Dyflinnar–réttlætingin Ragnhildur Helga Hannesdóttir og Toshiki Toma skrifar 3. apríl 2014 07:00 Undirrituð eru skipuleggjendur málstofunnar „Hælisleitendur segja frá“ sem haldin var þann 20. mars síðastliðinn í Háskóla Íslands. Málstofan fór vel fram og áheyrendur, sem voru yfir 120 talsins, fylltu fyrirlestrarsalinn. Málstofan var hin fyrsta í málþingaröð hælisleitenda en markmið hennar er að gera hælisleitendum kleift að tjá sig milliliðalaust svo almenningur geti kynnst einstaklingunum sem er að finna á bak við hina ferköntuðu ímynd hælisleitenda. Á málstofunni greindi hælisleitandi frá Afríkuríki frá aðstöðu sinni: „Ég sótti fyrst um hæli í Svíþjóð og því er ég „Dyflinnar-hælisleitandi“. Við komu til Íslands fékk ég sjálfkrafa tilkynningu um brottvísun á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar og áfrýjaði í kjölfarið til innanríkisráðuneytisins. Í dag, 18 mánuðum síðar, hefur mér ekki enn verið boðið viðtal hjá Útlendingastofnun. Sem sé, eftir tveggja ára dvöl á Íslandi, að enginn hefur skoðað mál mitt: hvers vegna ég er á flótta eða af hvaða ástæðum ég leitast eftir að mér verði veitt hæli. Það er eingöngu litið á mál mitt út frá Dyflinnar-reglugerðinni.“ Dyflinnar-reglugerðin kveður eins og kunnugt er á um að ákvörðunarvaldi ríkis sé heimilt að vísa hælisleitanda til baka til þess ríkis sem hin fyrsta hælisumsókn hælisleitandans liggur hjá, án þess að taka mál hans upp. Nokkrum dögum eftir málstofuna hlustuðum við á annan hælisleitanda sem var einnig frá ríki í Afríku. Sá hafði í fyrstu flúið til Ítalíu en neyddist þar til að sofa á götum úti og átti ekki annan mat en þann sem honum var gefinn. Hann flúði því frá Ítalíu og hélt til Sviss þar sem hann sótti um hæli en var synjað. Hann reyndi hið sama í Hollandi en hlaut sömu niðurstöðu. Að honum nauðugum höfðu fingraför hans verið skjalfest á Ítalíu þrátt fyrir að hann hefði ekki sótt um hæli þar. Manninum var því synjað um hæli á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar.Verndar ekki hagsmuni Hann hafði eytt þremur árum í þessum löndum áður en hann kom til Íslands en ekkert ríkjanna þriggja hafði skoðað mál hans. Það hafði enginn spurt manninn um ástæðurnar sem lágu að baki flótta hans eða hlustað á sögu hans af því að allir voru uppteknir af Dyflinnar-reglugerðinni. Þegar Dyflinnar-reglugerðinni var komið á var henni ætlað að stuðla að því að hið fyrsta ríki sem hælisleitandi sótti um hæli hjá bæri ábyrgð á að taka mál hans upp, svo hælisleitendur yrðu ekki að flakka á milli ríkja í leit að málsmeðferð. Dyflinnar-reglugerðin var því upphaflega sett til þess að vernda hagsmuni hælisleitenda. En virkar hún þannig í dag? Nei. Það sem hins vegar ætti að vera aðalmálið er hvort verið sé að skoða mál einstaklinganna á fullnægjandi hátt en eins og staðan er í dag virðist einungis það, að finna ríki sem er reiðubúið til að taka mál hælisleitenda upp, vera hið erfiðasta mál fyrir þá. Er þessi staða ásættanleg, ef við lítum til mannréttinda- og mannúðarsjónarmiða okkar? Hælisumsókn snýst um að fyrir hendi sé manneskja sem óttast um líf sitt og lífskjör. Hælisumsókn snýst ekki um hvernig flóttaferli einstaklingsins hefur verið. Við óskum þess, enn og aftur, að þeir sem starfa að hælismálum horfist í augu við þennan einfalda sannleika. *Málstofur „Hælisleitendur segja frá“ eru í samstarfi við námsbraut í Mannfræði við Háskóla Íslands, Rauða kross Íslands og Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Undirrituð eru skipuleggjendur málstofunnar „Hælisleitendur segja frá“ sem haldin var þann 20. mars síðastliðinn í Háskóla Íslands. Málstofan fór vel fram og áheyrendur, sem voru yfir 120 talsins, fylltu fyrirlestrarsalinn. Málstofan var hin fyrsta í málþingaröð hælisleitenda en markmið hennar er að gera hælisleitendum kleift að tjá sig milliliðalaust svo almenningur geti kynnst einstaklingunum sem er að finna á bak við hina ferköntuðu ímynd hælisleitenda. Á málstofunni greindi hælisleitandi frá Afríkuríki frá aðstöðu sinni: „Ég sótti fyrst um hæli í Svíþjóð og því er ég „Dyflinnar-hælisleitandi“. Við komu til Íslands fékk ég sjálfkrafa tilkynningu um brottvísun á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar og áfrýjaði í kjölfarið til innanríkisráðuneytisins. Í dag, 18 mánuðum síðar, hefur mér ekki enn verið boðið viðtal hjá Útlendingastofnun. Sem sé, eftir tveggja ára dvöl á Íslandi, að enginn hefur skoðað mál mitt: hvers vegna ég er á flótta eða af hvaða ástæðum ég leitast eftir að mér verði veitt hæli. Það er eingöngu litið á mál mitt út frá Dyflinnar-reglugerðinni.“ Dyflinnar-reglugerðin kveður eins og kunnugt er á um að ákvörðunarvaldi ríkis sé heimilt að vísa hælisleitanda til baka til þess ríkis sem hin fyrsta hælisumsókn hælisleitandans liggur hjá, án þess að taka mál hans upp. Nokkrum dögum eftir málstofuna hlustuðum við á annan hælisleitanda sem var einnig frá ríki í Afríku. Sá hafði í fyrstu flúið til Ítalíu en neyddist þar til að sofa á götum úti og átti ekki annan mat en þann sem honum var gefinn. Hann flúði því frá Ítalíu og hélt til Sviss þar sem hann sótti um hæli en var synjað. Hann reyndi hið sama í Hollandi en hlaut sömu niðurstöðu. Að honum nauðugum höfðu fingraför hans verið skjalfest á Ítalíu þrátt fyrir að hann hefði ekki sótt um hæli þar. Manninum var því synjað um hæli á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar.Verndar ekki hagsmuni Hann hafði eytt þremur árum í þessum löndum áður en hann kom til Íslands en ekkert ríkjanna þriggja hafði skoðað mál hans. Það hafði enginn spurt manninn um ástæðurnar sem lágu að baki flótta hans eða hlustað á sögu hans af því að allir voru uppteknir af Dyflinnar-reglugerðinni. Þegar Dyflinnar-reglugerðinni var komið á var henni ætlað að stuðla að því að hið fyrsta ríki sem hælisleitandi sótti um hæli hjá bæri ábyrgð á að taka mál hans upp, svo hælisleitendur yrðu ekki að flakka á milli ríkja í leit að málsmeðferð. Dyflinnar-reglugerðin var því upphaflega sett til þess að vernda hagsmuni hælisleitenda. En virkar hún þannig í dag? Nei. Það sem hins vegar ætti að vera aðalmálið er hvort verið sé að skoða mál einstaklinganna á fullnægjandi hátt en eins og staðan er í dag virðist einungis það, að finna ríki sem er reiðubúið til að taka mál hælisleitenda upp, vera hið erfiðasta mál fyrir þá. Er þessi staða ásættanleg, ef við lítum til mannréttinda- og mannúðarsjónarmiða okkar? Hælisumsókn snýst um að fyrir hendi sé manneskja sem óttast um líf sitt og lífskjör. Hælisumsókn snýst ekki um hvernig flóttaferli einstaklingsins hefur verið. Við óskum þess, enn og aftur, að þeir sem starfa að hælismálum horfist í augu við þennan einfalda sannleika. *Málstofur „Hælisleitendur segja frá“ eru í samstarfi við námsbraut í Mannfræði við Háskóla Íslands, Rauða kross Íslands og Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar