Körfubolti

Sú 34 ára gamla leiðir deildina í stoðsendingum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórunn Bjarnadóttir.
Þórunn Bjarnadóttir. Vísir/Daníel
Þórunn Bjarnadóttir og félagar hennar í kvennaliði Hamars unnu í gær sinn fyrsta leik í Dominos-deild kvenna á tímabilinu þegar liðið vann KR 59-51 í Hveragerði.

Þórunn kom til Hamars frá Val fyrir tímabilið og er einn allra reyndasti leikmaður deildarinnar frá upphafi en leikurinn í gær var númer 344 hjá henni í efstu deild.

Þórunn hefur spilað stórt hlutverk hjá Hamarsliðinu og það vekur nokkra athygli að þessi 34 ára gamli leikmaður er efst í stoðsendingum eftir fyrstu fimm umferðirnar.

Þórunn hefur gefið 31 stoðsendingu á félaga sína í fyrstu fimm leikjunum eða 6,2 að meðaltali í leik. Hún er einnig með 9,0 stig og 6,2 fráköst að meðaltali.

Flestar stoðsendingar í fyrstu 5 umferðum Dominos-deildar kvenna:

1. Þórunn Bjarnadóttir, Hamar    6,2

2. Arielle Wideman, Breiðablik    5,6

3. Ingibjörg Jakobsdóttir, Grindavík    5,4

4. Hildur Sigurðardóttir, Snæfell    5,2

5. Guðbjörg Sverrisdóttir, Valur    5,0

5. LeLe Hardy, Haukar    5,0

7. Björg Guðrún Einarsdóttir, KR    4,8

8. Kristrún Sigurjónsdóttir, Valur    4,3

9. Kristen Denise McCarthy, Snæfell    3,8

10. Andrina Rendon, Hamar    3,6




Fleiri fréttir

Sjá meira


×