Hvar urðu Sjálfstæðisflokkur og markaðslausnir viðskila? Bolli Héðinsson skrifar 30. apríl 2014 07:00 Þeir væru stoltir og glaðir höfundar þriðju fimm-ára áætlunar Sovétríkjanna ef þeir sæju frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld. Þeir væru himinlifandi yfir því hvernig lærisveinar þeirra í ríkisstjórninni hyggjast reikna út og stýra samfélaginu út frá áætluðum tölum um kostnað, álögur og hagnað útgerðarinnar í stað þess að nýta hin einföldu skilaboð markaðarins um hvað hvert fyrirtæki treystir sér til að greiða í leigugjald fyrir kvótann á Íslandsmiðum. Ef við leigjum íbúð fyrir fjölskylduna þurfum við að standa skil á umsaminni húsaleigu. Þótt illa standi á hjá okkur, þá verðum við engu að síður að standa skil á húsaleigunni. Það er einfaldlega fjárhæðin sem við féllumst á að borga þegar við gerðum húsaleigusamninginn. Ef við höfum ekki efni þá þýðir lítið að fara til leigusalans og krefjast þess að fá leiguna lækkaða, það eru nægir aðrir um að vilja taka húsnæðið á leigu.Leigugjaldið renni til byggðanna Þannig er því líka farið með sjávarútveginn. Ef þeir útgerðarmenn sem nú eru handhafar kvóta geta ekki greitt leigugjaldið fyrir auðlindina, þá ættu þeir að snúa sér að einhverju öðru því það eru nægir aðrir um að veiða fiskinn í sjónum en núverandi útgerðir sem telja sig ekki geta greitt. Hinn gamalkunni hræðsluáróður um sjávarbyggðir sem standa tæpt er þegar tekinn að hljóma og þess vegna þurfi að lækka veiðigjöld útgerðarinnar enn frekar en orðið er. Við þessum hræðsluáróðri er einfalt svar, látum tekjur veiðigjaldsins renna til byggðarlaganna þannig að sveitarfélög sem óttast afleiðingar auðlindagjaldsins geti einfaldlega ráðstafað því sem kemur í þeirra hlut til að styrkja atvinnuuppbyggingu hjá sér hvort sem það yrði sjávarútvegur eða eitthvað annað. Þeir útgerðarmenn sem fá afhentan makrílkvótann við Ísland á silfurfati munu ekki telja það eftir sér að greiða háar fjárhæðir fyrir makrílinn við Grænland eða Færeyjar þótt ekki komi til greina af þeirra hálfu að borga fyrir kvótann á Íslandsmiðum. Leiguverð kvótans við Grænland og Færeyjar ræðst af lögmáli framboðs og eftirspurnar, lögmáli sem ríkisstjórnarflokkarnir á Íslandi kjósa að nota ekki en styðjast þess í stað við reikniaðferðir frá Ráðstjórnarríkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Sjá meira
Þeir væru stoltir og glaðir höfundar þriðju fimm-ára áætlunar Sovétríkjanna ef þeir sæju frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld. Þeir væru himinlifandi yfir því hvernig lærisveinar þeirra í ríkisstjórninni hyggjast reikna út og stýra samfélaginu út frá áætluðum tölum um kostnað, álögur og hagnað útgerðarinnar í stað þess að nýta hin einföldu skilaboð markaðarins um hvað hvert fyrirtæki treystir sér til að greiða í leigugjald fyrir kvótann á Íslandsmiðum. Ef við leigjum íbúð fyrir fjölskylduna þurfum við að standa skil á umsaminni húsaleigu. Þótt illa standi á hjá okkur, þá verðum við engu að síður að standa skil á húsaleigunni. Það er einfaldlega fjárhæðin sem við féllumst á að borga þegar við gerðum húsaleigusamninginn. Ef við höfum ekki efni þá þýðir lítið að fara til leigusalans og krefjast þess að fá leiguna lækkaða, það eru nægir aðrir um að vilja taka húsnæðið á leigu.Leigugjaldið renni til byggðanna Þannig er því líka farið með sjávarútveginn. Ef þeir útgerðarmenn sem nú eru handhafar kvóta geta ekki greitt leigugjaldið fyrir auðlindina, þá ættu þeir að snúa sér að einhverju öðru því það eru nægir aðrir um að veiða fiskinn í sjónum en núverandi útgerðir sem telja sig ekki geta greitt. Hinn gamalkunni hræðsluáróður um sjávarbyggðir sem standa tæpt er þegar tekinn að hljóma og þess vegna þurfi að lækka veiðigjöld útgerðarinnar enn frekar en orðið er. Við þessum hræðsluáróðri er einfalt svar, látum tekjur veiðigjaldsins renna til byggðarlaganna þannig að sveitarfélög sem óttast afleiðingar auðlindagjaldsins geti einfaldlega ráðstafað því sem kemur í þeirra hlut til að styrkja atvinnuuppbyggingu hjá sér hvort sem það yrði sjávarútvegur eða eitthvað annað. Þeir útgerðarmenn sem fá afhentan makrílkvótann við Ísland á silfurfati munu ekki telja það eftir sér að greiða háar fjárhæðir fyrir makrílinn við Grænland eða Færeyjar þótt ekki komi til greina af þeirra hálfu að borga fyrir kvótann á Íslandsmiðum. Leiguverð kvótans við Grænland og Færeyjar ræðst af lögmáli framboðs og eftirspurnar, lögmáli sem ríkisstjórnarflokkarnir á Íslandi kjósa að nota ekki en styðjast þess í stað við reikniaðferðir frá Ráðstjórnarríkjunum.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar