Virðulegi Illugi Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason skrifar 23. október 2014 10:41 Vissir þú að 8.4% framhaldsskólanema hafa upplifað einelti þetta árið? Vissir þú að 20,6% nemenda höfðu upplifað ofbeldi, niðurlægingu eða orðið fyrir áreitni í þeim mánuði sem könnunin Framhaldsskólapúlsinn 2014 var framkvæmd? Við erum ekki að tala um að nær 21% framhaldsskólanema hafi upplifað þetta síðastliðið ár, þó að þær tölur væru sláandi. Nei, við erum að tala um 20,6% nemenda á framhaldsskólastigi upplifði einhvers konar form af ofbeldi, upplifði niðurlægingu eða varð fyrri áreitni á einum mánuði. Rannsókn sem var gerð af Háskólanum á Akureyri sýnir fram á að samkynhneigð ungmenni í 10.bekk séu 25% líklegri en jafnaldrar þeirra til þess að reyna endurtekið sjálfsvíg. 18% samkynhneigðra stráka í 10. bekk hafa reynt sjálfsvíg 1-4 sinnum en um 40% stelpna. Það er rétt tæpur helmingur samkynhneigðra stelpna sem er allt of hátt hlutfall. 18% stráka er allt of hátt hlutfall. Ásættanlegt hlutfall er 0%. Önnur stærsta dánarorsök fólks á aldrinum 15-20 ára er sjálfsvíg. Að meðaltali falla tveir á aldrinum 15-20 ára á hverju ári fyrir eigin hendi. Ein af aðalorsökum þessara sjálfsvíga eða tilrauna til þeirra er einelti. Sjálfsvíg er mjög viðkvæmt umræðuefni en það er mjög mikilvægt að opna umræðuna og tala um hvers vegna þessir hræðulegu atburðir eiga sér stað. Einelti verður þegar fólk skortir umburðarlyndi. Einelti er fáfræði í formi ofbeldis. Það verður að grípa til aðgerða og víkka skilgreiningu normsins. Enginn á að þurfa að gjalda fyrir kyn, kynhneigð, kynvitund, þjóðerni, litarhaft, trúarbrögð, efnahag, ætterni eða stöðu. Né vegna þeirra staðreyndar að þeir eigi erfitt með að fóta sig í félagslífinu. Góð líðan nemenda ætti að vera forgangsatriði. Nemanda sem líður vel er töluvert líklegri til þess að standa sig vel í námi og mun ólíklegari til þess að hverfa frá því. Nemendur eiga að geta leitað sér hjálpar á auðveldan hátt. Grunnskólar bjóða upp á sálfræðiaðstoð en því er ekki að skipta í framhaldsskólum. Af hverju stafar það? Seint verða vandamál þeirra sem eru í þessum aldurshópi talin auðveld. Haustið 2012 hóf Verkmenntaskólinn á Akureyri að bjóða nemendum sínum upp á gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu. Skemmst er frá því að segja að mikil aðsókn var í þjónustuna. Á skólaárinu 2012-2013 nýttu rúmlega 10% nemenda sér úrræði skólasálfræðings. Greinilegt er því að mikil þörf er á þessari þjónustu. Samkvæmt lögum um framhaldsskóla ber skólunum skylda til þess að bjóða upp á heilbrigðisþjónustu fyrir nemendur í samstarfi við heilsugæslur. Sú þjónusta sem boðið er upp á er oft á tíðum illa auglýst og eru mörg dæmi um að nemendur viti ekki af þeim úrræðum sem standa þeim til boða. Með því að koma upp góðri sálfræði- og hjúkrunarþjónustu í öllum framhaldsskólum og tengja hana við náms- og starfsráðgjöf mætti mynda sterkt bakland fyrir nemendur. 9% nemenda hætta námi vegna andlegra veikind. Kvíði hrjáir marga nemendur á Íslandi og þarf að skoða ástæður þess og orsök. Ýmislegt bendir til að verið sé að leggja of mikið á nemendur, bæði andlega og námslega án þess að þeim sé veittur sé nægur stuðningur. Reiknað hefur verið út að það kosti samfélagið um 14 milljónir fyrir hvern nemanda sem hverfur frá námi. Það er því til mikils að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Tengdar fréttir Elsku Illugi 21. október 2014 14:55 Kæri Illugi Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 er gert ráð fyrir að 916 einstaklingum verði sparkað úr framhaldsskólunum. 20. október 2014 11:36 791 Seinastliðið vor voru 791 nemendur sem hófu nám í framhaldsskólum en skiluðu sér ekki til prófa eða í aðra skóla þ.e. 791 hættu alfarið námi. 22. október 2014 15:26 Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vissir þú að 8.4% framhaldsskólanema hafa upplifað einelti þetta árið? Vissir þú að 20,6% nemenda höfðu upplifað ofbeldi, niðurlægingu eða orðið fyrir áreitni í þeim mánuði sem könnunin Framhaldsskólapúlsinn 2014 var framkvæmd? Við erum ekki að tala um að nær 21% framhaldsskólanema hafi upplifað þetta síðastliðið ár, þó að þær tölur væru sláandi. Nei, við erum að tala um 20,6% nemenda á framhaldsskólastigi upplifði einhvers konar form af ofbeldi, upplifði niðurlægingu eða varð fyrri áreitni á einum mánuði. Rannsókn sem var gerð af Háskólanum á Akureyri sýnir fram á að samkynhneigð ungmenni í 10.bekk séu 25% líklegri en jafnaldrar þeirra til þess að reyna endurtekið sjálfsvíg. 18% samkynhneigðra stráka í 10. bekk hafa reynt sjálfsvíg 1-4 sinnum en um 40% stelpna. Það er rétt tæpur helmingur samkynhneigðra stelpna sem er allt of hátt hlutfall. 18% stráka er allt of hátt hlutfall. Ásættanlegt hlutfall er 0%. Önnur stærsta dánarorsök fólks á aldrinum 15-20 ára er sjálfsvíg. Að meðaltali falla tveir á aldrinum 15-20 ára á hverju ári fyrir eigin hendi. Ein af aðalorsökum þessara sjálfsvíga eða tilrauna til þeirra er einelti. Sjálfsvíg er mjög viðkvæmt umræðuefni en það er mjög mikilvægt að opna umræðuna og tala um hvers vegna þessir hræðulegu atburðir eiga sér stað. Einelti verður þegar fólk skortir umburðarlyndi. Einelti er fáfræði í formi ofbeldis. Það verður að grípa til aðgerða og víkka skilgreiningu normsins. Enginn á að þurfa að gjalda fyrir kyn, kynhneigð, kynvitund, þjóðerni, litarhaft, trúarbrögð, efnahag, ætterni eða stöðu. Né vegna þeirra staðreyndar að þeir eigi erfitt með að fóta sig í félagslífinu. Góð líðan nemenda ætti að vera forgangsatriði. Nemanda sem líður vel er töluvert líklegri til þess að standa sig vel í námi og mun ólíklegari til þess að hverfa frá því. Nemendur eiga að geta leitað sér hjálpar á auðveldan hátt. Grunnskólar bjóða upp á sálfræðiaðstoð en því er ekki að skipta í framhaldsskólum. Af hverju stafar það? Seint verða vandamál þeirra sem eru í þessum aldurshópi talin auðveld. Haustið 2012 hóf Verkmenntaskólinn á Akureyri að bjóða nemendum sínum upp á gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu. Skemmst er frá því að segja að mikil aðsókn var í þjónustuna. Á skólaárinu 2012-2013 nýttu rúmlega 10% nemenda sér úrræði skólasálfræðings. Greinilegt er því að mikil þörf er á þessari þjónustu. Samkvæmt lögum um framhaldsskóla ber skólunum skylda til þess að bjóða upp á heilbrigðisþjónustu fyrir nemendur í samstarfi við heilsugæslur. Sú þjónusta sem boðið er upp á er oft á tíðum illa auglýst og eru mörg dæmi um að nemendur viti ekki af þeim úrræðum sem standa þeim til boða. Með því að koma upp góðri sálfræði- og hjúkrunarþjónustu í öllum framhaldsskólum og tengja hana við náms- og starfsráðgjöf mætti mynda sterkt bakland fyrir nemendur. 9% nemenda hætta námi vegna andlegra veikind. Kvíði hrjáir marga nemendur á Íslandi og þarf að skoða ástæður þess og orsök. Ýmislegt bendir til að verið sé að leggja of mikið á nemendur, bæði andlega og námslega án þess að þeim sé veittur sé nægur stuðningur. Reiknað hefur verið út að það kosti samfélagið um 14 milljónir fyrir hvern nemanda sem hverfur frá námi. Það er því til mikils að vinna.
Kæri Illugi Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 er gert ráð fyrir að 916 einstaklingum verði sparkað úr framhaldsskólunum. 20. október 2014 11:36
791 Seinastliðið vor voru 791 nemendur sem hófu nám í framhaldsskólum en skiluðu sér ekki til prófa eða í aðra skóla þ.e. 791 hættu alfarið námi. 22. október 2014 15:26
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun