Vistheimt gegn náttúruvá Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 21. maí 2014 07:00 Í ár gegnir Ísland formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Formennskuáætlun Íslands ber yfirskriftina „Gróska og lífskraftur“ og eru þessi hugtök grunngildin í stærstu formennskuverkefnum okkar. Norræna lífhagkerfið er eitt þessara verkefna en það gengur út á að leita leiða til að nýta betur lífrænar auðlindir okkar og þannig draga úr sóun þeirra hráefna sem þær gefa af sér. Lífrænar auðlindir eru einfaldlega allar lifandi auðlindir sem gefa af sér hráefni á borð við fiskafla, beitilönd, landbúnaðarafurðir og skóga sem nýtt eru til verðmætasköpunar. Tryggja þarf heilbrigði vistkerfanna til að þau geti staðið af sér það álag sem fylgir athöfnum jarðarbúa og náttúruhamförum af ýmsu tagi. Eitt þeirra verkefna sem ráðist hefur verið í undir yfirskrift Norræna lífhagkerfisins kallast „Vistheimt gegn náttúruvá“ (ERMOND) en það er leitt af Landgræðslu ríkisins og Veðurstofunni. Markmið þess er að greina á hvern hátt sé hægt að auka þanþol vistkerfa gegn náttúruvá. Þátttakendur í verkefninu eru stofnanir frá öllum Norðurlöndunum sem sinna náttúruvá og endurheimt vistkerfa. Þetta verkefni er afar mikilvægt, ekki síst í ljósi þess að árlega hafa náttúruhamfarir áhrif á líf og lífsafkomu um 200 milljóna jarðarbúa, tugþúsundir farast og eignatjón er gríðarlegt. Manntjón er mest í fátækari ríkjum heims, en í vestrænum ríkjum er tjón einnig tilfinnanlegt, svo sem vegna snjóflóða, storma, eldgosa og vatnsflóða. Vaxandi áhugi er á að nýta betur getu vistkerfa til að draga úr náttúruvá. Vitað er að votlendi og óshólmasvæði draga mjög úr flóðahættu og skóglendi binda eldfjallaösku og hindra þannig að hún valdi spjöllum. Skynsamleg nýting og uppbygging á lífauðlindum getur þannig stuðlað að því að draga úr náttúruvá, ef hún er skipulögð með það í huga. Verkefninu „Vistheimt gegn náttúruvá“ er ætlað að stuðla að því að nýta þau tækifæri sem búa í norrænum vistkerfum til að draga úr náttúruvá. Á Norðurlöndum er að finna mikið hugvit og skapandi hugsun og með norrænu samstarfi hafa Norðurlöndin sýnt svo ekki verður um villst að þau hafa allar forsendur til að vera í fararbroddi á mörgum sviðum. Markmiðið með formennskuáætlun Íslands og þeim verkefnum sem unnið er að innan ramma hennar er að styrkja stöðu Norðurlandanna enn frekar á þessu sviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í ár gegnir Ísland formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Formennskuáætlun Íslands ber yfirskriftina „Gróska og lífskraftur“ og eru þessi hugtök grunngildin í stærstu formennskuverkefnum okkar. Norræna lífhagkerfið er eitt þessara verkefna en það gengur út á að leita leiða til að nýta betur lífrænar auðlindir okkar og þannig draga úr sóun þeirra hráefna sem þær gefa af sér. Lífrænar auðlindir eru einfaldlega allar lifandi auðlindir sem gefa af sér hráefni á borð við fiskafla, beitilönd, landbúnaðarafurðir og skóga sem nýtt eru til verðmætasköpunar. Tryggja þarf heilbrigði vistkerfanna til að þau geti staðið af sér það álag sem fylgir athöfnum jarðarbúa og náttúruhamförum af ýmsu tagi. Eitt þeirra verkefna sem ráðist hefur verið í undir yfirskrift Norræna lífhagkerfisins kallast „Vistheimt gegn náttúruvá“ (ERMOND) en það er leitt af Landgræðslu ríkisins og Veðurstofunni. Markmið þess er að greina á hvern hátt sé hægt að auka þanþol vistkerfa gegn náttúruvá. Þátttakendur í verkefninu eru stofnanir frá öllum Norðurlöndunum sem sinna náttúruvá og endurheimt vistkerfa. Þetta verkefni er afar mikilvægt, ekki síst í ljósi þess að árlega hafa náttúruhamfarir áhrif á líf og lífsafkomu um 200 milljóna jarðarbúa, tugþúsundir farast og eignatjón er gríðarlegt. Manntjón er mest í fátækari ríkjum heims, en í vestrænum ríkjum er tjón einnig tilfinnanlegt, svo sem vegna snjóflóða, storma, eldgosa og vatnsflóða. Vaxandi áhugi er á að nýta betur getu vistkerfa til að draga úr náttúruvá. Vitað er að votlendi og óshólmasvæði draga mjög úr flóðahættu og skóglendi binda eldfjallaösku og hindra þannig að hún valdi spjöllum. Skynsamleg nýting og uppbygging á lífauðlindum getur þannig stuðlað að því að draga úr náttúruvá, ef hún er skipulögð með það í huga. Verkefninu „Vistheimt gegn náttúruvá“ er ætlað að stuðla að því að nýta þau tækifæri sem búa í norrænum vistkerfum til að draga úr náttúruvá. Á Norðurlöndum er að finna mikið hugvit og skapandi hugsun og með norrænu samstarfi hafa Norðurlöndin sýnt svo ekki verður um villst að þau hafa allar forsendur til að vera í fararbroddi á mörgum sviðum. Markmiðið með formennskuáætlun Íslands og þeim verkefnum sem unnið er að innan ramma hennar er að styrkja stöðu Norðurlandanna enn frekar á þessu sviði.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar