Friðarborgin Reykjavík Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 21. janúar 2014 06:00 Jón Gnarr strengdi þess heit um áramótin að gera Reykjavík að herlausri borg áður en borgarstjóratíð hans væri á enda. Borgarstjóri hefur ítrekað stigið fram og talað gegn komu herskipa og herflugvéla til Reykjavíkur frá því að hann tók við embætti borgarstjóra. Saman deilum við þeirri skoðun að Reykjavík geti orðið friðarborg sem hafni alfarið hernaðarbrölti heimsins og friðlýsi Reykjavík frá komu herskipa og herflugvéla. Fram hefur komið gagnrýni á hugmyndir Jóns og þá sérstaklega með þeim rökum að leit og björgun á Norður-Atlantshafi yrði mun erfiðari fyrir vikið þar sem landhelgisgæslan sinni svipuðu hlutverki og sjóherir nágrannaríkja okkar. Þessi rök halda þó engu vatni, enda ekkert vitað hvaða verkefnum mörg þeirra skipa og flugvéla sem hingað koma hafa verið að sinna. Að líta á komu herafla hingað til lands sem happafeng og stuðning við skipulagt björgunarstarf hérlendis er í besta falli misvísandi, enda væri hægt að koma á fót annars konar samstarfi við nágrannaríki okkar væri það undirliggjandi orsök fyrir viðkomu þessara herafla. Öllu alvarlegra er þó að kanna hvaða verkefnum herfarartæki sem hingað hafa komið hafa raunverulega verið að sinna. Fluttu vélar sem hér áttu viðkomu t.d. stríðsfanga til Guantanamo? Hver veit? Önnur rök sem heyrst hafa gegn friðarborginni Reykjavík er að afstaða lítillar borgar í Norður-Atlantshafi skipti engu máli í alþjóðasamhengi. En með þeim rökum er algjörlega litið fram hjá ýmsum bautasteinum í mannréttinda- og friðarbaráttu í gegnum tíðina þar sem raunin er einmitt sú að lítil þúfa veltir stóru hlassi.Afstaða okkar skiptir máli En hvaða máli skiptir það þá þegar lítil höfuðborg á hjara veraldar tekur skýra afstöðu gegn hvers kyns hervæðingu og hernaðarbrölti? Komum herflugvéla hingað til lands hefur fækkað um meira en helming milli áranna 2011 og 2012 en við hljótum að spyrja hvert þessi skip og þessar flugvélar sem stoppa við hérlendis eru að fara og í hvaða tilgangi. Eða erum við sátt við að vera áningar- og þjónustustaður herflota sama hvert förinni er heitið og hverjir kunni að láta lífið? Á endanum standa eftir siðferðislegar spurningar sem ég hvet hvern og einn Íslending til að svara. Eru stríð óviðkomandi okkur bara af því að þau eiga sér ekki stað í bakgarðinum hjá okkur? Getum við lokað augunum og samþykkt morð á saklausum borgurum í fjarlægum löndum? Ég segi nei! Jón Gnarr borgarstjóri strengdi áramótaheit um það að gera Reykjavík að herlausri borg áður en hann lætur af embætti borgarstjóra í vor. Ég legg til að við strengjum þess öll heit að vinna að þessu með honum og raungera drauminn um herlausa Reykjavíkurborg. Afstaða okkar skiptir máli því ekkert land og engin borg er nógu lítil til að láta sitt eftir liggja í baráttunni fyrir friði og bræðralagi í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Jón Gnarr strengdi þess heit um áramótin að gera Reykjavík að herlausri borg áður en borgarstjóratíð hans væri á enda. Borgarstjóri hefur ítrekað stigið fram og talað gegn komu herskipa og herflugvéla til Reykjavíkur frá því að hann tók við embætti borgarstjóra. Saman deilum við þeirri skoðun að Reykjavík geti orðið friðarborg sem hafni alfarið hernaðarbrölti heimsins og friðlýsi Reykjavík frá komu herskipa og herflugvéla. Fram hefur komið gagnrýni á hugmyndir Jóns og þá sérstaklega með þeim rökum að leit og björgun á Norður-Atlantshafi yrði mun erfiðari fyrir vikið þar sem landhelgisgæslan sinni svipuðu hlutverki og sjóherir nágrannaríkja okkar. Þessi rök halda þó engu vatni, enda ekkert vitað hvaða verkefnum mörg þeirra skipa og flugvéla sem hingað koma hafa verið að sinna. Að líta á komu herafla hingað til lands sem happafeng og stuðning við skipulagt björgunarstarf hérlendis er í besta falli misvísandi, enda væri hægt að koma á fót annars konar samstarfi við nágrannaríki okkar væri það undirliggjandi orsök fyrir viðkomu þessara herafla. Öllu alvarlegra er þó að kanna hvaða verkefnum herfarartæki sem hingað hafa komið hafa raunverulega verið að sinna. Fluttu vélar sem hér áttu viðkomu t.d. stríðsfanga til Guantanamo? Hver veit? Önnur rök sem heyrst hafa gegn friðarborginni Reykjavík er að afstaða lítillar borgar í Norður-Atlantshafi skipti engu máli í alþjóðasamhengi. En með þeim rökum er algjörlega litið fram hjá ýmsum bautasteinum í mannréttinda- og friðarbaráttu í gegnum tíðina þar sem raunin er einmitt sú að lítil þúfa veltir stóru hlassi.Afstaða okkar skiptir máli En hvaða máli skiptir það þá þegar lítil höfuðborg á hjara veraldar tekur skýra afstöðu gegn hvers kyns hervæðingu og hernaðarbrölti? Komum herflugvéla hingað til lands hefur fækkað um meira en helming milli áranna 2011 og 2012 en við hljótum að spyrja hvert þessi skip og þessar flugvélar sem stoppa við hérlendis eru að fara og í hvaða tilgangi. Eða erum við sátt við að vera áningar- og þjónustustaður herflota sama hvert förinni er heitið og hverjir kunni að láta lífið? Á endanum standa eftir siðferðislegar spurningar sem ég hvet hvern og einn Íslending til að svara. Eru stríð óviðkomandi okkur bara af því að þau eiga sér ekki stað í bakgarðinum hjá okkur? Getum við lokað augunum og samþykkt morð á saklausum borgurum í fjarlægum löndum? Ég segi nei! Jón Gnarr borgarstjóri strengdi áramótaheit um það að gera Reykjavík að herlausri borg áður en hann lætur af embætti borgarstjóra í vor. Ég legg til að við strengjum þess öll heit að vinna að þessu með honum og raungera drauminn um herlausa Reykjavíkurborg. Afstaða okkar skiptir máli því ekkert land og engin borg er nógu lítil til að láta sitt eftir liggja í baráttunni fyrir friði og bræðralagi í heiminum.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun