Lægri barnabætur Oddný G. Harðardóttir skrifar 2. maí 2014 08:52 Þeir rúmu 10 milljarðar sem Alþingi samþykkti í desember að verja ætti í barnabætur munu ekki skila sér að fullu til barnafjölskyldna. Ástæðan er sú að viðmiðum fyrir tekjur og börn hefur ekki verið breytt. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 er þessa setningu að finna: „Að standa vörð um nýlegar hækkanir barnabóta er í samræmi við stefnumörkun ríkisstjórnarinnar um að styðja dyggilega við bakið á barnafjölskyldum.“ Þarna er vísað til þess að sama upphæð sem samþykkt var í fjárlögum 2013 var látin standa óverðbætt fyrir árið 2014. Árið 2013 var 262 milljóna króna afgangur af þeim 10,2 milljörðum króna sem ætlaðir voru til barnabóta.Kjör barnafjölskyldna Tekjur landsmanna hafa hækkað við nýja kjarasamninga. Þar sem tekjuviðmiðum hefur ekki verið breytt við ákvörðun barnabóta í ár munu færri vera innan tekjuviðmiðanna en á síðasta ári og einnig munu fleiri fá lægri bætur en áður. Barnabætur skerðast með nýjum kjarasamningum. Það þýðir að umtalsverður afgangur verður í árslok 2014 sem ekki verður varið til að bæta hag barna. Kannski er þarna fundin leiðin til að mæta viðbótarafslættinum á veiðigjöldum til útgerðarmanna sem nú er til umræðu á Alþingi?Fátæk börn Lágar tekjur heimila, bæði hvað varðar laun og félagslegar bætur, eru helsta orsök barnafátæktar sem er skammarlega mikil hér á landi. Vanda láglaunafólks mætti þó mæta með almennum hætti með því að hækka barnabætur og þá mest til þeirra sem búa við erfiðustu aðstæðurnar. Þar er stærsti hópurinn barnafjölskyldur sem eiga ekki húsnæði en verja of stórum hluta launa sinna til húsaleigu. Sá hópur fær ekki svokallaða skuldaleiðréttingu hægristjórnarinnar enda skuldar hann ekki verðtryggð húsnæðislán. Í stað þess að auka stuðning við barnafjölskyldur er ríkisstjórnin í raun að lækka barnabætur þegar allar greiningar sýna að það eru barnafjölskyldur sem eru í mestum vanda og fátækum börnum fer fjölgandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Þeir rúmu 10 milljarðar sem Alþingi samþykkti í desember að verja ætti í barnabætur munu ekki skila sér að fullu til barnafjölskyldna. Ástæðan er sú að viðmiðum fyrir tekjur og börn hefur ekki verið breytt. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 er þessa setningu að finna: „Að standa vörð um nýlegar hækkanir barnabóta er í samræmi við stefnumörkun ríkisstjórnarinnar um að styðja dyggilega við bakið á barnafjölskyldum.“ Þarna er vísað til þess að sama upphæð sem samþykkt var í fjárlögum 2013 var látin standa óverðbætt fyrir árið 2014. Árið 2013 var 262 milljóna króna afgangur af þeim 10,2 milljörðum króna sem ætlaðir voru til barnabóta.Kjör barnafjölskyldna Tekjur landsmanna hafa hækkað við nýja kjarasamninga. Þar sem tekjuviðmiðum hefur ekki verið breytt við ákvörðun barnabóta í ár munu færri vera innan tekjuviðmiðanna en á síðasta ári og einnig munu fleiri fá lægri bætur en áður. Barnabætur skerðast með nýjum kjarasamningum. Það þýðir að umtalsverður afgangur verður í árslok 2014 sem ekki verður varið til að bæta hag barna. Kannski er þarna fundin leiðin til að mæta viðbótarafslættinum á veiðigjöldum til útgerðarmanna sem nú er til umræðu á Alþingi?Fátæk börn Lágar tekjur heimila, bæði hvað varðar laun og félagslegar bætur, eru helsta orsök barnafátæktar sem er skammarlega mikil hér á landi. Vanda láglaunafólks mætti þó mæta með almennum hætti með því að hækka barnabætur og þá mest til þeirra sem búa við erfiðustu aðstæðurnar. Þar er stærsti hópurinn barnafjölskyldur sem eiga ekki húsnæði en verja of stórum hluta launa sinna til húsaleigu. Sá hópur fær ekki svokallaða skuldaleiðréttingu hægristjórnarinnar enda skuldar hann ekki verðtryggð húsnæðislán. Í stað þess að auka stuðning við barnafjölskyldur er ríkisstjórnin í raun að lækka barnabætur þegar allar greiningar sýna að það eru barnafjölskyldur sem eru í mestum vanda og fátækum börnum fer fjölgandi.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar