Dagur umhverfisins Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 25. apríl 2014 07:00 Dagurinn í dag er helgaður umhverfinu. Umhverfismál þurfa að vera samtvinnuð öllum athöfnum hversdagslífsins, bæði í leik og starfi. Í því felst heilmikil áskorun því það getur verið meira en að segja það að takast á við og breyta hversdagslegum venjum sem hafa orðið til yfir langan tíma. Einnig er afar líklegt að fjárhagslegur, heilsufarslegur og samfélagslegur ávinningur sé af umhverfisvænni lífsháttum. Gott dæmi um þetta er matarsóun sem er siðferðislegt vandamál, ekki síst í hinum vestræna heimi. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) áætlar að árlega fari 1,3 milljarðar tonna matvæla til spillis í heiminum. Sú vitundarvakning sem er að verða um sóun matar er því bæði jákvæð og nauðsynleg. Þannig virðast flestir sammála um að matarsóun sé vandamál sem bregðast þurfi við. Við skiljum öll mikilvægi þess að maturinn sé nýttur í stað þess að honum sé hent. Að gæta betur að hvað við kaupum og hverju við hendum leiðir ekki aðeins af sér betri nýtingu matvæla heldur er það mjög mikilvægt fyrir umhverfið. Mörg okkar telja að við sóum ekki mat. Staðreyndin er hins vegar önnur. Matarsóun felst í því að kaupa meira inn en maður hefur í raun þörf fyrir. Matarsóun felst í því að henda slöppum eða blettóttum ávexti í stað þess að skera skemmdina af og borða ávöxtinn beint eða mauka til dæmis í drykk. Matarsóun felst í því að henda mat bara af því að það var búið að setja hann á borðið og hann kláraðist ekki. Matarsóun felst í því að ýta matvörum aftar í skápinn þegar komið er með nýrri vörur úr búðinni og nota þannig yngri vörurnar fyrst og henda hinum. Matarsóun er að henda restinni úr túpunni, dósinni eða flöskunni í stað þess að skera á túpuna eða þynna það sem er í flöskunni og nota. Matarsóun felst í því að taka ekki heim með sér afganginn frá veitingastaðnum. Já, matarsóun er víðtæk. Dagur umhverfisins minnir okkur á um hvaða verðmæti er að tefla og að það er í okkar höndum að varðveita þau. Til þess þarf bæði þor og vilja en með hvorutveggja í farteskinu er okkur ekkert að vanbúnaði. Til hamingju með daginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Dagurinn í dag er helgaður umhverfinu. Umhverfismál þurfa að vera samtvinnuð öllum athöfnum hversdagslífsins, bæði í leik og starfi. Í því felst heilmikil áskorun því það getur verið meira en að segja það að takast á við og breyta hversdagslegum venjum sem hafa orðið til yfir langan tíma. Einnig er afar líklegt að fjárhagslegur, heilsufarslegur og samfélagslegur ávinningur sé af umhverfisvænni lífsháttum. Gott dæmi um þetta er matarsóun sem er siðferðislegt vandamál, ekki síst í hinum vestræna heimi. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) áætlar að árlega fari 1,3 milljarðar tonna matvæla til spillis í heiminum. Sú vitundarvakning sem er að verða um sóun matar er því bæði jákvæð og nauðsynleg. Þannig virðast flestir sammála um að matarsóun sé vandamál sem bregðast þurfi við. Við skiljum öll mikilvægi þess að maturinn sé nýttur í stað þess að honum sé hent. Að gæta betur að hvað við kaupum og hverju við hendum leiðir ekki aðeins af sér betri nýtingu matvæla heldur er það mjög mikilvægt fyrir umhverfið. Mörg okkar telja að við sóum ekki mat. Staðreyndin er hins vegar önnur. Matarsóun felst í því að kaupa meira inn en maður hefur í raun þörf fyrir. Matarsóun felst í því að henda slöppum eða blettóttum ávexti í stað þess að skera skemmdina af og borða ávöxtinn beint eða mauka til dæmis í drykk. Matarsóun felst í því að henda mat bara af því að það var búið að setja hann á borðið og hann kláraðist ekki. Matarsóun felst í því að ýta matvörum aftar í skápinn þegar komið er með nýrri vörur úr búðinni og nota þannig yngri vörurnar fyrst og henda hinum. Matarsóun er að henda restinni úr túpunni, dósinni eða flöskunni í stað þess að skera á túpuna eða þynna það sem er í flöskunni og nota. Matarsóun felst í því að taka ekki heim með sér afganginn frá veitingastaðnum. Já, matarsóun er víðtæk. Dagur umhverfisins minnir okkur á um hvaða verðmæti er að tefla og að það er í okkar höndum að varðveita þau. Til þess þarf bæði þor og vilja en með hvorutveggja í farteskinu er okkur ekkert að vanbúnaði. Til hamingju með daginn.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun