt stutt væri. Aðilar í ferðaþjónustunni segja að hver einasti klukkutími hafi áhrif. Við getum öll sett okkur í spor ferðalanga sem ferðast til ókunnugs lands og eru í óvissu um hvort þeir yfirhöfuð komist á áfangastað eða heim aftur. Ímynd Íslands sem ferðamannalands stórskaðaðist. Samtök ferðaþjónustunnar skoruðu á flugvirkja og Icelandair að ná samningum áður en til boðaðs verkfalls kæmi í dag. Ábyrgð samningsaðila er enda mikil. Í tilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar segir að ímynd og orðspor Íslands sem ferðamannastaðar sé í mikilli hættu, „enda eru öruggar samgöngur til og frá landinu eitthvað sem verður að vera hægt að treysta á“. Hátekjuhópar, sem eru í þeirri stöðu að geta lamað þjóðfélagið allt og valdið því stórfelldum skaða, ættu að fara varlega í að beita verkfallsréttinum. Í það minnsta vilji þeir njóta samúðar og virðingar í samfélaginu. Þó er vert að undirstrika að „sanngjörn“ laun eru afstæð. Ef fyrirtæki græðir á tá og fingri er betra að starfsfólk njóti þess. Sjálfsagt er að líta til þess, sem og þess að verkfallsaðgerðir hafa leitt í ljós hversu stórt Icelandair er á íslenskum markaði. Þetta er ekkert venjulegt fyrirtæki. Hér fer allt á hliðina ef starfsfólk leggur þar niður vinnuna enda er það svo að mikill meirihluti þeirra farþegavéla sem fljúga með farþega til og frá Íslandi eru vélar Icelandair. Það er gott fyrir ferðaþjónustuna og farþega að alþingi setji lög á verkföll starfsfólks hjá Icelandair. En er það endilega til eftirbreytni? Myndi alþingi vera kallað saman til að setja lög á verkfall flugfreyja hjá WOW air? Ef ríkisvaldið beitir sér því aðeins að verkfallsaðgerðir hafi veruleg áhrif á þjóðarhag, eða volduga aðila í samfélaginu, þá hljóta menn að endurskoða hvers eðlis hinn heilagi verkfallsréttur er. Verkföll flugmanna og flugvirkja hjá Icelandair benda hins vegar ótvírætt til þess að hér sé vert að hlúa betur að samkeppninni. Í raun er óásættanlegt að eitt fyrirtæki geti haldið hér öllu í gíslingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Icelandair hefur átt í stökustu vandræðum með að ná samningum við starfsfólk sitt. Ferðaáætlanir þúsunda ferðalanga röskuðust í stuttum verkfallsaðgerðum flugmanna fyrirtækisins sem endaði með því að alþingi setti lög sem bönnuðu verkfallið. Það hlýtur að vera þungbært fyrir ríkisstjórnina að þurfa að grípa inn í frjálsa samninga á vinnumarkaði – og mætti hafa meiri samúð með stjórnmálamönnum ef þeir hefðu ekki spilað því trompi út vegna verkfalls undirmanna á Herjólfi. Nú þarf að setja lög á flugvirkja en á mánudag lögðu flugvirkjar niður vinnu í einn dag og þá þurfti að fella niður 65 flugferðir hjá Icelandair. Það hafði áhrif á ferðaáætlanir þúsunda farþega. Við megum prísa okkur sæl að flugfreyjur hjá Icelandair undirrituðu kjarasamning nýlega. Eðlilegt er að líta á verkfallsréttinn sem heilagan. En flugmenn nutu lítillar samúðar meðal almennings; flugmenn eru með tiltölulega há laun sé litið til meðaltals launa auk þess sem flestir áttuðu sig á því að þjóðfélagið allt var að verða af miklum gjaldeyristekjum vegna þessa. Verkfall flugmanna, eins og annarra sem geta haldið flugsamgöngum til og frá landinu í gíslingu, hafði mikil áhrif þótt stutt væri. Aðilar í ferðaþjónustunni segja að hver einasti klukkutími hafi áhrif. Við getum öll sett okkur í spor ferðalanga sem ferðast til ókunnugs lands og eru í óvissu um hvort þeir yfirhöfuð komist á áfangastað eða heim aftur. Ímynd Íslands sem ferðamannalands stórskaðaðist. Samtök ferðaþjónustunnar skoruðu á flugvirkja og Icelandair að ná samningum áður en til boðaðs verkfalls kæmi í dag. Ábyrgð samningsaðila er enda mikil. Í tilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar segir að ímynd og orðspor Íslands sem ferðamannastaðar sé í mikilli hættu, „enda eru öruggar samgöngur til og frá landinu eitthvað sem verður að vera hægt að treysta á“. Hátekjuhópar, sem eru í þeirri stöðu að geta lamað þjóðfélagið allt og valdið því stórfelldum skaða, ættu að fara varlega í að beita verkfallsréttinum. Í það minnsta vilji þeir njóta samúðar og virðingar í samfélaginu. Þó er vert að undirstrika að „sanngjörn“ laun eru afstæð. Ef fyrirtæki græðir á tá og fingri er betra að starfsfólk njóti þess. Sjálfsagt er að líta til þess, sem og þess að verkfallsaðgerðir hafa leitt í ljós hversu stórt Icelandair er á íslenskum markaði. Þetta er ekkert venjulegt fyrirtæki. Hér fer allt á hliðina ef starfsfólk leggur þar niður vinnuna enda er það svo að mikill meirihluti þeirra farþegavéla sem fljúga með farþega til og frá Íslandi eru vélar Icelandair. Það er gott fyrir ferðaþjónustuna og farþega að alþingi setji lög á verkföll starfsfólks hjá Icelandair. En er það endilega til eftirbreytni? Myndi alþingi vera kallað saman til að setja lög á verkfall flugfreyja hjá WOW air? Ef ríkisvaldið beitir sér því aðeins að verkfallsaðgerðir hafi veruleg áhrif á þjóðarhag, eða volduga aðila í samfélaginu, þá hljóta menn að endurskoða hvers eðlis hinn heilagi verkfallsréttur er. Verkföll flugmanna og flugvirkja hjá Icelandair benda hins vegar ótvírætt til þess að hér sé vert að hlúa betur að samkeppninni. Í raun er óásættanlegt að eitt fyrirtæki geti haldið hér öllu í gíslingu.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun