Viðbrögð við hlýnun heimilis okkar allra Ari Trausti Guðmundsson skrifar 11. apríl 2014 07:00 Við erum, eins og mörg dæmi sanna, hrifin af tækifærum sem færa okkur skyndilega hagsbætur, eða að minnsta kosti fljótlega. Helst miklar á skömmum tíma. Auðvitað er þetta ekkert sérkenni Íslendinga einna en hefur lengi loðað við. Vandkvæðum sem fylgja er minna sinnt; gjarnan með því að horfa framhjá þeim, velja úr eða afneita þeim. Það er ávallt krefjandi að horfast í augu við raunveruleikann, þurfa jafnvel að gangast við að eiga þátt í vandkvæðunum og verða að vinna með mótsagnakenndar staðreyndir. Allt þetta blasir við á næstu fáeinum áratugum þegar loftslagsvandinn tekur að bíta illilega í allt okkar líf með ærnum tilkostnaði, einhverjum tækifærum og ansi mörgum ógnunum. Forsætisráðherra missti af dýrmætu tækifæri til þess að leggja plúsa og mínusa með heildstæðum hætti á borðið, nú þegar nýjasta loftslagsskýrslan var kunngerð. Ofuráhersla á tækifærin, einstöðu Íslands og allt of fá orð um raunveruleg og víðtæk vandamál einkenndu orð hans. Þau hafa vakið athygli, heima og heiman. Auðlinda- og atvinnuvegaráðherrann stóð sig mun betur (pistill í Fbl. 4. ap.) og gerir grein fyrir nokkrum tækifærum og fáeinum ógnunum. Þar nefnir hann t.d. súrnun sjávar. Hún, hlýnun hafsins og breytingar á fiskistofnum fela í sér gríðarmikil vandkvæði sem okkur rétt grunar hvert geta stefnt heimsbyggðinni. Báðir ráðherrarnir slepptu því að tengja hvort sem er tækifæri, eins og matvælaframleiðslu, eða vandkvæði, eins og súrnun sjávar, við þá augljósu staðreynd að verði ekki dregið kröftuglega úr hækkun koltvísýrings í lofti (nú af óþekktri stærð í hundruð þúsundir ára – rúmlega 400 milljónustuhlutar) eigum við afar alvarlegt ástand í vændum. Og hvernig er það gert? Með alþjóðlegum samningum og höftum á orkuframleiðslu með jarðefnaeldsneyti, minni vinnslu þessa eldsneytis, aukinni áherslu á nýja orkugjafa og minni áherslu á vinnslu málma og jarðefna sem menga við stóriðju.Aðlögun samfélaga Í þessu sambandi skiptir útflutningur raforku frá Íslandi litlu en kolefnisjöfnun með uppgræðslu og förgun koltvísýrings (eins og Sigurður Ingi nefnir), skorður við frekari álvinnslu hér heima og andstaða við gas- eða olíuvinnslu í norðrinu þeim mun meiru. Þýði það minni hagvöxt, breyttan lífsstíl og aðhald okkar og annarra, verður svo að vera. Nú er komið að því að hlýnun andrúmsloftsins kallar á aðlögun samfélaga og alls konar mótvægisaðgerðir sem svör við afleiðingum hennar. Ríkisvaldið, sveitarfélög, helstu sérfræðistofnanir, Almannavarnir og hagsmunasamtök eiga að mynda þverfaglegan og -pólitískan samráðshóp með aðstöðu og starfsfólki: ÍSLAND 2030. Hlutverk hans væri að safna upplýsingum um leiðir til aðlögunar og mótvægis, kortleggja áhrif hlýnunar á Íslandi og við landið á samræmdan hátt og fræða almenning, þingið og framkvæmdavald um stöðuna með ársskýrslu. Manngerði hluti skógar- og jarðvegseyðingar á Íslandi botnaði öldum saman í nánast óhjákvæmilegum leiðum til að lifa af í landinu og þekkingarskorti á afleiðingunum. Tækifærin voru mörg en vandkvæðin látin reka á reiðanum þar til of langt var gengið. Við gerum ekki viðlíka mistök á 21. öld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Við erum, eins og mörg dæmi sanna, hrifin af tækifærum sem færa okkur skyndilega hagsbætur, eða að minnsta kosti fljótlega. Helst miklar á skömmum tíma. Auðvitað er þetta ekkert sérkenni Íslendinga einna en hefur lengi loðað við. Vandkvæðum sem fylgja er minna sinnt; gjarnan með því að horfa framhjá þeim, velja úr eða afneita þeim. Það er ávallt krefjandi að horfast í augu við raunveruleikann, þurfa jafnvel að gangast við að eiga þátt í vandkvæðunum og verða að vinna með mótsagnakenndar staðreyndir. Allt þetta blasir við á næstu fáeinum áratugum þegar loftslagsvandinn tekur að bíta illilega í allt okkar líf með ærnum tilkostnaði, einhverjum tækifærum og ansi mörgum ógnunum. Forsætisráðherra missti af dýrmætu tækifæri til þess að leggja plúsa og mínusa með heildstæðum hætti á borðið, nú þegar nýjasta loftslagsskýrslan var kunngerð. Ofuráhersla á tækifærin, einstöðu Íslands og allt of fá orð um raunveruleg og víðtæk vandamál einkenndu orð hans. Þau hafa vakið athygli, heima og heiman. Auðlinda- og atvinnuvegaráðherrann stóð sig mun betur (pistill í Fbl. 4. ap.) og gerir grein fyrir nokkrum tækifærum og fáeinum ógnunum. Þar nefnir hann t.d. súrnun sjávar. Hún, hlýnun hafsins og breytingar á fiskistofnum fela í sér gríðarmikil vandkvæði sem okkur rétt grunar hvert geta stefnt heimsbyggðinni. Báðir ráðherrarnir slepptu því að tengja hvort sem er tækifæri, eins og matvælaframleiðslu, eða vandkvæði, eins og súrnun sjávar, við þá augljósu staðreynd að verði ekki dregið kröftuglega úr hækkun koltvísýrings í lofti (nú af óþekktri stærð í hundruð þúsundir ára – rúmlega 400 milljónustuhlutar) eigum við afar alvarlegt ástand í vændum. Og hvernig er það gert? Með alþjóðlegum samningum og höftum á orkuframleiðslu með jarðefnaeldsneyti, minni vinnslu þessa eldsneytis, aukinni áherslu á nýja orkugjafa og minni áherslu á vinnslu málma og jarðefna sem menga við stóriðju.Aðlögun samfélaga Í þessu sambandi skiptir útflutningur raforku frá Íslandi litlu en kolefnisjöfnun með uppgræðslu og förgun koltvísýrings (eins og Sigurður Ingi nefnir), skorður við frekari álvinnslu hér heima og andstaða við gas- eða olíuvinnslu í norðrinu þeim mun meiru. Þýði það minni hagvöxt, breyttan lífsstíl og aðhald okkar og annarra, verður svo að vera. Nú er komið að því að hlýnun andrúmsloftsins kallar á aðlögun samfélaga og alls konar mótvægisaðgerðir sem svör við afleiðingum hennar. Ríkisvaldið, sveitarfélög, helstu sérfræðistofnanir, Almannavarnir og hagsmunasamtök eiga að mynda þverfaglegan og -pólitískan samráðshóp með aðstöðu og starfsfólki: ÍSLAND 2030. Hlutverk hans væri að safna upplýsingum um leiðir til aðlögunar og mótvægis, kortleggja áhrif hlýnunar á Íslandi og við landið á samræmdan hátt og fræða almenning, þingið og framkvæmdavald um stöðuna með ársskýrslu. Manngerði hluti skógar- og jarðvegseyðingar á Íslandi botnaði öldum saman í nánast óhjákvæmilegum leiðum til að lifa af í landinu og þekkingarskorti á afleiðingunum. Tækifærin voru mörg en vandkvæðin látin reka á reiðanum þar til of langt var gengið. Við gerum ekki viðlíka mistök á 21. öld.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun