Lægri barnabætur Oddný G. Harðardóttir skrifar 2. maí 2014 08:52 Þeir rúmu 10 milljarðar sem Alþingi samþykkti í desember að verja ætti í barnabætur munu ekki skila sér að fullu til barnafjölskyldna. Ástæðan er sú að viðmiðum fyrir tekjur og börn hefur ekki verið breytt. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 er þessa setningu að finna: „Að standa vörð um nýlegar hækkanir barnabóta er í samræmi við stefnumörkun ríkisstjórnarinnar um að styðja dyggilega við bakið á barnafjölskyldum.“ Þarna er vísað til þess að sama upphæð sem samþykkt var í fjárlögum 2013 var látin standa óverðbætt fyrir árið 2014. Árið 2013 var 262 milljóna króna afgangur af þeim 10,2 milljörðum króna sem ætlaðir voru til barnabóta.Kjör barnafjölskyldna Tekjur landsmanna hafa hækkað við nýja kjarasamninga. Þar sem tekjuviðmiðum hefur ekki verið breytt við ákvörðun barnabóta í ár munu færri vera innan tekjuviðmiðanna en á síðasta ári og einnig munu fleiri fá lægri bætur en áður. Barnabætur skerðast með nýjum kjarasamningum. Það þýðir að umtalsverður afgangur verður í árslok 2014 sem ekki verður varið til að bæta hag barna. Kannski er þarna fundin leiðin til að mæta viðbótarafslættinum á veiðigjöldum til útgerðarmanna sem nú er til umræðu á Alþingi?Fátæk börn Lágar tekjur heimila, bæði hvað varðar laun og félagslegar bætur, eru helsta orsök barnafátæktar sem er skammarlega mikil hér á landi. Vanda láglaunafólks mætti þó mæta með almennum hætti með því að hækka barnabætur og þá mest til þeirra sem búa við erfiðustu aðstæðurnar. Þar er stærsti hópurinn barnafjölskyldur sem eiga ekki húsnæði en verja of stórum hluta launa sinna til húsaleigu. Sá hópur fær ekki svokallaða skuldaleiðréttingu hægristjórnarinnar enda skuldar hann ekki verðtryggð húsnæðislán. Í stað þess að auka stuðning við barnafjölskyldur er ríkisstjórnin í raun að lækka barnabætur þegar allar greiningar sýna að það eru barnafjölskyldur sem eru í mestum vanda og fátækum börnum fer fjölgandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þeir rúmu 10 milljarðar sem Alþingi samþykkti í desember að verja ætti í barnabætur munu ekki skila sér að fullu til barnafjölskyldna. Ástæðan er sú að viðmiðum fyrir tekjur og börn hefur ekki verið breytt. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 er þessa setningu að finna: „Að standa vörð um nýlegar hækkanir barnabóta er í samræmi við stefnumörkun ríkisstjórnarinnar um að styðja dyggilega við bakið á barnafjölskyldum.“ Þarna er vísað til þess að sama upphæð sem samþykkt var í fjárlögum 2013 var látin standa óverðbætt fyrir árið 2014. Árið 2013 var 262 milljóna króna afgangur af þeim 10,2 milljörðum króna sem ætlaðir voru til barnabóta.Kjör barnafjölskyldna Tekjur landsmanna hafa hækkað við nýja kjarasamninga. Þar sem tekjuviðmiðum hefur ekki verið breytt við ákvörðun barnabóta í ár munu færri vera innan tekjuviðmiðanna en á síðasta ári og einnig munu fleiri fá lægri bætur en áður. Barnabætur skerðast með nýjum kjarasamningum. Það þýðir að umtalsverður afgangur verður í árslok 2014 sem ekki verður varið til að bæta hag barna. Kannski er þarna fundin leiðin til að mæta viðbótarafslættinum á veiðigjöldum til útgerðarmanna sem nú er til umræðu á Alþingi?Fátæk börn Lágar tekjur heimila, bæði hvað varðar laun og félagslegar bætur, eru helsta orsök barnafátæktar sem er skammarlega mikil hér á landi. Vanda láglaunafólks mætti þó mæta með almennum hætti með því að hækka barnabætur og þá mest til þeirra sem búa við erfiðustu aðstæðurnar. Þar er stærsti hópurinn barnafjölskyldur sem eiga ekki húsnæði en verja of stórum hluta launa sinna til húsaleigu. Sá hópur fær ekki svokallaða skuldaleiðréttingu hægristjórnarinnar enda skuldar hann ekki verðtryggð húsnæðislán. Í stað þess að auka stuðning við barnafjölskyldur er ríkisstjórnin í raun að lækka barnabætur þegar allar greiningar sýna að það eru barnafjölskyldur sem eru í mestum vanda og fátækum börnum fer fjölgandi.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun