Elsku Illugi Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason skrifar 21. október 2014 14:55 Elsku Illugi, Við vonum að þér hafi gefist færi á því að lesa okkar seinasta bréf og hafir notið góðs af því, auk þess sem við vonum að það hafi gefið þér betri innsýn í hugrenningar okkar. Ef þér hefur ljáðst að lesa bréfið þá mælum við með því að þú gerir það sem fyrst, því í þessari viku hefur Samband íslenskra framhaldsskólanema ákveðið að hafa þemaviku tileinkaða þér. Við munum skrifa þér eitt bréf á dag út vikuna og til þess að ná heildarmyndinni mælumst við til að þú lesir þau öll. Í nýútkominni Hvítbók þinni um umbætur í menntun eru sett fram háleit markmið. Eitt af þeim markmiðum er stytting náms til framhaldsskóla. Sú stytting felur í sér að stytta námstímann úr fjórum árum í þrjú ár. SÍF er ekki andsnúið styttingu námstíma og þar að leiðandi ekki andsnúið styttingu náms til framhaldsskóla. Það mætti segja að SÍF styðji styttingu náms til framhaldsskóla, hins vegar þá styðjum við fremur fjölbreytileika í námi. Þú, Illugi, hefur talað fyrir fjölbreytni í námi en við í SÍF teljum að með því að skylda alla framhaldsskóla til þess að innleiða styttinguna ert þú að skerða fjölbreytileika í námi til muna. Við skiljum þau rök að með styttingu megi búast við talsverðum sparnaði en ekki eru neinar haldbærar heimildir um að sú verði raunin. Töluverður kostnaður fylgir því fyrir skólana að endurskipuleggja heilu námsbrautirnar. Kvennaskólinn í Reykjavík var einn af fyrstu skólunum til þess að innleiða nýtt námskerfi sem fól í sér styttingu námstímans. Ásdís Ingólfsdóttir, kennari við Kvennaskólann skrifaði grein inn á vefsvæði Félags framhaldsskólakennara í febrúar fyrr á þessu ári. Í greininni talar Ásdís um yfirlýsingu þína, að þegar framhaldsskólar væru búnir að innleiða ný lög og stytta nám myndu þeir fjármunir sem spöruðust skila sér inn í skólana og beint í vasa kennara. Fjármunirnir yrðu nýttir til að bæta launastöðu þeirra sem og styrkja rekstur skólanna. Sú hefur ekki orðið raunin í Kvennaskólanum, er hann nú rekinn með halla og safnar skuldum. Ásdís talar einnig um aðra skóla í sömu aðstæðum má þá ganga út frá því að ekki sé þetta einsdæmi. Einnig viljum við benda á það ósamræmi á skipulagi áfanga milli skólanna. Ekki er neitt staðlað kerfi sem segir til um hvernig áfangarnir skuli vera uppbyggðir. Það gerir töluvert erfiðara fyrir skóla að bregðast við þeim breytingum sem eru í vændum. Hafa fagaðilar kallað eftir meira samráði og tökum við í SÍF undir með þeim að því hafi verið ábótavant. Þegar innleiða á jafnumfangsmiklar breytingar er mikilvægt að samráð sé haft við alla og að sátt ríki um komandi skref. Elsku Illugi, fjölbreytni í námi er lykillinn af farsælu skólastarfi, spennandi og aðlaðandi námsumhverfi en það jafngildir heilbrigðari og ánægðari nemendum. Nauðsynlegt er að ekki verði misst sjónar á mikilvægi fjöbreytileika náms þegar rætt er um styttingu náms til framhaldsskóla. Álag er talinn mjög stór þáttur í brotthvarfi nemenda, álag sem skapast af einsleitu og oft heftandi námi sem er í sama mund mjög krefjandi, en engar áhyggjur við komum að því í næsta bréfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Tengdar fréttir Kæri Illugi Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 er gert ráð fyrir að 916 einstaklingum verði sparkað úr framhaldsskólunum. 20. október 2014 11:36 Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Elsku Illugi, Við vonum að þér hafi gefist færi á því að lesa okkar seinasta bréf og hafir notið góðs af því, auk þess sem við vonum að það hafi gefið þér betri innsýn í hugrenningar okkar. Ef þér hefur ljáðst að lesa bréfið þá mælum við með því að þú gerir það sem fyrst, því í þessari viku hefur Samband íslenskra framhaldsskólanema ákveðið að hafa þemaviku tileinkaða þér. Við munum skrifa þér eitt bréf á dag út vikuna og til þess að ná heildarmyndinni mælumst við til að þú lesir þau öll. Í nýútkominni Hvítbók þinni um umbætur í menntun eru sett fram háleit markmið. Eitt af þeim markmiðum er stytting náms til framhaldsskóla. Sú stytting felur í sér að stytta námstímann úr fjórum árum í þrjú ár. SÍF er ekki andsnúið styttingu námstíma og þar að leiðandi ekki andsnúið styttingu náms til framhaldsskóla. Það mætti segja að SÍF styðji styttingu náms til framhaldsskóla, hins vegar þá styðjum við fremur fjölbreytileika í námi. Þú, Illugi, hefur talað fyrir fjölbreytni í námi en við í SÍF teljum að með því að skylda alla framhaldsskóla til þess að innleiða styttinguna ert þú að skerða fjölbreytileika í námi til muna. Við skiljum þau rök að með styttingu megi búast við talsverðum sparnaði en ekki eru neinar haldbærar heimildir um að sú verði raunin. Töluverður kostnaður fylgir því fyrir skólana að endurskipuleggja heilu námsbrautirnar. Kvennaskólinn í Reykjavík var einn af fyrstu skólunum til þess að innleiða nýtt námskerfi sem fól í sér styttingu námstímans. Ásdís Ingólfsdóttir, kennari við Kvennaskólann skrifaði grein inn á vefsvæði Félags framhaldsskólakennara í febrúar fyrr á þessu ári. Í greininni talar Ásdís um yfirlýsingu þína, að þegar framhaldsskólar væru búnir að innleiða ný lög og stytta nám myndu þeir fjármunir sem spöruðust skila sér inn í skólana og beint í vasa kennara. Fjármunirnir yrðu nýttir til að bæta launastöðu þeirra sem og styrkja rekstur skólanna. Sú hefur ekki orðið raunin í Kvennaskólanum, er hann nú rekinn með halla og safnar skuldum. Ásdís talar einnig um aðra skóla í sömu aðstæðum má þá ganga út frá því að ekki sé þetta einsdæmi. Einnig viljum við benda á það ósamræmi á skipulagi áfanga milli skólanna. Ekki er neitt staðlað kerfi sem segir til um hvernig áfangarnir skuli vera uppbyggðir. Það gerir töluvert erfiðara fyrir skóla að bregðast við þeim breytingum sem eru í vændum. Hafa fagaðilar kallað eftir meira samráði og tökum við í SÍF undir með þeim að því hafi verið ábótavant. Þegar innleiða á jafnumfangsmiklar breytingar er mikilvægt að samráð sé haft við alla og að sátt ríki um komandi skref. Elsku Illugi, fjölbreytni í námi er lykillinn af farsælu skólastarfi, spennandi og aðlaðandi námsumhverfi en það jafngildir heilbrigðari og ánægðari nemendum. Nauðsynlegt er að ekki verði misst sjónar á mikilvægi fjöbreytileika náms þegar rætt er um styttingu náms til framhaldsskóla. Álag er talinn mjög stór þáttur í brotthvarfi nemenda, álag sem skapast af einsleitu og oft heftandi námi sem er í sama mund mjög krefjandi, en engar áhyggjur við komum að því í næsta bréfi.
Kæri Illugi Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 er gert ráð fyrir að 916 einstaklingum verði sparkað úr framhaldsskólunum. 20. október 2014 11:36
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar