Ekkert niðurgreitt skyr til Evrópu Guðni Ágústsson skrifar 26. febrúar 2014 06:00 Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor ritar í Fréttablaðið 24. febrúar síðastliðinn grein sem ber yfirskriftina „Niðurgreitt skyr til Evrópu“. Hið rétta er að ekkert niðurgreitt skyr er í dag flutt til Evrópu. Um það yrði heldur ekki að ræða þótt okkur byðist að flytja út 4.000 tonn af skyri tollfrjálst til ESB-ríkja. Greinin byggir ekki á þeirri umhugsun sem prófessorinn kallar eftir heldur lýsir fyrst og fremst vanþekkingu á málefninu. Á árinu 2013 var útgefinn mjólkurkvóti af stjórnvöldum 116 milljónir lítra. Framleiðslan nam hins vegar nærri 123 milljónum lítra. Umframmjólk ársins 2013 var því 7 milljónir lítra. Útgjöld úr ríkissjóði vegna beingreiðslna hefðu orðið hin sömu hvort sem framleiðslan nam 116 eða 123 eða jafnvel 130 milljónum lítra. Útflutningur mjólkurvara árið 2013 nam samkvæmt opinberum tölum 5,7 milljónum lítra. Sá útflutningur samanstóð af undanrennudufti, ostum og skyri. Skyrútflutningur á árinu nam um 2,7 milljónum lítra mjólkur sem er einungis 40% af umframmjólk ársins. Umframframleiðsla bænda, þar með talin sú mjólk sem fór í skyr, nýtur ekki beingreiðslna úr ríkissjóði. Í búrekstri þurfa bændur ávallt að framleiða umfram kvóta svo tryggt sé að þeir nái kvótanum vegna ófyrirséðra sveiflna eins og síðasta sumar sannaði. Afurðastöðvar taka við umframmjólk bóndans og leitast við að koma henni á erlenda markaði fyrir sem hæst skilaverð til bænda. Þar er ekkert tryggt fyrirfram og markaðurinn sem ræður. Enginn vara í útflutningi hefur þó skilað bændum eins góðu verði á erlendum mörkuðum og íslenska skyrið. Eftirspurn á innanlandsmarkaði segir til hver framleiðsluþörfin er. Mikil spurn hefur verið eftir fitu en ekki að sama skapi eftir próteinþættinum. Vaxandi neysla á smjöri og rjóma kallar á fitu sem fæst með aukinni mjólkurframleiðslu. Þar með eykst framleiðsla á mjólkurpróteinum sem þarf að koma á markað. Skyrgerð og útflutningur á skyri er gott dæmi um slíka viðleitni. Hagfræðiprófessorinn hefur skrifað nokkrar greinar um landbúnaðarmál að undanförnu og þær bera það með sér að hann hefur ekki hugsað þau til hlítar. Vonandi verður þetta litla tilsvar honum til umhugsunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor ritar í Fréttablaðið 24. febrúar síðastliðinn grein sem ber yfirskriftina „Niðurgreitt skyr til Evrópu“. Hið rétta er að ekkert niðurgreitt skyr er í dag flutt til Evrópu. Um það yrði heldur ekki að ræða þótt okkur byðist að flytja út 4.000 tonn af skyri tollfrjálst til ESB-ríkja. Greinin byggir ekki á þeirri umhugsun sem prófessorinn kallar eftir heldur lýsir fyrst og fremst vanþekkingu á málefninu. Á árinu 2013 var útgefinn mjólkurkvóti af stjórnvöldum 116 milljónir lítra. Framleiðslan nam hins vegar nærri 123 milljónum lítra. Umframmjólk ársins 2013 var því 7 milljónir lítra. Útgjöld úr ríkissjóði vegna beingreiðslna hefðu orðið hin sömu hvort sem framleiðslan nam 116 eða 123 eða jafnvel 130 milljónum lítra. Útflutningur mjólkurvara árið 2013 nam samkvæmt opinberum tölum 5,7 milljónum lítra. Sá útflutningur samanstóð af undanrennudufti, ostum og skyri. Skyrútflutningur á árinu nam um 2,7 milljónum lítra mjólkur sem er einungis 40% af umframmjólk ársins. Umframframleiðsla bænda, þar með talin sú mjólk sem fór í skyr, nýtur ekki beingreiðslna úr ríkissjóði. Í búrekstri þurfa bændur ávallt að framleiða umfram kvóta svo tryggt sé að þeir nái kvótanum vegna ófyrirséðra sveiflna eins og síðasta sumar sannaði. Afurðastöðvar taka við umframmjólk bóndans og leitast við að koma henni á erlenda markaði fyrir sem hæst skilaverð til bænda. Þar er ekkert tryggt fyrirfram og markaðurinn sem ræður. Enginn vara í útflutningi hefur þó skilað bændum eins góðu verði á erlendum mörkuðum og íslenska skyrið. Eftirspurn á innanlandsmarkaði segir til hver framleiðsluþörfin er. Mikil spurn hefur verið eftir fitu en ekki að sama skapi eftir próteinþættinum. Vaxandi neysla á smjöri og rjóma kallar á fitu sem fæst með aukinni mjólkurframleiðslu. Þar með eykst framleiðsla á mjólkurpróteinum sem þarf að koma á markað. Skyrgerð og útflutningur á skyri er gott dæmi um slíka viðleitni. Hagfræðiprófessorinn hefur skrifað nokkrar greinar um landbúnaðarmál að undanförnu og þær bera það með sér að hann hefur ekki hugsað þau til hlítar. Vonandi verður þetta litla tilsvar honum til umhugsunar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar