Ríka fólkið hans Árna Páls Þorsteinn Sæmundsson skrifar 14. maí 2014 00:00 Nú þegar hillir undir að ríkisstjórnarflokkarnir efni helstu og stærstu kosningaloforð sín fara andstæðingar stjórnarinnar hamförum í áróðri sínum gegn ráðstöfunum sem felast í frumvörpunum tveimur sem nú liggja fyrir þinginu. Því er haldið fram að aðgerðirnar auki verðbólgu, hækki vexti og skaði fjárhag ríkis og sveitarfélaga inn í framtíðina. Aðgerðin, sem er tvíþætt, almenn og reist á réttlæti og sanngirni, mun hafa lágmarksáhrif á verðbólgu og vexti. Hún mun til skamms tíma hafa nokkur áhrif á sveitarfélögin en allar líkur eru á að þau áhrif fjari út og að sveitarfélög og ríki muni til langs tíma hagnast vegna betri skuldastöðu heimilanna. Því er nú haldið fram af hálfu andstæðinga ríkisstjórnarinnar að þeir tekjuhæstu og eignamestu muni hagnast mest á aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Því fer fjarri. Hið sanna er að helmingur skuldaniðurfellingarinnar gagnast fólki með heimilistekjur undir sex milljónum króna á ári eins og til dæmis tveimur ASÍ-félögum sem halda heimili saman. 60 prósent upphæðarinnar koma í hlut fólks með heimilistekjur undir átta milljónum á ári, svo sem eins og tveimur kennurum eða tveimur BSRB-félögum. 80 prósent upphæðarinnar renna til fjölskyldna sem skulda meira en helming í íbúðarhúsnæði sínu. Meðalfjárhæð niðurfærslu á hvert heimili er rúmlega 1,1 milljón krónur og tæplega helmingur heimila fær niðurfærslu á bilinu hálf til ein milljón krónur. Þessir hópar, ASÍ-félagar með meðallaun og BSRB/BHR-fólk með meðallaun þeirra samtaka, sem getið er um hér að framan, eru samkvæmt grein formanns Samfylkingarinnar í Fréttablaðinu sl. mánudag ríka fólkið á Íslandi. Sú skilgreining kemur kannski ekki svo mikið á óvart þegar þess er gætt að ríkisstjórn sú sem formaðurinn sat í hífði láglaunafólk upp í milliskattþrep meðan hún sat að völdum. Þá ráðstöfun hefur núverandi ríkisstjórn þegar leiðrétt og hækkað tekjumark þeirra sem eru í neðsta skattþrepi. Ríkisstjórnin er þannig alls ósammála formanni Samfylkingarinnar um að þessir hópar myndi hóp ríkra Íslendinga. Skattaráðstafanir ríkisstjórnarinnar munu skila fjölskyldunum í landinu 5 milljörðum króna í auknum ráðstöfunartekjum. Þannig lýsir núverandi ríkisstjórn yfir eindregnum stuðningi við heimilin í landinu og baráttu þeirra fyrir bættum lífskjörum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar hillir undir að ríkisstjórnarflokkarnir efni helstu og stærstu kosningaloforð sín fara andstæðingar stjórnarinnar hamförum í áróðri sínum gegn ráðstöfunum sem felast í frumvörpunum tveimur sem nú liggja fyrir þinginu. Því er haldið fram að aðgerðirnar auki verðbólgu, hækki vexti og skaði fjárhag ríkis og sveitarfélaga inn í framtíðina. Aðgerðin, sem er tvíþætt, almenn og reist á réttlæti og sanngirni, mun hafa lágmarksáhrif á verðbólgu og vexti. Hún mun til skamms tíma hafa nokkur áhrif á sveitarfélögin en allar líkur eru á að þau áhrif fjari út og að sveitarfélög og ríki muni til langs tíma hagnast vegna betri skuldastöðu heimilanna. Því er nú haldið fram af hálfu andstæðinga ríkisstjórnarinnar að þeir tekjuhæstu og eignamestu muni hagnast mest á aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Því fer fjarri. Hið sanna er að helmingur skuldaniðurfellingarinnar gagnast fólki með heimilistekjur undir sex milljónum króna á ári eins og til dæmis tveimur ASÍ-félögum sem halda heimili saman. 60 prósent upphæðarinnar koma í hlut fólks með heimilistekjur undir átta milljónum á ári, svo sem eins og tveimur kennurum eða tveimur BSRB-félögum. 80 prósent upphæðarinnar renna til fjölskyldna sem skulda meira en helming í íbúðarhúsnæði sínu. Meðalfjárhæð niðurfærslu á hvert heimili er rúmlega 1,1 milljón krónur og tæplega helmingur heimila fær niðurfærslu á bilinu hálf til ein milljón krónur. Þessir hópar, ASÍ-félagar með meðallaun og BSRB/BHR-fólk með meðallaun þeirra samtaka, sem getið er um hér að framan, eru samkvæmt grein formanns Samfylkingarinnar í Fréttablaðinu sl. mánudag ríka fólkið á Íslandi. Sú skilgreining kemur kannski ekki svo mikið á óvart þegar þess er gætt að ríkisstjórn sú sem formaðurinn sat í hífði láglaunafólk upp í milliskattþrep meðan hún sat að völdum. Þá ráðstöfun hefur núverandi ríkisstjórn þegar leiðrétt og hækkað tekjumark þeirra sem eru í neðsta skattþrepi. Ríkisstjórnin er þannig alls ósammála formanni Samfylkingarinnar um að þessir hópar myndi hóp ríkra Íslendinga. Skattaráðstafanir ríkisstjórnarinnar munu skila fjölskyldunum í landinu 5 milljörðum króna í auknum ráðstöfunartekjum. Þannig lýsir núverandi ríkisstjórn yfir eindregnum stuðningi við heimilin í landinu og baráttu þeirra fyrir bættum lífskjörum.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar