Ekkert niðurgreitt skyr til Evrópu Guðni Ágústsson skrifar 26. febrúar 2014 06:00 Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor ritar í Fréttablaðið 24. febrúar síðastliðinn grein sem ber yfirskriftina „Niðurgreitt skyr til Evrópu“. Hið rétta er að ekkert niðurgreitt skyr er í dag flutt til Evrópu. Um það yrði heldur ekki að ræða þótt okkur byðist að flytja út 4.000 tonn af skyri tollfrjálst til ESB-ríkja. Greinin byggir ekki á þeirri umhugsun sem prófessorinn kallar eftir heldur lýsir fyrst og fremst vanþekkingu á málefninu. Á árinu 2013 var útgefinn mjólkurkvóti af stjórnvöldum 116 milljónir lítra. Framleiðslan nam hins vegar nærri 123 milljónum lítra. Umframmjólk ársins 2013 var því 7 milljónir lítra. Útgjöld úr ríkissjóði vegna beingreiðslna hefðu orðið hin sömu hvort sem framleiðslan nam 116 eða 123 eða jafnvel 130 milljónum lítra. Útflutningur mjólkurvara árið 2013 nam samkvæmt opinberum tölum 5,7 milljónum lítra. Sá útflutningur samanstóð af undanrennudufti, ostum og skyri. Skyrútflutningur á árinu nam um 2,7 milljónum lítra mjólkur sem er einungis 40% af umframmjólk ársins. Umframframleiðsla bænda, þar með talin sú mjólk sem fór í skyr, nýtur ekki beingreiðslna úr ríkissjóði. Í búrekstri þurfa bændur ávallt að framleiða umfram kvóta svo tryggt sé að þeir nái kvótanum vegna ófyrirséðra sveiflna eins og síðasta sumar sannaði. Afurðastöðvar taka við umframmjólk bóndans og leitast við að koma henni á erlenda markaði fyrir sem hæst skilaverð til bænda. Þar er ekkert tryggt fyrirfram og markaðurinn sem ræður. Enginn vara í útflutningi hefur þó skilað bændum eins góðu verði á erlendum mörkuðum og íslenska skyrið. Eftirspurn á innanlandsmarkaði segir til hver framleiðsluþörfin er. Mikil spurn hefur verið eftir fitu en ekki að sama skapi eftir próteinþættinum. Vaxandi neysla á smjöri og rjóma kallar á fitu sem fæst með aukinni mjólkurframleiðslu. Þar með eykst framleiðsla á mjólkurpróteinum sem þarf að koma á markað. Skyrgerð og útflutningur á skyri er gott dæmi um slíka viðleitni. Hagfræðiprófessorinn hefur skrifað nokkrar greinar um landbúnaðarmál að undanförnu og þær bera það með sér að hann hefur ekki hugsað þau til hlítar. Vonandi verður þetta litla tilsvar honum til umhugsunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor ritar í Fréttablaðið 24. febrúar síðastliðinn grein sem ber yfirskriftina „Niðurgreitt skyr til Evrópu“. Hið rétta er að ekkert niðurgreitt skyr er í dag flutt til Evrópu. Um það yrði heldur ekki að ræða þótt okkur byðist að flytja út 4.000 tonn af skyri tollfrjálst til ESB-ríkja. Greinin byggir ekki á þeirri umhugsun sem prófessorinn kallar eftir heldur lýsir fyrst og fremst vanþekkingu á málefninu. Á árinu 2013 var útgefinn mjólkurkvóti af stjórnvöldum 116 milljónir lítra. Framleiðslan nam hins vegar nærri 123 milljónum lítra. Umframmjólk ársins 2013 var því 7 milljónir lítra. Útgjöld úr ríkissjóði vegna beingreiðslna hefðu orðið hin sömu hvort sem framleiðslan nam 116 eða 123 eða jafnvel 130 milljónum lítra. Útflutningur mjólkurvara árið 2013 nam samkvæmt opinberum tölum 5,7 milljónum lítra. Sá útflutningur samanstóð af undanrennudufti, ostum og skyri. Skyrútflutningur á árinu nam um 2,7 milljónum lítra mjólkur sem er einungis 40% af umframmjólk ársins. Umframframleiðsla bænda, þar með talin sú mjólk sem fór í skyr, nýtur ekki beingreiðslna úr ríkissjóði. Í búrekstri þurfa bændur ávallt að framleiða umfram kvóta svo tryggt sé að þeir nái kvótanum vegna ófyrirséðra sveiflna eins og síðasta sumar sannaði. Afurðastöðvar taka við umframmjólk bóndans og leitast við að koma henni á erlenda markaði fyrir sem hæst skilaverð til bænda. Þar er ekkert tryggt fyrirfram og markaðurinn sem ræður. Enginn vara í útflutningi hefur þó skilað bændum eins góðu verði á erlendum mörkuðum og íslenska skyrið. Eftirspurn á innanlandsmarkaði segir til hver framleiðsluþörfin er. Mikil spurn hefur verið eftir fitu en ekki að sama skapi eftir próteinþættinum. Vaxandi neysla á smjöri og rjóma kallar á fitu sem fæst með aukinni mjólkurframleiðslu. Þar með eykst framleiðsla á mjólkurpróteinum sem þarf að koma á markað. Skyrgerð og útflutningur á skyri er gott dæmi um slíka viðleitni. Hagfræðiprófessorinn hefur skrifað nokkrar greinar um landbúnaðarmál að undanförnu og þær bera það með sér að hann hefur ekki hugsað þau til hlítar. Vonandi verður þetta litla tilsvar honum til umhugsunar.
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun