Makríll og rækja, einstakt tækifæri til þjóðarsáttar Bolli Héðinsson skrifar 1. apríl 2014 07:00 Makríllinn við Ísland og rækjan í Ísafjarðardjúpi bjóða upp á einstakt sögulegt tækifæri til að stíga fyrstu skrefin í að skapa sátt milli þjóðar og sjávarútvegs. Báðar þessar tegundir koma brátt til kvótaúthlutunar svo sögulega tækifærið skapast vegna takmarkaðrar veiðireynslu undangenginna ára og því ekki til neins að vísa í fortíð við úthlutun aflaheimilda til framtíðar. Þetta gerir yfirvöldum auðveldara um vik að láta útgerðir greiða sanngjarna leigu fyrir afnot þessara eigna þjóðarinnar með útboði veiðiheimilda. Vegna óvissu um framhald þessara veiða næstu árin væri heppilegra fyrir útgerðirnar að þurfa ekki að bjóða í heimildir nema til 1-3ja ára í senn.Nákvæmar útfærslur kvótauppboða Torbjörn Trondsen, prófessor í sjávarútvegsfræðum við háskólann í Tromsö, hélt nýlega erindi við HÍ þar sem hann fór yfir nokkrar þeirra aðferða sem hægt er að nota við úthlutun fiskveiðiheimilda með opnu útboði. Í tilviki rækjunnar og makrílsins eru leiðirnar einfaldar og úthugsaðar en krefjast eftirlits af hálfu hins opinbera til að hindra samráð tilboðsgjafa. Verði síðan haldið áfram á braut útboða veiðiheimilda þá koma fleiri aðferðir og blandaðar leiðir til álita. Þar mætti nýta reynslu sem fengin er víða að úr veröldinni um hvað beri að varast og hvernig slíkum útboðum yrði best fyrir komið án nokkurrar áhættu fyrir fyrirtækin.Afþakkar ríkisstjórnin milljarðana? Viðbúið er að þær útgerðir sem þegar hafa reynt fyrir sér séu líklegastar til að hljóta þann kvóta sem boðinn verður út. Ekkert útgerðarfyrirtæki mun því fara í þrot við þessar aðgerðir þar sem við getum væntanlega treyst því að þau bjóði ekki í kvóta umfram það sem greiðslugeta þeirra leyfir. Íslenskar útgerðir munu á komandi makrílvertíð með glöðu geði greiða Færeyingum og Grænlendingum svimandi háar fjárhæðir fyrir hvert tonn af makríl sem þeir veiða innan lögsögu þessara ríkja. Því skyldu þessar sömu útgerðir fá afhentan makrílkvóta við Ísland án endurgjalds? Útboð á heimildum til makrílveiða við Ísland gæti skilað milljörðum í ríkissjóð. Varla slær ríkisstjórnin hendinni á móti þeim? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Makríllinn við Ísland og rækjan í Ísafjarðardjúpi bjóða upp á einstakt sögulegt tækifæri til að stíga fyrstu skrefin í að skapa sátt milli þjóðar og sjávarútvegs. Báðar þessar tegundir koma brátt til kvótaúthlutunar svo sögulega tækifærið skapast vegna takmarkaðrar veiðireynslu undangenginna ára og því ekki til neins að vísa í fortíð við úthlutun aflaheimilda til framtíðar. Þetta gerir yfirvöldum auðveldara um vik að láta útgerðir greiða sanngjarna leigu fyrir afnot þessara eigna þjóðarinnar með útboði veiðiheimilda. Vegna óvissu um framhald þessara veiða næstu árin væri heppilegra fyrir útgerðirnar að þurfa ekki að bjóða í heimildir nema til 1-3ja ára í senn.Nákvæmar útfærslur kvótauppboða Torbjörn Trondsen, prófessor í sjávarútvegsfræðum við háskólann í Tromsö, hélt nýlega erindi við HÍ þar sem hann fór yfir nokkrar þeirra aðferða sem hægt er að nota við úthlutun fiskveiðiheimilda með opnu útboði. Í tilviki rækjunnar og makrílsins eru leiðirnar einfaldar og úthugsaðar en krefjast eftirlits af hálfu hins opinbera til að hindra samráð tilboðsgjafa. Verði síðan haldið áfram á braut útboða veiðiheimilda þá koma fleiri aðferðir og blandaðar leiðir til álita. Þar mætti nýta reynslu sem fengin er víða að úr veröldinni um hvað beri að varast og hvernig slíkum útboðum yrði best fyrir komið án nokkurrar áhættu fyrir fyrirtækin.Afþakkar ríkisstjórnin milljarðana? Viðbúið er að þær útgerðir sem þegar hafa reynt fyrir sér séu líklegastar til að hljóta þann kvóta sem boðinn verður út. Ekkert útgerðarfyrirtæki mun því fara í þrot við þessar aðgerðir þar sem við getum væntanlega treyst því að þau bjóði ekki í kvóta umfram það sem greiðslugeta þeirra leyfir. Íslenskar útgerðir munu á komandi makrílvertíð með glöðu geði greiða Færeyingum og Grænlendingum svimandi háar fjárhæðir fyrir hvert tonn af makríl sem þeir veiða innan lögsögu þessara ríkja. Því skyldu þessar sömu útgerðir fá afhentan makrílkvóta við Ísland án endurgjalds? Útboð á heimildum til makrílveiða við Ísland gæti skilað milljörðum í ríkissjóð. Varla slær ríkisstjórnin hendinni á móti þeim?
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar