Hún hefur algjörlega helgað körfuboltanum líf sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2014 08:00 Hildur Sigurðardóttir er að daðra við þrennu í hverjum leik. Vísir/Daníel „Hún hefur algjörlega helgað körfuboltanum líf sitt og það eru ekki rosalega margar stelpur á Íslandi sem hafa gert það. Hún hefur sett allt annað til hliðar og það eina sem kemst að hjá henni er karfan,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari kvennaliðs Snæfells, um fyrirliða og leikstjórnanda sinn, Hildi Sigurðardóttur, sem náði tvennum tímamótum á dögunum. Hildur rauf þá bæði fjögur þúsund stiga múrinn í efstu deild kvenna og komst upp fyrir Jón Arnar Ingvarsson á listanum yfir þá leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar í efstu deild karla og kvenna á Íslandi. Aðeins tvær konur voru meðlimir í fjögur þúsund stiga klúbbnum áður en Hildur tryggði sér aðganginn á dögunum. Birna Valgarðsdóttir bætti stigamet Önnu Maríu Sveinsdóttur á síðasta tímabili en þær hafa báðar komist yfir fimm þúsund stigin. Hildur lék fyrst í efstu deild með ÍR veturinn 1998-1999 og var þá kosin besti nýliðinn. Hún fór árið eftir yfir í KR þar sem hún hefur spilað stærstan hluta síns ferils. Hildur lék einnig með Grindavík og sem atvinnumaður í Svíþjóð en fyrir tæpum þremur árum kom hún heim í Stykkishólm og hóf að leika með Snæfelli. „Hún hefur alla tíð verið íþróttastelpa og aldrei liðið vel nema hún sé að æfa þótt skrokkurinn sé núna farinn að kalla aðeins á það að fara róa sig niður,“ segir Ingi Þór sem hefur hjálpað Hildi að sameina vinnu, skóla og körfuboltann í vetur. „Hún er leiðtogi fyrst og fremst í því hvernig hún spilar og hvernig hún leggur sig fram. Hún er ekki þessi „vókal“ týpa en það er samt að koma hjá henni. Tölurnar segja að hún sé ofboðslega góður leikstjórnandi og hún er líkamlega sterk. Hún hefur í gegnum tíðina lært að nýta sér íþróttahæfileika sína. Hún er góður íþróttamaður, þekkir skrokk sinn vel og þekkir jafnframt sín takmörk. Hún er ein af lykilmanneskjunum hjá mér. Ég er með góðan kjarna í höndunum en Hildur keyrir þetta áfram og stýrir þessu,“ segir Ingi. Hildur og félagar hafa fjögurra stiga forskot á toppi Dominos-deildar kvenna en liðið hefur unnið sex síðustu leiki sína. Hildur er nálægt því að vera með þrennu að meðaltali en hún er með 15,1 stig, 7,7 fráköst og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hildur er að ná þessum tímamótum bæði með því að skora og búa til fyrir liðsfélaga sína. „Hún býr mikið til og gerir það bæði í hraðaupphlaupum og á hálfum velli. Það er því ekki hægt að stoppa eitthvað eitt hjá henni,“ segir Ingi Þór að lokum.Hildur Sigurðardóttir í leik með Snæfelli í vetur. Vísir/VilhelmTölfræðin hjá Hildi Sigurðardóttur:Flest stig í efstu deild kvenna 1. Birna Valgarðsdóttir 5067 2. Anna María Sveinsdóttir 5005 3. Hildur Sigurðardóttir 4040 4. Linda Stefánsdóttir 3487 5. Kristrún Sigurjónsdóttir 3284 6. Guðbjörg Norðfjörð 3281 7. Hafdís Helgadóttir 3180 8. Alda Leif Jónsdóttir 2955Flestar stoðsendingar í efstu deild karla og kvenna 1. Hildur Sigurðardóttir 1417 2. Jón Arnar Ingvarsson 1393 3. Jón Kristinn Gíslason 1359 4. Eiríkur Sverrir Önundarson 1308 5. Sverrir Þór Sverrisson 1300 6. Teitur Örlygsson 1168 7. Justin Shouse 1121 8. Friðrik Pétur Ragnarsson 1101Tölur Hildar í efstu deild Leikir - 308 Stig - 4040 (13,1 í leik) Fráköst - 2506 (8,1 í leik) Stoðendingar - 1417 (4,6 í leik)Stigaskor með liðum ÍR - 169 (8,9 í leik) KR - 2284 (13,0) Snæfell - 1003 (13,7) Grindavík - 584 (14,6)Stoðsendingar með liðum ÍR - 24 (1,3 í leik) KR - 793 (4,5) Snæfell - 450 (6,2) Dominos-deild kvenna Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira
„Hún hefur algjörlega helgað körfuboltanum líf sitt og það eru ekki rosalega margar stelpur á Íslandi sem hafa gert það. Hún hefur sett allt annað til hliðar og það eina sem kemst að hjá henni er karfan,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari kvennaliðs Snæfells, um fyrirliða og leikstjórnanda sinn, Hildi Sigurðardóttur, sem náði tvennum tímamótum á dögunum. Hildur rauf þá bæði fjögur þúsund stiga múrinn í efstu deild kvenna og komst upp fyrir Jón Arnar Ingvarsson á listanum yfir þá leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar í efstu deild karla og kvenna á Íslandi. Aðeins tvær konur voru meðlimir í fjögur þúsund stiga klúbbnum áður en Hildur tryggði sér aðganginn á dögunum. Birna Valgarðsdóttir bætti stigamet Önnu Maríu Sveinsdóttur á síðasta tímabili en þær hafa báðar komist yfir fimm þúsund stigin. Hildur lék fyrst í efstu deild með ÍR veturinn 1998-1999 og var þá kosin besti nýliðinn. Hún fór árið eftir yfir í KR þar sem hún hefur spilað stærstan hluta síns ferils. Hildur lék einnig með Grindavík og sem atvinnumaður í Svíþjóð en fyrir tæpum þremur árum kom hún heim í Stykkishólm og hóf að leika með Snæfelli. „Hún hefur alla tíð verið íþróttastelpa og aldrei liðið vel nema hún sé að æfa þótt skrokkurinn sé núna farinn að kalla aðeins á það að fara róa sig niður,“ segir Ingi Þór sem hefur hjálpað Hildi að sameina vinnu, skóla og körfuboltann í vetur. „Hún er leiðtogi fyrst og fremst í því hvernig hún spilar og hvernig hún leggur sig fram. Hún er ekki þessi „vókal“ týpa en það er samt að koma hjá henni. Tölurnar segja að hún sé ofboðslega góður leikstjórnandi og hún er líkamlega sterk. Hún hefur í gegnum tíðina lært að nýta sér íþróttahæfileika sína. Hún er góður íþróttamaður, þekkir skrokk sinn vel og þekkir jafnframt sín takmörk. Hún er ein af lykilmanneskjunum hjá mér. Ég er með góðan kjarna í höndunum en Hildur keyrir þetta áfram og stýrir þessu,“ segir Ingi. Hildur og félagar hafa fjögurra stiga forskot á toppi Dominos-deildar kvenna en liðið hefur unnið sex síðustu leiki sína. Hildur er nálægt því að vera með þrennu að meðaltali en hún er með 15,1 stig, 7,7 fráköst og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hildur er að ná þessum tímamótum bæði með því að skora og búa til fyrir liðsfélaga sína. „Hún býr mikið til og gerir það bæði í hraðaupphlaupum og á hálfum velli. Það er því ekki hægt að stoppa eitthvað eitt hjá henni,“ segir Ingi Þór að lokum.Hildur Sigurðardóttir í leik með Snæfelli í vetur. Vísir/VilhelmTölfræðin hjá Hildi Sigurðardóttur:Flest stig í efstu deild kvenna 1. Birna Valgarðsdóttir 5067 2. Anna María Sveinsdóttir 5005 3. Hildur Sigurðardóttir 4040 4. Linda Stefánsdóttir 3487 5. Kristrún Sigurjónsdóttir 3284 6. Guðbjörg Norðfjörð 3281 7. Hafdís Helgadóttir 3180 8. Alda Leif Jónsdóttir 2955Flestar stoðsendingar í efstu deild karla og kvenna 1. Hildur Sigurðardóttir 1417 2. Jón Arnar Ingvarsson 1393 3. Jón Kristinn Gíslason 1359 4. Eiríkur Sverrir Önundarson 1308 5. Sverrir Þór Sverrisson 1300 6. Teitur Örlygsson 1168 7. Justin Shouse 1121 8. Friðrik Pétur Ragnarsson 1101Tölur Hildar í efstu deild Leikir - 308 Stig - 4040 (13,1 í leik) Fráköst - 2506 (8,1 í leik) Stoðendingar - 1417 (4,6 í leik)Stigaskor með liðum ÍR - 169 (8,9 í leik) KR - 2284 (13,0) Snæfell - 1003 (13,7) Grindavík - 584 (14,6)Stoðsendingar með liðum ÍR - 24 (1,3 í leik) KR - 793 (4,5) Snæfell - 450 (6,2)
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira