Biophilia – verkefni um skapandi kennslu Eygló Harðardóttir skrifar 4. mars 2014 06:00 Hvernig má örva krakka frekar í námi, auka virkni þeirra, vekja með þeim forvitni og gera námið sem skemmtilegast? Um þetta fjallar verkefnið Biophilia sem er eitt af stórum verkefnum formennskuárs Íslands í norrænu samstarfi. Um 2,8 milljónir danskra króna renna til verkefnisins á þessu ári, sem nemur tæpum 60 milljónum íslenskra króna. Vísindamenn í skólastofunni Verkefnið felst í þróun kennsluaðferða þar sem tónlist, tækni og vísindi eru tvinnuð saman á nýstárlegan hátt til að örva skynjun og áhuga barna á náttúrufyrirbærum og eðlisfræði. Hugmyndina má rekja til tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur. Hefðbundið kennsluform er brotið upp og allir aldurshópar vinna saman, þvert á námsgreinar og fagsvið. Vísindakenningar öðlast líf þar sem krakkarnir fá sjálfir að prófa þær á skemmtilegan og einfaldan hátt og námið verður því fróðlegur leikur sem skilur eftir sig þekkingu og áhuga á frekara námi í tækni og vísindum. Komdu og skoðað‘í kistuna mína Þegar hafa hátt í 30 íslenskir skólar tekið þátt í verkefninu Biophiliu og nú er stefnt að því að börn annars staðar á Norðurlöndunum fái að njóta þess líka. Þróaðar verða svokallaðar kistur sem innihalda kennslumyndbönd, spjaldtölvur og annað tæknilegt sem til þarf. Hvert og eitt Norðurlandanna mun búa að einni kistu sem flyst milli skólanna til að kynna kennsluaðferðina á tungumáli viðkomandi lands. Vísindasöfn á Norðurlöndum munu einnig koma að verkefninu sem og háskólar og menningarsöfn. Á slóðinni biophiliaeducational.org er verkefnið kynnt á myndrænan hátt. Árið 2016 fer fram mat á árangri verkefnisins. Það er von mín að Biophilia takist vel og verði grunnur að þróun nýrra kennsluhátta sem veita börnum og ungmennum gott veganesti út í lífið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Hvernig má örva krakka frekar í námi, auka virkni þeirra, vekja með þeim forvitni og gera námið sem skemmtilegast? Um þetta fjallar verkefnið Biophilia sem er eitt af stórum verkefnum formennskuárs Íslands í norrænu samstarfi. Um 2,8 milljónir danskra króna renna til verkefnisins á þessu ári, sem nemur tæpum 60 milljónum íslenskra króna. Vísindamenn í skólastofunni Verkefnið felst í þróun kennsluaðferða þar sem tónlist, tækni og vísindi eru tvinnuð saman á nýstárlegan hátt til að örva skynjun og áhuga barna á náttúrufyrirbærum og eðlisfræði. Hugmyndina má rekja til tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur. Hefðbundið kennsluform er brotið upp og allir aldurshópar vinna saman, þvert á námsgreinar og fagsvið. Vísindakenningar öðlast líf þar sem krakkarnir fá sjálfir að prófa þær á skemmtilegan og einfaldan hátt og námið verður því fróðlegur leikur sem skilur eftir sig þekkingu og áhuga á frekara námi í tækni og vísindum. Komdu og skoðað‘í kistuna mína Þegar hafa hátt í 30 íslenskir skólar tekið þátt í verkefninu Biophiliu og nú er stefnt að því að börn annars staðar á Norðurlöndunum fái að njóta þess líka. Þróaðar verða svokallaðar kistur sem innihalda kennslumyndbönd, spjaldtölvur og annað tæknilegt sem til þarf. Hvert og eitt Norðurlandanna mun búa að einni kistu sem flyst milli skólanna til að kynna kennsluaðferðina á tungumáli viðkomandi lands. Vísindasöfn á Norðurlöndum munu einnig koma að verkefninu sem og háskólar og menningarsöfn. Á slóðinni biophiliaeducational.org er verkefnið kynnt á myndrænan hátt. Árið 2016 fer fram mat á árangri verkefnisins. Það er von mín að Biophilia takist vel og verði grunnur að þróun nýrra kennsluhátta sem veita börnum og ungmennum gott veganesti út í lífið.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar