Ekki flókið verkefni Ari Trausti Guðmundsson skrifar 22. mars 2014 07:00 Það þarf ekki að setja forseta Íslands flóknar eða viðamiklar reglur um hvernig hann höndlar utanríkismál Íslands á erlendum vettvangi, þvert ofan í orð Össurar Skarphéðinssonar. Gildandi stjórnarskrá, virðing fyrir þverpólitísku hlutverki talsmanns þjóðarinnar, almenn skynsemi og samstarf við utanríkisráðuneytið dugar nógu vel. Sé þessu blandað saman á hlutlægan hátt blasir við hvað forseti segir á alþjóðavettvangi um einstök stefnumál sem sitjandi ríkisstjórn hefur afgreitt – eða fyrri ríkisstjórnir – hafi sú nýjasta ekki breytt út af fyrri og ríkjandi stefnu. Hann útskýrir þau og minnir á að þar sé um að ræða samþykkta afstöðu ríkisstjórnar og Alþingis. Hann fer gjarnan yfir deilur og ólík sjónarmið innanlands ef því er að skipta, eða segir frá því að um stefnuna ríki sátt í meginatriðum. Ef á hann er gengið með hans eigin skoðun útskýrir hann hlutverk forseta sem ekki felst í stefnumótun utanríkismála heldur sé það nær því að ýta undir umræður og ákvarðanir í utanríkismálum jafnt sem öðrum málaflokkum. Vissulega hefur forsetinn málfrelsi, eins og utanríkisráðherra bendir á. Hann hefur mörg tækifæri til að velta upp ólíkum skoðunum, jafnt sínum sem öðrum, en hann veit hvenær slíkt á við og hvenær ekki. Hann leggur ekki persónulega skoðun sína á umdeildum málum fram á alþjóðafundum, í erlendum fréttaviðtölum um Ísland eða heimsmálum eða opinberum heimsóknum. Til þessa fást margvísleg önnur tækifæri.Rangar hugmyndir Hugmyndir um sérstaka utanríkisstefnu forseta Íslands eru rangar. Þess vegna vakti það athygli (og ég andmælti því) þegar sitjandi forseti sagði sem svo fyrir síðustu kosningar að æskilegt teldist að samhljómur væri með utanríkisstefnu forseta og ríkisstjórnar. Þar kom glöggt fram að hann lítur öðrum augum á sitt silfur en margur maðurinn og alveg örugglega meirihluti Alþingis. Sérhverjum forseta Íslands verður stundum boðið að halda ræðu um norðurslóðamálefni á háskólaráðstefnum eða mannamótum þar sem hinir skipuðu fulltrúar Íslands í Norðursheimskautsráðinu eða skyldum stofnunum eru ekki formlegir þátttakendur, eða að minnsta kosti ekki virkir ræðumenn. Hann heldur sína ræðu og skýrir stefnu landsins í málefnum norðurslóða, setur fram hugmyndir um úrbætur eða nýjungar, viðrar ef til vill gagnrýni sem heyrst hefur eða hvaðeina sem hann getur fært almenn rök fyrir. Hann tekur þátt í umræðum ef til þess er ætlast. Komi að því að einhver sambærilega boðinn ræðumaður setur fram skoðun sem forseta líkar ekki, er ekki sjálfgefið að hann mótmæli þeim. Þar kemur til álita að segja ekkert, upplýsa um stefnu Íslands ef það á við eða vísa til skipaðra landsfulltrúa. Þegar allt kemur til alls gildir að forseti Íslands er talsmaður og verjandi þorra landsmanna en ekki sjálfs sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að setja forseta Íslands flóknar eða viðamiklar reglur um hvernig hann höndlar utanríkismál Íslands á erlendum vettvangi, þvert ofan í orð Össurar Skarphéðinssonar. Gildandi stjórnarskrá, virðing fyrir þverpólitísku hlutverki talsmanns þjóðarinnar, almenn skynsemi og samstarf við utanríkisráðuneytið dugar nógu vel. Sé þessu blandað saman á hlutlægan hátt blasir við hvað forseti segir á alþjóðavettvangi um einstök stefnumál sem sitjandi ríkisstjórn hefur afgreitt – eða fyrri ríkisstjórnir – hafi sú nýjasta ekki breytt út af fyrri og ríkjandi stefnu. Hann útskýrir þau og minnir á að þar sé um að ræða samþykkta afstöðu ríkisstjórnar og Alþingis. Hann fer gjarnan yfir deilur og ólík sjónarmið innanlands ef því er að skipta, eða segir frá því að um stefnuna ríki sátt í meginatriðum. Ef á hann er gengið með hans eigin skoðun útskýrir hann hlutverk forseta sem ekki felst í stefnumótun utanríkismála heldur sé það nær því að ýta undir umræður og ákvarðanir í utanríkismálum jafnt sem öðrum málaflokkum. Vissulega hefur forsetinn málfrelsi, eins og utanríkisráðherra bendir á. Hann hefur mörg tækifæri til að velta upp ólíkum skoðunum, jafnt sínum sem öðrum, en hann veit hvenær slíkt á við og hvenær ekki. Hann leggur ekki persónulega skoðun sína á umdeildum málum fram á alþjóðafundum, í erlendum fréttaviðtölum um Ísland eða heimsmálum eða opinberum heimsóknum. Til þessa fást margvísleg önnur tækifæri.Rangar hugmyndir Hugmyndir um sérstaka utanríkisstefnu forseta Íslands eru rangar. Þess vegna vakti það athygli (og ég andmælti því) þegar sitjandi forseti sagði sem svo fyrir síðustu kosningar að æskilegt teldist að samhljómur væri með utanríkisstefnu forseta og ríkisstjórnar. Þar kom glöggt fram að hann lítur öðrum augum á sitt silfur en margur maðurinn og alveg örugglega meirihluti Alþingis. Sérhverjum forseta Íslands verður stundum boðið að halda ræðu um norðurslóðamálefni á háskólaráðstefnum eða mannamótum þar sem hinir skipuðu fulltrúar Íslands í Norðursheimskautsráðinu eða skyldum stofnunum eru ekki formlegir þátttakendur, eða að minnsta kosti ekki virkir ræðumenn. Hann heldur sína ræðu og skýrir stefnu landsins í málefnum norðurslóða, setur fram hugmyndir um úrbætur eða nýjungar, viðrar ef til vill gagnrýni sem heyrst hefur eða hvaðeina sem hann getur fært almenn rök fyrir. Hann tekur þátt í umræðum ef til þess er ætlast. Komi að því að einhver sambærilega boðinn ræðumaður setur fram skoðun sem forseta líkar ekki, er ekki sjálfgefið að hann mótmæli þeim. Þar kemur til álita að segja ekkert, upplýsa um stefnu Íslands ef það á við eða vísa til skipaðra landsfulltrúa. Þegar allt kemur til alls gildir að forseti Íslands er talsmaður og verjandi þorra landsmanna en ekki sjálfs sín.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun