Fjármögnun þjóðgarðs; er náttúrupassi rétta leiðin? Snorri Baldursson skrifar 30. janúar 2014 06:00 Sem þjóðgarðsvörður hef ég velt vöngum yfir því hvernig fjármagna megi uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs svo að hann geti tekið sómasamlega á móti gestum sínum. Þjóðgarðurinn varð fimm ára sl. vor og spannar nú um 13.920 km2 lands. Frá stofnun hefur verið unnið að uppbyggingu innviða, merkingu aðkomuleiða og staða og gerð fræðsluefnis. Af stórum framkvæmdum sem lokið er má nefna byggingu Snæfellsstofu á Skriðuklaustri, byggingu landvarðabústaðar og ferðamannaaðstöðu við Lakagíga og opnun gestastofu í Gömlubúð á Höfn í Hornafirði. Einstakt samspil elds og íss skapar Vatnajökulsþjóðgarði mikla sérstöðu á heimsvísu og bráðnun jökulsins vitnar um hlýnun jarðar. Þjóðgarðurinn hefur því alla burði til að verða meðal hinna eftirsóttustu, hvort sem er vegna náttúruupplifunar eða sýnikennslu í loftslagsbreytingum. Forsenda árangurs er þó áframhaldandi uppbygging innviða og mannauðs. Af dýrum framkvæmdum sem ólokið er má nefna byggingu tveggja gestastofa, nokkurra landvarðabústaða og ferðamannaaðstöðu við Dettifoss, smíði fjölda göngubrúa yfir erfiðar jökulár, auk viðhalds á víðfeðmu stígakerfi þjóðgarðsins. Nauðsynlegar, fyrirsjáanlegar framkvæmdir kosta að lágmarki þrjá milljarða króna. Verulegur niðurskurður á framkvæmdafé og niðurfelling framlags til byggingar gestastofu þjóðgarðsins á Kirkjubæjarklaustri bendir ekki til þess að núverandi ríkisstjórn líti á uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs sem forgangsmál, með núverandi framkvæmdafé tekur hún 30–35 ár.Eftirlitskerfi Því eru góð ráð dýr. Mér fannst hugmyndin um skyldubundinn náttúrupassa góð við fyrstu skoðun því ógerlegt er að setja gjaldtökuhlið á allar hinar fjölmörgu heimreiðar að þjóðgarðinum. Ég er nú orðinn afhuga þessari leið og tel aðrar einfaldari og betri. Ástæðan er fyrst og fremst sú að náttúrupassi veitir sérréttindi og krefst því eftirlitskerfis á vettvangi. Sumum kann að virðast upplagt að landverðir taki að sér eftirlit með náttúrupassa því þeir þurfi hvort sem er að hafa eftirlit með því að settum reglum sé framfylgt. Aðalhlutverk landvarða er þó að bjóða gesti velkomna, aðstoða og fræða um náttúru og menningu viðkomandi svæða. Verði náttúrupassi tekinn upp og landvörðum falið eftirlitið er hætt við að mikill tími þeirra fari í argaþras um passa og ráðstafananir ef viðkomandi er passalaus. Hvað á að gera í þeim tilvikum? Á að veita landvörðum vald til að sekta fólk á staðnum? Hvaða áhrif hefði það á ímynd þeirra, þjálfun og starfskjör? Nú má vera að ég sé að mála skrattann á vegginn en ég ber umhyggju fyrir störfum landvarða og jákvæðri ímynd þeirra. Sé hugmynd yfirvalda sú að setja upp sérstakt eftirlitskerfi – ferðalögreglu – á vettvangi er líklegt að það éti upp drjúgan hluta teknanna.Engin ofrausn Hið opinbera fær nú um 17 milljarða króna árlega í hreinar skatttekjur af ferðamönnum. Það virðist engin ofrausn að setja t.d. 5% af þeim tekjum í sjóð til uppbyggingar ferðamannastaða. Vilji ríkið aukna gjaldheimtu af ferðamönnum má betrumbæta gistináttaskattkerfið sem var neingallað frá upphafi eða, eins og margar þjóðir gera, innheimta af þeim komu- og eða brottfarargjald. Tvö þúsund krónur á hvern ferðamann (ein máltíð) færi langt með að fjármagna uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs á einu ári! Gjaldið legðist jafnt á alla ferðamenn, líka ráðstefnugesti, borgarferðamenn og farþega skemmtiferðaskipa. Einstök náttúra er helsta aðdráttarafl Íslands og hún er yfir og allt um kring, ekki bara á vinsælum ferðamannastöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Sem þjóðgarðsvörður hef ég velt vöngum yfir því hvernig fjármagna megi uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs svo að hann geti tekið sómasamlega á móti gestum sínum. Þjóðgarðurinn varð fimm ára sl. vor og spannar nú um 13.920 km2 lands. Frá stofnun hefur verið unnið að uppbyggingu innviða, merkingu aðkomuleiða og staða og gerð fræðsluefnis. Af stórum framkvæmdum sem lokið er má nefna byggingu Snæfellsstofu á Skriðuklaustri, byggingu landvarðabústaðar og ferðamannaaðstöðu við Lakagíga og opnun gestastofu í Gömlubúð á Höfn í Hornafirði. Einstakt samspil elds og íss skapar Vatnajökulsþjóðgarði mikla sérstöðu á heimsvísu og bráðnun jökulsins vitnar um hlýnun jarðar. Þjóðgarðurinn hefur því alla burði til að verða meðal hinna eftirsóttustu, hvort sem er vegna náttúruupplifunar eða sýnikennslu í loftslagsbreytingum. Forsenda árangurs er þó áframhaldandi uppbygging innviða og mannauðs. Af dýrum framkvæmdum sem ólokið er má nefna byggingu tveggja gestastofa, nokkurra landvarðabústaða og ferðamannaaðstöðu við Dettifoss, smíði fjölda göngubrúa yfir erfiðar jökulár, auk viðhalds á víðfeðmu stígakerfi þjóðgarðsins. Nauðsynlegar, fyrirsjáanlegar framkvæmdir kosta að lágmarki þrjá milljarða króna. Verulegur niðurskurður á framkvæmdafé og niðurfelling framlags til byggingar gestastofu þjóðgarðsins á Kirkjubæjarklaustri bendir ekki til þess að núverandi ríkisstjórn líti á uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs sem forgangsmál, með núverandi framkvæmdafé tekur hún 30–35 ár.Eftirlitskerfi Því eru góð ráð dýr. Mér fannst hugmyndin um skyldubundinn náttúrupassa góð við fyrstu skoðun því ógerlegt er að setja gjaldtökuhlið á allar hinar fjölmörgu heimreiðar að þjóðgarðinum. Ég er nú orðinn afhuga þessari leið og tel aðrar einfaldari og betri. Ástæðan er fyrst og fremst sú að náttúrupassi veitir sérréttindi og krefst því eftirlitskerfis á vettvangi. Sumum kann að virðast upplagt að landverðir taki að sér eftirlit með náttúrupassa því þeir þurfi hvort sem er að hafa eftirlit með því að settum reglum sé framfylgt. Aðalhlutverk landvarða er þó að bjóða gesti velkomna, aðstoða og fræða um náttúru og menningu viðkomandi svæða. Verði náttúrupassi tekinn upp og landvörðum falið eftirlitið er hætt við að mikill tími þeirra fari í argaþras um passa og ráðstafananir ef viðkomandi er passalaus. Hvað á að gera í þeim tilvikum? Á að veita landvörðum vald til að sekta fólk á staðnum? Hvaða áhrif hefði það á ímynd þeirra, þjálfun og starfskjör? Nú má vera að ég sé að mála skrattann á vegginn en ég ber umhyggju fyrir störfum landvarða og jákvæðri ímynd þeirra. Sé hugmynd yfirvalda sú að setja upp sérstakt eftirlitskerfi – ferðalögreglu – á vettvangi er líklegt að það éti upp drjúgan hluta teknanna.Engin ofrausn Hið opinbera fær nú um 17 milljarða króna árlega í hreinar skatttekjur af ferðamönnum. Það virðist engin ofrausn að setja t.d. 5% af þeim tekjum í sjóð til uppbyggingar ferðamannastaða. Vilji ríkið aukna gjaldheimtu af ferðamönnum má betrumbæta gistináttaskattkerfið sem var neingallað frá upphafi eða, eins og margar þjóðir gera, innheimta af þeim komu- og eða brottfarargjald. Tvö þúsund krónur á hvern ferðamann (ein máltíð) færi langt með að fjármagna uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs á einu ári! Gjaldið legðist jafnt á alla ferðamenn, líka ráðstefnugesti, borgarferðamenn og farþega skemmtiferðaskipa. Einstök náttúra er helsta aðdráttarafl Íslands og hún er yfir og allt um kring, ekki bara á vinsælum ferðamannastöðum.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun