Niðurgreitt skyr til Evrópu? Þórólfur Matthíasson skrifar 24. febrúar 2014 07:00 Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði vilja auka sölu á Evrópumarkaði á skyri framleiddu á Íslandi. Samtökin hafa óskað eftir að fá að flytja þangað 4.000 tonn tollfrjálst. Væru 4.000 tonn af skyri flutt til meginlands Evrópu jafngilti það því að 4-5% af mjólkurframleiðslu íslenskra kúabænda væru framleidd fyrir neytendur erlendis. Kallar á umhugsun og skoðun.Hvað kostar mjólkin í skyrið? Til að auka framleiðslu skyrs fyrir Evrópu þarf annaðhvort að skerða framboð mjólkurvöru til innlendra neytenda um 5% eða auka framleiðslu mjólkur um 5 milljónir lítra. Nú borga afurðastöðvar bændum um 83 krónur á lítrann og þeir fá að auki 45 krónur í beingreiðslur úr ríkissjóði á hvern lítra. Verðmæti 5 milljóna lítra af mjólk frá bændum er 630 milljónir króna, þar af eru beingreiðslur úr ríkissjóði 215 milljónir króna.Skilaverð í Evrópu Verðmæti skyrs í Evrópu ræðst á markaði í Evrópu, en ekki á skrifstofu við Bitruháls. Úr 5 milljónum lítra af mjólk fást 700 tonn af undanrennudufti og 200 tonn af smjöri. Ef íslenskar afurðastöðvar eiga að standast verðsamkeppni við erlendar mjólkurstöðvar mega þær ekki verðleggja skyrið í Evrópu hærra en svarar til hráefnisverðs í Evrópu. Þetta þýðir að skilaverð mjólkurinnar sem færi í Evrópu-skyr Mjólkursamsölunnar yrði um 420 til 450 milljónir króna. Beint tap af útflutningi 4.000 tonna af skyri til Evrópu yrði því 180 til 210 milljónir króna. Þá á eftir að áætla kostnað við nauðsynlega kynningar- og auglýsingaherferð sem væntanlega myndi hlaupa á nokkrum hundruðum milljóna króna yfir nokkurra ára tímabil!Tapi velt á neytendur og skattgreiðendur? Til að jafna reikninga afurðastöðva vegna taps af skyrútflutningi þyrfti að: a) hækka útsöluverð á mjólkurvöru til innlendra neytenda um 250-300 milljónir króna, eða b) lækka verð til bænda um 200-300 milljónir króna og/eða c) auka beingreiðslu úr ríkissjóði til bænda um 200-300 milljónir króna. Íslenskir neytendur og íslenskir skattgreiðendur eiga rétt á að Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði upplýsi þá um hverja þessara leiða Samtökin hugsa sér að fara til að fjármagna tap af útflutningi skyrs til EvrópuLesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði vilja auka sölu á Evrópumarkaði á skyri framleiddu á Íslandi. Samtökin hafa óskað eftir að fá að flytja þangað 4.000 tonn tollfrjálst. Væru 4.000 tonn af skyri flutt til meginlands Evrópu jafngilti það því að 4-5% af mjólkurframleiðslu íslenskra kúabænda væru framleidd fyrir neytendur erlendis. Kallar á umhugsun og skoðun.Hvað kostar mjólkin í skyrið? Til að auka framleiðslu skyrs fyrir Evrópu þarf annaðhvort að skerða framboð mjólkurvöru til innlendra neytenda um 5% eða auka framleiðslu mjólkur um 5 milljónir lítra. Nú borga afurðastöðvar bændum um 83 krónur á lítrann og þeir fá að auki 45 krónur í beingreiðslur úr ríkissjóði á hvern lítra. Verðmæti 5 milljóna lítra af mjólk frá bændum er 630 milljónir króna, þar af eru beingreiðslur úr ríkissjóði 215 milljónir króna.Skilaverð í Evrópu Verðmæti skyrs í Evrópu ræðst á markaði í Evrópu, en ekki á skrifstofu við Bitruháls. Úr 5 milljónum lítra af mjólk fást 700 tonn af undanrennudufti og 200 tonn af smjöri. Ef íslenskar afurðastöðvar eiga að standast verðsamkeppni við erlendar mjólkurstöðvar mega þær ekki verðleggja skyrið í Evrópu hærra en svarar til hráefnisverðs í Evrópu. Þetta þýðir að skilaverð mjólkurinnar sem færi í Evrópu-skyr Mjólkursamsölunnar yrði um 420 til 450 milljónir króna. Beint tap af útflutningi 4.000 tonna af skyri til Evrópu yrði því 180 til 210 milljónir króna. Þá á eftir að áætla kostnað við nauðsynlega kynningar- og auglýsingaherferð sem væntanlega myndi hlaupa á nokkrum hundruðum milljóna króna yfir nokkurra ára tímabil!Tapi velt á neytendur og skattgreiðendur? Til að jafna reikninga afurðastöðva vegna taps af skyrútflutningi þyrfti að: a) hækka útsöluverð á mjólkurvöru til innlendra neytenda um 250-300 milljónir króna, eða b) lækka verð til bænda um 200-300 milljónir króna og/eða c) auka beingreiðslu úr ríkissjóði til bænda um 200-300 milljónir króna. Íslenskir neytendur og íslenskir skattgreiðendur eiga rétt á að Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði upplýsi þá um hverja þessara leiða Samtökin hugsa sér að fara til að fjármagna tap af útflutningi skyrs til EvrópuLesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar