Velferð barna og ungmenna í Garðabæ Jóna Sæmundsdóttir skrifar 30. maí 2014 07:00 Rannsóknir á högum og líðan barna og ungmenna í Garðabæ undanfarin ár sýna að þeim líður almennt vel. Mjög margir taka þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi sem hefur mikið forvarnargildi og hefur góð áhrif á þroska þeirra og félagsfærni. Því er mikilvægt að tryggja framboð á öflugu tómstundastarfi fyrir öll börn og ungmenni. Öflugt forvarnarstarf er unnið í Garðabæ þar sem allir sem starfa með börnum og unglingum vinna saman að því markmiði að koma í veg fyrir einelti. Nýlegar rannsóknir sýna að góður árangur er af þessu starfi sem hefur leitt til þess að tíðni eineltis er lág í Garðabæ miðað við önnur sveitarfélög. Það er aldrei ásættanlegt að einhver verði fyrir einelti. Verkefnið „Gegn einelti í Garðabæ“ er samstarfsverkefni grunnskóla Garðabæjar. Markmið verkefnisins er að koma á samræmdum vinnubrögðum til að fyrirbyggja og að bregðast við einelti, bæta líðan og öryggi nemenda og skólabraginn í heild. Þessi hópur er að vinna gott starf og fylgir eftir þeim málum sem koma upp hverju sinni, því mikilvægt er að grípa strax inn í þegar eineltismál koma upp. Nauðsynlegt er að vera alltaf á verði og fylgjast með breytingum í umhverfi barna og ungmenna. Starfsfólk skóla og þeir sem sinna íþrótta- og tómstundastarfi eiga alltaf að fylgjast með því hvort einelti eða önnur vanlíðan sé í gangi og bregðast við því.Einelti og netið Einelti hefur því miður fylgt mannfólkinu frá ómuna tíð bæði hjá börnum og fullorðnum og ættum við þess vegna að vera búin að læra af reynslunni. En eineltið er í auknum mæli að færast yfir á netið, þannig að það er líka komið inn á heimilin þar sem áður var griðastaður. Í dag þrífst langmesta eineltið á netinu. Samfélagsmiðlar, skyndiskilaboð og spjallsvæði eru notuð til að gera lítið úr öðrum, og einnig snjallsímar. Undanfarin ár hefur forvarnarnefnd Garðabæjar verið í samstarfi við SAFT (samfélag, fjölskylda og tækni) við að leiðbeina og kynna fyrir nemendum, kennurum og foreldrum örugga netnotkun og góða netsiði. Netið er auðlind sem sjálfsagt er að nýta sér en nauðsynlegt er að setja „útivistarreglur“ á netinu fyrir börnin. Samstaða og samvinna foreldra er mikilvæg þarna eins og í mörgu öðru. Þrettán ára aldurstakmark á Facebook er ekki sett að ástæðulausu, það er vegna þess að börnin hafa ekki þroska til að vera á þessum samfélagsmiðli fyrr en þá. Foreldrar verða að fylgjast með því hvað fer fram í netheimum barna sinna. Og það er alveg öruggt að foreldrar almennt eru langt á eftir þegar kemur að öllu sem hægt er að gera á netinu.Fyrirmyndir Einelti á netinu er ekki síður vandamál meðal fullorðins fólks þar sem virðingarleysið og mannfyrirlitningin blómstrar. Það virðist vera auðveldara að klekkja á öðrum þegar ekki þarf að horfast í augu við viðkomandi. Er ekki líklegt að börnin læri þetta líka af þeim fullorðnu? Við verðum alltaf að vera á verði og vakandi gagnvart einelti en það er ekki eingöngu mál skóla og íþrótta- og tómstundaaðila að koma í veg fyrir það heldur þurfa foreldrar og forráðamenn að vera vakandi og kynna sér vel þennan miðil til að geta leiðbeint börnum sínum um netnotkun og verið börnum sínum góð fyrirmynd. Að lokum má geta þess að í Garðabæ hefur verið stofnaður samráðshópur þvert á skóla-, íþrótta- og tómstundasamfélagið með helstu hagsmunaaðilum, heitið á verkefninu er „Jafnrétti, kynheilbrigði og velferð á öllum skólastigum í Garðabæ“. Verkefnið er meðal mikilvægustu verkefna sem unnið er að í samfélaginu og gott til þess að vita að í nærsamfélaginu ætli allir að leggjast á eitt til þess að fyrirbyggja ofbeldi gegn börnum og vinna að kynheilbrigði og jafnrétti á öllum skólastigum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Sæmundsdóttir Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Rannsóknir á högum og líðan barna og ungmenna í Garðabæ undanfarin ár sýna að þeim líður almennt vel. Mjög margir taka þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi sem hefur mikið forvarnargildi og hefur góð áhrif á þroska þeirra og félagsfærni. Því er mikilvægt að tryggja framboð á öflugu tómstundastarfi fyrir öll börn og ungmenni. Öflugt forvarnarstarf er unnið í Garðabæ þar sem allir sem starfa með börnum og unglingum vinna saman að því markmiði að koma í veg fyrir einelti. Nýlegar rannsóknir sýna að góður árangur er af þessu starfi sem hefur leitt til þess að tíðni eineltis er lág í Garðabæ miðað við önnur sveitarfélög. Það er aldrei ásættanlegt að einhver verði fyrir einelti. Verkefnið „Gegn einelti í Garðabæ“ er samstarfsverkefni grunnskóla Garðabæjar. Markmið verkefnisins er að koma á samræmdum vinnubrögðum til að fyrirbyggja og að bregðast við einelti, bæta líðan og öryggi nemenda og skólabraginn í heild. Þessi hópur er að vinna gott starf og fylgir eftir þeim málum sem koma upp hverju sinni, því mikilvægt er að grípa strax inn í þegar eineltismál koma upp. Nauðsynlegt er að vera alltaf á verði og fylgjast með breytingum í umhverfi barna og ungmenna. Starfsfólk skóla og þeir sem sinna íþrótta- og tómstundastarfi eiga alltaf að fylgjast með því hvort einelti eða önnur vanlíðan sé í gangi og bregðast við því.Einelti og netið Einelti hefur því miður fylgt mannfólkinu frá ómuna tíð bæði hjá börnum og fullorðnum og ættum við þess vegna að vera búin að læra af reynslunni. En eineltið er í auknum mæli að færast yfir á netið, þannig að það er líka komið inn á heimilin þar sem áður var griðastaður. Í dag þrífst langmesta eineltið á netinu. Samfélagsmiðlar, skyndiskilaboð og spjallsvæði eru notuð til að gera lítið úr öðrum, og einnig snjallsímar. Undanfarin ár hefur forvarnarnefnd Garðabæjar verið í samstarfi við SAFT (samfélag, fjölskylda og tækni) við að leiðbeina og kynna fyrir nemendum, kennurum og foreldrum örugga netnotkun og góða netsiði. Netið er auðlind sem sjálfsagt er að nýta sér en nauðsynlegt er að setja „útivistarreglur“ á netinu fyrir börnin. Samstaða og samvinna foreldra er mikilvæg þarna eins og í mörgu öðru. Þrettán ára aldurstakmark á Facebook er ekki sett að ástæðulausu, það er vegna þess að börnin hafa ekki þroska til að vera á þessum samfélagsmiðli fyrr en þá. Foreldrar verða að fylgjast með því hvað fer fram í netheimum barna sinna. Og það er alveg öruggt að foreldrar almennt eru langt á eftir þegar kemur að öllu sem hægt er að gera á netinu.Fyrirmyndir Einelti á netinu er ekki síður vandamál meðal fullorðins fólks þar sem virðingarleysið og mannfyrirlitningin blómstrar. Það virðist vera auðveldara að klekkja á öðrum þegar ekki þarf að horfast í augu við viðkomandi. Er ekki líklegt að börnin læri þetta líka af þeim fullorðnu? Við verðum alltaf að vera á verði og vakandi gagnvart einelti en það er ekki eingöngu mál skóla og íþrótta- og tómstundaaðila að koma í veg fyrir það heldur þurfa foreldrar og forráðamenn að vera vakandi og kynna sér vel þennan miðil til að geta leiðbeint börnum sínum um netnotkun og verið börnum sínum góð fyrirmynd. Að lokum má geta þess að í Garðabæ hefur verið stofnaður samráðshópur þvert á skóla-, íþrótta- og tómstundasamfélagið með helstu hagsmunaaðilum, heitið á verkefninu er „Jafnrétti, kynheilbrigði og velferð á öllum skólastigum í Garðabæ“. Verkefnið er meðal mikilvægustu verkefna sem unnið er að í samfélaginu og gott til þess að vita að í nærsamfélaginu ætli allir að leggjast á eitt til þess að fyrirbyggja ofbeldi gegn börnum og vinna að kynheilbrigði og jafnrétti á öllum skólastigum.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar