Dyflinnar–réttlætingin Ragnhildur Helga Hannesdóttir og Toshiki Toma skrifar 3. apríl 2014 07:00 Undirrituð eru skipuleggjendur málstofunnar „Hælisleitendur segja frá“ sem haldin var þann 20. mars síðastliðinn í Háskóla Íslands. Málstofan fór vel fram og áheyrendur, sem voru yfir 120 talsins, fylltu fyrirlestrarsalinn. Málstofan var hin fyrsta í málþingaröð hælisleitenda en markmið hennar er að gera hælisleitendum kleift að tjá sig milliliðalaust svo almenningur geti kynnst einstaklingunum sem er að finna á bak við hina ferköntuðu ímynd hælisleitenda. Á málstofunni greindi hælisleitandi frá Afríkuríki frá aðstöðu sinni: „Ég sótti fyrst um hæli í Svíþjóð og því er ég „Dyflinnar-hælisleitandi“. Við komu til Íslands fékk ég sjálfkrafa tilkynningu um brottvísun á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar og áfrýjaði í kjölfarið til innanríkisráðuneytisins. Í dag, 18 mánuðum síðar, hefur mér ekki enn verið boðið viðtal hjá Útlendingastofnun. Sem sé, eftir tveggja ára dvöl á Íslandi, að enginn hefur skoðað mál mitt: hvers vegna ég er á flótta eða af hvaða ástæðum ég leitast eftir að mér verði veitt hæli. Það er eingöngu litið á mál mitt út frá Dyflinnar-reglugerðinni.“ Dyflinnar-reglugerðin kveður eins og kunnugt er á um að ákvörðunarvaldi ríkis sé heimilt að vísa hælisleitanda til baka til þess ríkis sem hin fyrsta hælisumsókn hælisleitandans liggur hjá, án þess að taka mál hans upp. Nokkrum dögum eftir málstofuna hlustuðum við á annan hælisleitanda sem var einnig frá ríki í Afríku. Sá hafði í fyrstu flúið til Ítalíu en neyddist þar til að sofa á götum úti og átti ekki annan mat en þann sem honum var gefinn. Hann flúði því frá Ítalíu og hélt til Sviss þar sem hann sótti um hæli en var synjað. Hann reyndi hið sama í Hollandi en hlaut sömu niðurstöðu. Að honum nauðugum höfðu fingraför hans verið skjalfest á Ítalíu þrátt fyrir að hann hefði ekki sótt um hæli þar. Manninum var því synjað um hæli á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar.Verndar ekki hagsmuni Hann hafði eytt þremur árum í þessum löndum áður en hann kom til Íslands en ekkert ríkjanna þriggja hafði skoðað mál hans. Það hafði enginn spurt manninn um ástæðurnar sem lágu að baki flótta hans eða hlustað á sögu hans af því að allir voru uppteknir af Dyflinnar-reglugerðinni. Þegar Dyflinnar-reglugerðinni var komið á var henni ætlað að stuðla að því að hið fyrsta ríki sem hælisleitandi sótti um hæli hjá bæri ábyrgð á að taka mál hans upp, svo hælisleitendur yrðu ekki að flakka á milli ríkja í leit að málsmeðferð. Dyflinnar-reglugerðin var því upphaflega sett til þess að vernda hagsmuni hælisleitenda. En virkar hún þannig í dag? Nei. Það sem hins vegar ætti að vera aðalmálið er hvort verið sé að skoða mál einstaklinganna á fullnægjandi hátt en eins og staðan er í dag virðist einungis það, að finna ríki sem er reiðubúið til að taka mál hælisleitenda upp, vera hið erfiðasta mál fyrir þá. Er þessi staða ásættanleg, ef við lítum til mannréttinda- og mannúðarsjónarmiða okkar? Hælisumsókn snýst um að fyrir hendi sé manneskja sem óttast um líf sitt og lífskjör. Hælisumsókn snýst ekki um hvernig flóttaferli einstaklingsins hefur verið. Við óskum þess, enn og aftur, að þeir sem starfa að hælismálum horfist í augu við þennan einfalda sannleika. *Málstofur „Hælisleitendur segja frá“ eru í samstarfi við námsbraut í Mannfræði við Háskóla Íslands, Rauða kross Íslands og Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Undirrituð eru skipuleggjendur málstofunnar „Hælisleitendur segja frá“ sem haldin var þann 20. mars síðastliðinn í Háskóla Íslands. Málstofan fór vel fram og áheyrendur, sem voru yfir 120 talsins, fylltu fyrirlestrarsalinn. Málstofan var hin fyrsta í málþingaröð hælisleitenda en markmið hennar er að gera hælisleitendum kleift að tjá sig milliliðalaust svo almenningur geti kynnst einstaklingunum sem er að finna á bak við hina ferköntuðu ímynd hælisleitenda. Á málstofunni greindi hælisleitandi frá Afríkuríki frá aðstöðu sinni: „Ég sótti fyrst um hæli í Svíþjóð og því er ég „Dyflinnar-hælisleitandi“. Við komu til Íslands fékk ég sjálfkrafa tilkynningu um brottvísun á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar og áfrýjaði í kjölfarið til innanríkisráðuneytisins. Í dag, 18 mánuðum síðar, hefur mér ekki enn verið boðið viðtal hjá Útlendingastofnun. Sem sé, eftir tveggja ára dvöl á Íslandi, að enginn hefur skoðað mál mitt: hvers vegna ég er á flótta eða af hvaða ástæðum ég leitast eftir að mér verði veitt hæli. Það er eingöngu litið á mál mitt út frá Dyflinnar-reglugerðinni.“ Dyflinnar-reglugerðin kveður eins og kunnugt er á um að ákvörðunarvaldi ríkis sé heimilt að vísa hælisleitanda til baka til þess ríkis sem hin fyrsta hælisumsókn hælisleitandans liggur hjá, án þess að taka mál hans upp. Nokkrum dögum eftir málstofuna hlustuðum við á annan hælisleitanda sem var einnig frá ríki í Afríku. Sá hafði í fyrstu flúið til Ítalíu en neyddist þar til að sofa á götum úti og átti ekki annan mat en þann sem honum var gefinn. Hann flúði því frá Ítalíu og hélt til Sviss þar sem hann sótti um hæli en var synjað. Hann reyndi hið sama í Hollandi en hlaut sömu niðurstöðu. Að honum nauðugum höfðu fingraför hans verið skjalfest á Ítalíu þrátt fyrir að hann hefði ekki sótt um hæli þar. Manninum var því synjað um hæli á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar.Verndar ekki hagsmuni Hann hafði eytt þremur árum í þessum löndum áður en hann kom til Íslands en ekkert ríkjanna þriggja hafði skoðað mál hans. Það hafði enginn spurt manninn um ástæðurnar sem lágu að baki flótta hans eða hlustað á sögu hans af því að allir voru uppteknir af Dyflinnar-reglugerðinni. Þegar Dyflinnar-reglugerðinni var komið á var henni ætlað að stuðla að því að hið fyrsta ríki sem hælisleitandi sótti um hæli hjá bæri ábyrgð á að taka mál hans upp, svo hælisleitendur yrðu ekki að flakka á milli ríkja í leit að málsmeðferð. Dyflinnar-reglugerðin var því upphaflega sett til þess að vernda hagsmuni hælisleitenda. En virkar hún þannig í dag? Nei. Það sem hins vegar ætti að vera aðalmálið er hvort verið sé að skoða mál einstaklinganna á fullnægjandi hátt en eins og staðan er í dag virðist einungis það, að finna ríki sem er reiðubúið til að taka mál hælisleitenda upp, vera hið erfiðasta mál fyrir þá. Er þessi staða ásættanleg, ef við lítum til mannréttinda- og mannúðarsjónarmiða okkar? Hælisumsókn snýst um að fyrir hendi sé manneskja sem óttast um líf sitt og lífskjör. Hælisumsókn snýst ekki um hvernig flóttaferli einstaklingsins hefur verið. Við óskum þess, enn og aftur, að þeir sem starfa að hælismálum horfist í augu við þennan einfalda sannleika. *Málstofur „Hælisleitendur segja frá“ eru í samstarfi við námsbraut í Mannfræði við Háskóla Íslands, Rauða kross Íslands og Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar