Greinin sem er sífellt verið að skrifa Bjartur Steingrímsson skrifar 28. nóvember 2014 15:17 Á vef Vísis síðastliðinn fimmtudag birtist pistill sem var titlaður „Greinin sem má ekki skrifa." Þar reifar maður af mikilli kurteisi um það ok sem hann telur sig sjá á þjóðfélagsumræðunni, fantatak ákveðinna aðila sem hann segir tilheyra söfnuði "pólitísku rétttrúnaðarkirkjunnar". Telur höfundur þá aðila koma með bíræfni í veg fyrir að tiltekin sjónarmið eigi jafna vegferð í umræðunni. En hver eru þau sjónarmið? Í fyrsta lagi gefur greinarhöfundur sér að allir trúar- eða lífsskoðunarhópar fái að njóta vafans nema kristið fólk. Síðan vindur hann sér út í málefni innflytjenda, þar sem hann telur engan grundvöll vera fyrir því að ræða þau vandamál sem fylgja fólki af ólíkum menningarbakgrunni. Greinarhöfundur harmar svo að það sé ekki lengur neinn hljómgrunnur fyrir heilbrigt, íslenskt þjóðarstolt og furðar sig yfir samfélagi þar sem jafnvel hæstvirtur forsætisráðherra sætir gagnrýni fyrir að flagga íslenskum fána á skrifstofu sinni. Hann endar svo hugleiðingar sinnar á dæmisögu um miður æskilega hegðun og þankagang manns af erlendu bergi brotnu sem honum var af einskærri manngæsku skylt að siða aðeins til. Allt í allt virðist ljóst að þessi ágæti maður, sem starfar sem lögregluþjónn, sér í þessari pólitísku rétttrúnarkirkju sinni ákveðna þöggun sem er að hans mati að tröllríða samfélaginu. Þöggun sem er e.t.v. ekki undarlegt að sé þessum lögregluþjóni ofarlega í huga (en ekki t.d. sú þöggun sem á sér stað í skammarlegri meðferð kynferðisafbrotamála í réttarkerfinu) því hún er nefnilega þöggun á sjónarmiðum meirihlutans. Íslendingar eru enn sem komið er í yfirgnæfandi meirihluta kristnir, fæddir hér á landi, hvítir á hörund og tilheyra þar af leiðandi þeirri þjóðmenningu sem greinarhöfundi er svo umhugað um. Þetta er hinn “þögli” forréttindameirihluti sem honum er umhugað um að bjarga og sem hvítur, miðaldra karl í fastri vinnu gæti hann sennilega ekki passað betur inn í þann hóp. Við búum nefnilega í samfélagi sem tekur örum breytingum, samfélagi þar sem ólíkar raddir geta með hjálp ört vaxandi samskiptaleiða og samfélagsmiðla rökrætt og gagnrýnt viðtekin og stöðluð sjónarmið og gildi og fengið fyrir það hljómgrunn. Í því felst nefnilega fyrst og fremst sú árás og þöggun sem greinarhöfundur sér ljóslifandi fyrir sér, það er nefnilega árás á forréttindi þess karllæga, hvíta og einsleita samfélags sem hann stendur í forsvari fyrir. Það hlýtur því að teljast kaldhæðnislegt, eða kannski eitursnjallt, að þær gagnrýnisraddir sem beita sér gegn því séu nú titlaðar fulltrúar "pólitískar rétthugsunar". En eins og greinarhöfundur er duglegur að benda á þá er fólk í grunninn einfaldlega æðislegt og því ætla ég að leyfa honum að njóta vafans. Ég ætla að gefa mér að með greinarskrifum sínum meini hann í raun og veru vel og sé ekki óforskammað að standa vörð um þá karlrembu, kynþáttafordóma og einsleitni sem fyrrnefnd sjónarmið bera svo oft ábyrgð á. En það er þó ekki alfarið rétt hjá honum, að sú grein sem hann skrifaði var sú "sem mátti ekki skrifa." Hún er aftur á móti skrifuð reglulega, og verður skrifuð aftur og aftur og aftur – því við skrifum hana nefnilega á hverjum degi þegar við horfumst ekki í augu við forréttindi okkar. Ég ætla aftur á móti að fagna því að við búum í samfélagi þar sem henni getur verið andmælt. Ég ætla að fagna þeirri frjálsu umræðu sem er með rökræðum og gagnrýni kleift að grafa undan fordómum og kreddum og ryðja til rúms breyttum viðhorfum og breyttum tímum. Ég ætla mér allavega ekki að vorkenna hvítu, miðaldra, karlkyns löggunni fyrir það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Greinin sem má ekki skrifa Þetta sýnir kannski að þessi mál geta oft verið flókin og erfið en við megum ekki festa okkur á einhverjum stað þar sem ekki er leyfilegt að ræða þau frá fleiri hliðum en einni. 27. nóvember 2014 13:29 Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á vef Vísis síðastliðinn fimmtudag birtist pistill sem var titlaður „Greinin sem má ekki skrifa." Þar reifar maður af mikilli kurteisi um það ok sem hann telur sig sjá á þjóðfélagsumræðunni, fantatak ákveðinna aðila sem hann segir tilheyra söfnuði "pólitísku rétttrúnaðarkirkjunnar". Telur höfundur þá aðila koma með bíræfni í veg fyrir að tiltekin sjónarmið eigi jafna vegferð í umræðunni. En hver eru þau sjónarmið? Í fyrsta lagi gefur greinarhöfundur sér að allir trúar- eða lífsskoðunarhópar fái að njóta vafans nema kristið fólk. Síðan vindur hann sér út í málefni innflytjenda, þar sem hann telur engan grundvöll vera fyrir því að ræða þau vandamál sem fylgja fólki af ólíkum menningarbakgrunni. Greinarhöfundur harmar svo að það sé ekki lengur neinn hljómgrunnur fyrir heilbrigt, íslenskt þjóðarstolt og furðar sig yfir samfélagi þar sem jafnvel hæstvirtur forsætisráðherra sætir gagnrýni fyrir að flagga íslenskum fána á skrifstofu sinni. Hann endar svo hugleiðingar sinnar á dæmisögu um miður æskilega hegðun og þankagang manns af erlendu bergi brotnu sem honum var af einskærri manngæsku skylt að siða aðeins til. Allt í allt virðist ljóst að þessi ágæti maður, sem starfar sem lögregluþjónn, sér í þessari pólitísku rétttrúnarkirkju sinni ákveðna þöggun sem er að hans mati að tröllríða samfélaginu. Þöggun sem er e.t.v. ekki undarlegt að sé þessum lögregluþjóni ofarlega í huga (en ekki t.d. sú þöggun sem á sér stað í skammarlegri meðferð kynferðisafbrotamála í réttarkerfinu) því hún er nefnilega þöggun á sjónarmiðum meirihlutans. Íslendingar eru enn sem komið er í yfirgnæfandi meirihluta kristnir, fæddir hér á landi, hvítir á hörund og tilheyra þar af leiðandi þeirri þjóðmenningu sem greinarhöfundi er svo umhugað um. Þetta er hinn “þögli” forréttindameirihluti sem honum er umhugað um að bjarga og sem hvítur, miðaldra karl í fastri vinnu gæti hann sennilega ekki passað betur inn í þann hóp. Við búum nefnilega í samfélagi sem tekur örum breytingum, samfélagi þar sem ólíkar raddir geta með hjálp ört vaxandi samskiptaleiða og samfélagsmiðla rökrætt og gagnrýnt viðtekin og stöðluð sjónarmið og gildi og fengið fyrir það hljómgrunn. Í því felst nefnilega fyrst og fremst sú árás og þöggun sem greinarhöfundur sér ljóslifandi fyrir sér, það er nefnilega árás á forréttindi þess karllæga, hvíta og einsleita samfélags sem hann stendur í forsvari fyrir. Það hlýtur því að teljast kaldhæðnislegt, eða kannski eitursnjallt, að þær gagnrýnisraddir sem beita sér gegn því séu nú titlaðar fulltrúar "pólitískar rétthugsunar". En eins og greinarhöfundur er duglegur að benda á þá er fólk í grunninn einfaldlega æðislegt og því ætla ég að leyfa honum að njóta vafans. Ég ætla að gefa mér að með greinarskrifum sínum meini hann í raun og veru vel og sé ekki óforskammað að standa vörð um þá karlrembu, kynþáttafordóma og einsleitni sem fyrrnefnd sjónarmið bera svo oft ábyrgð á. En það er þó ekki alfarið rétt hjá honum, að sú grein sem hann skrifaði var sú "sem mátti ekki skrifa." Hún er aftur á móti skrifuð reglulega, og verður skrifuð aftur og aftur og aftur – því við skrifum hana nefnilega á hverjum degi þegar við horfumst ekki í augu við forréttindi okkar. Ég ætla aftur á móti að fagna því að við búum í samfélagi þar sem henni getur verið andmælt. Ég ætla að fagna þeirri frjálsu umræðu sem er með rökræðum og gagnrýni kleift að grafa undan fordómum og kreddum og ryðja til rúms breyttum viðhorfum og breyttum tímum. Ég ætla mér allavega ekki að vorkenna hvítu, miðaldra, karlkyns löggunni fyrir það.
Greinin sem má ekki skrifa Þetta sýnir kannski að þessi mál geta oft verið flókin og erfið en við megum ekki festa okkur á einhverjum stað þar sem ekki er leyfilegt að ræða þau frá fleiri hliðum en einni. 27. nóvember 2014 13:29
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun